Dagur - 19.04.1985, Síða 13
19. apríl 1985- DAGUR - 13
Rökkurkórim í Borgarbíói
Rökkurkórinn Skagafirði,
heldur söngskemmtun í Borg-
arbíói Akureyri, laugardaginn
20. apríl kl. 14 og í Ýdölum í
Aðaldal sama dag kl. 20.30.
Þetta er fimmtíu manna
blandaður kór sem er með
þessu ferðalagi að ljúka sínu
vetrarstarfi.
Stjórnandi kórsins er Stefán
Gíslason og undirleikari:
Rögnvaldur Valbergsson.
Einsöngvarar eru: Þuríður
Þorbergsdóttir, Sigríður
Guðmundsdóttir og Sigfús
Pétursson.
Nýjasta
hártískan
Hársýning verður í Sjallanum
annað kvöld á vegum CVS
klúbbsins. Sýningin hefst kl.
21.30 með því að hárskerar og
hárgreiðslumeistarar á Akur-
eyri taka til við að snyrta sín
módel samkvæmt útgefinni
sumarlínu í hártískunni.
Kynnir verður Torfi Geir-
mundsson, hársnyrtir frá
Reykjavík.
Föstudaginn 26. apríl verð-
ur 16. skemmtunin með
„Ómar í aldarfjórðung“. Að
öllum líkindum allra, allra síð-
asta skiptið. Uppselt hefur
verið á allar skemmtanirnar til
þessa og þegar er byrjað að
taka við pöntunum á þessa
allra, allra síðustu skemmtun
með Ómari að sinni.
Kammerblásarasveit
Tónlistarskólans:
Tónkikar
Kammerblásarasveit Tónlist-
arskólans á Akureyri heldur
tónleika í Akureyrarkirkju nk.
sunnudag kl. 17. Þetta eru aðr-
ir tónleikar hljómsveitarinnar
á þessu starfsári.
Á efnisskránni verða verk
eftir Mendelssohn, Mozart,
Gossec o.fl.
í hljómsveitinni er leikið á
málm-, tré- og ásláttarhljóð-
færi í margs konar flokkum
frá 8 til 20 manna. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er Roar
Kvam.
Aðgöngumiðar verða seldir
við innganginn.
Knattspyma
á Sanavdli
Bikarkeppni Knattspyrnuráðs
Akureyrar sem er fyrsta knatt-
spyrnumót ársins utanhúss er
að hefjast, og verða fyrstu
leikirnir nú um helgina. Leikið
verður á Sanavelli.
í mótinu taka að þessu sinni
þátt fjögur lið, Akureyrarliðin
Þór, KA og Vaskur, og 2.
deildar lið Leifturs frá Ólafs-
firði.
Fyrsti leikur mótsins verður
á morgun kl. 16 en þá leika
KA og Vaskur. Á sunnudag
leika svo KA og Leiftur og
hefst sú viðureign kl. 14.00.
Alþjóðaár æskunnar í Dynheimum:
Sauðkrœkingar
troða upp
Það verður mikið um að vera
í Dynheimum í kvöld. Þá
troða þar upp nemendur úr
framhaldsskólunum á Sauðár-
króki með atriði úr söng-
leiknum Gretti eftir Egil
Ólafsson. Til aðstoðar við
flutning verður hljómsveitin
Metan frá Sauðárkróki.
Að sögn Steindórs Stein-
dórssonar, forstöðumanns
Dynheima er þetta einn liður
í alþjóðaári æskunnar á Norð-
urlandi og liður í því að auka
tengsl unglinga frá hinum
ýmsu byggðarlögum.
Auk söngleiksins mun
hljómsveitin Metan leika fyrir
dansi og eins verður boðið upp
á diskótek.
Bœjakeppni
í krajtlyftingim
Bæjakeppni í kraftlyftingum
verður haldin um næstu helgi.
