Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 7
19. apríl 1985- DAGUR-7 - Steindór Steindórsson for- stöðumaður félagsmiðstöðva á Akureyri, öðru nafni „Dyni“? - Já, það er hann. - Útskýrðu fyrir mér í stuttu máli í hverju þitt starf sem for- stöðumaður félagsmiðstöðva er fólgið. - Það er að sjá um rekstur á Dynheimum að öllu leyti og síð- an að sjá um rekstur á félags- miðstöðvum í Lundarskóla og Glerárskóla hvað varðar fjár- málin. Við erum að fá konu í hálft starf í Lundarskóla til að annast daglegan rekstur þar, og erum að reyna að nálgast þetta í Glerárskólanum. Það er hins vegar erfiðara að eiga við þetta þar, þar þurfum við að vera í Stcindór Steindórsson. herjar félagsheimili eftir nokkr- ar vikur og það er að koma h'ing- að inn alveg ný starfsemi sem hefur ekki verið hér eiris og kynningardagar og sýningar. - Nú er ár æskunnar, er ekki óvenju mikið á döfinni þess vegna? - Jú, það má segja það. Tón- listarskólinn ætlar að vera hér með tónlistarkynningu. Hér verða tónleikar með Bubba Morthens á sumardaginn fyrsta. Heilmikil flugkynning verður hér laugardaginn 27. apríl bæði úti og inni og geysilega mikið um að vera. Við eigum von á hópum frá öðrum byggðar- lögum, t.d. koma unglingar frá Sauðárkróki um helgina og sýna okkur söngleikinn Gretti og - Hvað með óreglu? - Mér finnst óreglan fara minnkandi en það er ekki víst áð það séu allir tilbúnir að skrifa undir það. Reykingar eru á undanhaldi enda búinn að vera mikill áróður í gangi gegn þeim. Áfengisdrykkja er líka senni- lega að magni til minni en var, en það er yngri aldurshópur sem byrjar að drekka í dag en áður var. Það er því miður ekki óal- gengt að sjá 12 ára krakka slompfulla í bænum. - Það eru þá krakkar sem ekki eru virkir í starfi hjá ykkur? - Það eru krakkar sem eru ekki nógu gamlir til að koma á böll í Dynheima en krakkar 14-15 ára sem hingað koma eru „Kmkkcir í dag eru oprnri og frjcds- segir Steindór Stein- dórsson „Dyni“ kennslustofum, en höfum sal og veitingaaðstöðu í Lundarskól- anum. - Hvað er þetta mikil starf- semi í skólunum? - Við erum með svokallað opið hús tvisvar í viku á hvorum stað og einnig höfum við að- stöðu til að halda fundi og ráð- stefnur fyrir félög. - Taka krakkarnir almennt þátt í þessu? - Það er mikil þátttaka í þess- ari starfsemi hjá okkur en því miður ekki nægilega almenn. Ég álít að á milli 40 og 50% af krökkunum komi einhvern tíma inn í okkar starfsemi. Við höfum ekki náð til ákveðins hóps sem ekki sættir sig við skipulögð félagsstörf eins og við erum með, svo eru margir sem eru í íþróttum en þær eru mjög sterk tómstundaiðja. - Eru Dynheimar hugsaðir sérstaklega fyríreldri krakkana? - Nei, nei. Dynheimar eru fyrir alla krakka upp í 18 ára aldur og Dynheimar verða alls- áfram mætti telja eins og t.d. Andrésar andar leikana en þar komum við inn í framkvæmd- ina. - Hvað ert þú búinn að starfa lengi að þessum málum? - Ég byrjaði sem dyravörður og alhliða reddari, ætli ég sé ekki búinn að vera við þetta hús í 12 ár að undanskildum þremur árum sem ég var starfsmaður við Félagsmiðstöðina í Lundarskóla þegar hún var að komast á lagg- irnar. - Hafa unglingarnir breyst mikið á þessu tímabili? - Já, t.d. hefur aldurinn á þeim krökkum sem eru að skemmta sér færst talsvert niður á við, a.m.k. alveg tvö ár. Krakkar 13-14 ára í dag eru farnir að skemmta sér eins og 16 ára krakkar gerðu fyrir um 10 árum. Krakkar í dag eru frjáls- legri, hressari og opnari en þeir voru áður fyrr, en því miður er ævintýralegur frekjugangur í sumum þeirra, en það eru sem betur fer undantekningar. af og til að skvetta í sig brenni- víni. Það virðist bara vera eitt- hvað sem við verðum að sætta okkur við að sé staðreynd. Þetta er mál sem við erum alltaf að reyna að berjast gegn og erum að reyna að fá fólk til að vinna með okkur að því. Það eina sem við getum gert er að fá leiðbein- endur til að reyna að hafa áhrif á krakkana. Við getum ekki haft áhrif á krakka sem við náum ekki til. - Er þetta skemmtilegt starf? - Stundum er þetta alveg ævintýralega skemmtileg vinna. Hún er hins vegar ákaflega þreytandi og t.d. mun erfiðari en járniðnaður sem ég hef unnið við. Þetta er krefjandi starf, það er nánast aldrei frí og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða páska, jól eða gamlárskvöld, þetta er vinna frá því maður vaknar og þar til maður sofnar, en lífleg vinna og ákaflega skemmtileg. - Þakka þér fyrir spjallið, Dyni. - Sömuleiðis, blessaður. gk-. Stúlkurnar í fegurðarsamkeppni Akureyrar báru skartgripi frá ’Jlóku.veióLiLn £teinunnai Hafnarstræti 98 ■ Akureyri • Sími (96) 22214 ■ Konur - Karlar Skólar - Vinnuveitendur ★ Er jafnrétti karla og kvenna sjálfsögð mannréttindi? ★ Hvenær og hvernig mótast viðhorfin? ★ Eru störf kvenna mannkyninu minna virði en störf karla? ★ Hvers vegna eykst launamunur með aukinni menntun? Handhægar upplýsingar og staðreyndir um misrétti kynjanna. Fræðsluritið Jafnrétti eða hvað fæst 1 helstu bókaverslunum landsins. Jafnréttisnefnd Akureyrar. Eigum fyrirliggjandi flestar gerðir af Toyota bifreiðum. BLÁFELLS K DRAUPNISGÖTU 7A AKUREYRI — SÍMI 96-21090

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.