Á Akureyri verður keppt í
Lundarskóla og hefst keppni
kl. 14 á laugardag.
Bæjakeppnin hefur leyst fé-
lagsíiðakeppnina af hólmi.
Keppnisfyrirkomulag er með
þeim hætti að hvert félag
keppir í eigin æfingahúsnæði.
Fimm manna sveit keppir fyrir
hvert bæjarfélag og ræður
sameiginleg stigagjöf úrslitum.
Fyrir hönd Akureyrar
keppa í A-sveit Kári Elíson,
Víkingur Traustason, Flosi
Jónsson og feðgarnir Jóhannes
Hjálmarsson og Jóhannes M.
Jóhannesson. Akureyringar
eiga titil að verja og ættu að
vera möguleikar á því þar sem
hvorki Jón Páll né Torfi Ólafs-
son verða með Reykjavíkur-
sveitinni.
Auk þeirra kraftlyftinga-
manna sem taldir voru upp hér
að framan, munu keppa þeir
Konráð Jóhannsson, Haukur
Ásgeirsson og Aðalsteinn
Kjartansson og verður gaman
að fylgjast með hvort Konráði
tekst að ná betri árangri á
stigum en einhverjum þeirra
sem skipa A-sveitina.
íslandsmót
fatlaðra
Nk. laugardag og sunnudag
verður haldið í íþróttahöllinni
á Akureyri íslandsmót fatl-
aðra.
Mótið verður sett á laugar-
dagsmorgun kl. 9.00 og strax
á eftir hefst mótið. Á laugar-
dag verður keppt í boccia.
langstökki. hlaupum. borð-
tennis. boltakasti og hástökki.
Á sunnudag verður keppt í
bogfimi, kúluvarpi og lyfting-
um. og síðan fara fram úrslit í
boccia, hlaupum og hástökki.
Kl. 16.00 á sunnudag verður
hálfgert marathon á Þórunnar-
stræti ofan Menntaskóla, þar
sem allir geta tekið þátt með
því að ganga. hlaupa, hjóla
eða aka í hjólastól. Þátttak-
endur í þessu móti verða um
180 talsins.
Lionsklúbburinn Hængur á
Akureyri sér um framkvæmd
þessa móts fyrir íþróttasam-
band fatlaðra.
Bæjarbúar eru hvattir til að
koma við í Höllinni um helg-
ina og fylgjast með keppni
fatlaðra. Áðgangseyrir er
enginn.
Lamba-
gangan
Hin árlega Lambaganga verð-
ur háð á morgun, og hefst kl.
12 á hádegi.
Gangan hefst á Súlumýrum.
beint upp af öskuhaugunum á
Glerárdal. en þangað er um 20
mínútna gangur. Gengið verð-
ur í tveimur flokkum, annars
vegar þeir sem mæta til þess að
..trimma" og svo verður flokk-
ur fyrir þá sem vilja fá tíma-
töku og keppa til verðlauna.
Leiðin sem gengin verður er
alls um 25 km og verður leiðin
sporuð og merkt. Allir þátt-
takendur munu fá viðurkenn-
ingarskjal. Hægt er að skrá sig
við upphaf göngunnar eða í
síma 22722.
minningarsjóður sem
stofnaður var árið 1960 og
hcfur aðaltekjur sínar af
sölu minningarspjalda.
Minningarsjóður Hlífar
hefur einnig styrkt Barna-
deild F.S.A. og má nefna
að sjóðurinn hefur gefið
sjónvarp og myndbands-
tæki sem stytt hefur stundir
margra barna, einnig hefur
sjóðurinn gefið skírnar-
font, skírnarskál og skírn-
arkjól, barnavagn, leik-
föng, bækur og klukkur og
Merkjasöludagur hjá Kvenfélaginu Hlíf:
Styrkja BamadeUd F.S.A.
Á morgun, laugardag er ár-
legur merkjasöludagur
Kvenfélagsins Hlífar á Ak-
ureyri, en ágóðann hyggst
félagið nota til kaupa á
monotortæki fyrir Barna-
deild F.S.A. En tæki þetta
er notað til að fylgjast með
öndun og hjartslætti ungra
barna og er þeim kostum
búið að það gefur frá sér
hljóðmerki ef hjartsláttur
fer upp fyrir ákveðið mark
og einnig ef hann fer niður
að ákveðnu lágmarki.
Kvenfélagið Hlíf er
stofnað 4. febrúar 1907 og
hefur alla tíð unnið að líkn-
armálum. Árið 1950 stofn-
aði félagið barnaheimilið
Pálmholt og rak til ársins
1972 er reksturinn varð fé-
laginu ofviða og var Akur-
eyrarbæ þá gefið heimilið.
Þar sem félagið hafði ein-
beitt sér að málefnum
barna var talið liggja beint
við að snúa sér að Barna-
deild F.S.A. og hefur fé-
lagið styrkt deildina með
tækjagjöfum frá árinu
1973. Hefur oft verið um
stórgjafir að ræða sem
komið hafa sér vel.
f fyrra gaf félagið vökva-
dælu og árið þar á undan
öndunarvél, frá fyrri árum
má nefna gjafir eins og
hitakassa, upplífgunar-
borð, súrefnismæli, Ijósa-
lampa sem notaður er fyrir
börn sem fæðast með mikla
gulu, vökvadælu, blóð-
þrýstingsmæli, blöndun-
arkrana fyrir súrefni og
loft, húðsúrefnismæli,
vöggur með perum í botni
til upphitunar og margt
flcira. Ailt eru þetta gjör-
gæslutæki, en á Bamadeild
F.S.A. er gjörgæsla fyrir
fyrirbura og hafa 10 börn
verið á gjörgæslu deildar-
innar frá áramótum.
Á Barnadeild F.S.A. eru
rúm fyrir 10 börn, allt frá
nýburum upp í 14 ára aldur
og cr deildin eina barna-
dcildin á Norðurlandi og
þjónar þvf öllu, þangað
koma því börn víða að.
Merkjasalan er sú fjár-
öflunarleið sem Hlíf hefur
mest trcyst á undanfarin ár
og er svo enn, en að auki
mun félagið nú halda
sumarmálaskemmtun fyrir
alla fjölskylduna á sumar-
daginn fyrsta, þar sem boð-
ið verður upp á ýmis
skemmtiatriði sem að lík-
indum vcrða að mestu í
höndum bama.
Kvenfélagskonur eru nú
skráðar rúmlega 50, en um
30 em virkar í starfi, vilja
þær gjarnan gera félags-
skapinn fjölbreyttari en
slíkt gerist ckki nema fleiri
konur komi til liðs við þær
og taki þátt. í tengslum við
kvenfélagið er starfandi
margt tleira.
Eins og áður segir mun
ágóða af merkjasölunni
varið til að kaupa monotor-
tæki er fylgist með hjart-
slætti og öndun, en að sögn
forráðamanna Barnadeild-
ar auðveldar tæki þetta
mjög alla hjúkrun og kem-
ur sér ákaflega vel, er því
um mjög aðkailandi verk-
efni að ræða. Bæjarbúar
eru hvattir til að styrkja
gott málcfni og kaupa
merki sem kostar aðeins 50
krónur. - mþþ
Á morgun er árlegur merkjasoludagur Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri, en ágóðanum er
varið til tækjakaupa fyrir Harnnricild F.S.A. Hér eru Sesselía Gunnarsdóttir varaformaður
fclagsins, Baldur Jónsson bamalæknir og Kristjana Jónsdóttir formaður Hlífar við hluta af
þeim tækjum scm gefin hafa verið á undanförnum árum, m.a. niá sjá öndunarvcl og súr-
efniskassa. KGA