Dagur - 29.04.1985, Page 1
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 29. apríl 1985
47. tölublað
GULLSMKXR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
FERMINGAR-
Vélarúmshermir Verkmenntaskólans:
Strandaður í kerfinu
- „Jafnast á við að ræna rófum úr garði nágrannans
ef Reykvíkingar fá herminn en við ekki,“
segir skólameistari Verkmenntaskólans
Vélarúmshermirinn sem sam-
þykkt var að kaupa fyrir Verk-
menntaskólann á Akureyri
virðist hafa siglt í strand í kerf-
inu. Þrír mánuðir eru liðnir
síðan samningar við hinn er-
Ienda framleiðanda voru
undirritaðir en síðan hefur
ekkert gerst í málinu.
Það var í lok janúar að bæjar-
stjóri undirritaði samninginn um
kaup á herminum með fyrirvara
um endanlegt samþykki bæjar-
stjórnar. Samkvæmt samningum
á milli ríkis og bæjar átti Akur-
eyrarbær að greiða 40% kaup-
verðs en ríkið 60%. Samkvæmt
heimildum Dags hefur véla-
rúmshermirinn verið að velkjast
í nefndum í bæjarkerfinu og
ástand mála mun vera svipað hjá
ríkinu. Þetta er sýnu alvarlegra
vegna þess að Vélskólinn í
Reykjavík mun hafa hug á að
verða sér úti um vélarúmshermi
í samkeppni við Verkmennta-
skólann. "
Vegna þessa sneri Dagur sér til
Bernharðs Haraldssonar, skóla-
meistara Verkmenntaskólans og
innti hann eftir stöðu mála:
- Það er rétt að þetta mál hef-
ur verið óþarflega lengi í athugun
bæði í bæjarstjórn og hjá mennta-
málaráðuneytinu. Samþykktir
bæjarráðs og bæjarstjórnar síðan
í október í fyrra eru ótvíræðar en
samt hefur ekkert gerst. Eg vek
athygli á því að með hverri vik-
unni sem líður minnka möguleik-
ar okkar á að fá þennan hermi.
Verði vélarúmshermir settur
upp við Vélskólann í Reykjavík
gæti það eyðilagt okkar mögu-
leika. Um leið gætum við misst af
einstöku tækifæri til að afla okk-
ur nýrrar tækniþekkingar sem
komið gæti ýmsum þáttum at-
vinnulífsins til góða og fært gæti
Akureyringa í forystu á a.m.k.
einu sviði skólamála í landinu,
sagði Bernharð Haraldsson.
Bernharð benti jafnframt á að
hugmyndin að þessum véla-
rúmshermi hefði fæðst á Akur-
eyri. Vinnan við upplýsingaöflun
og könnun á tækinu hefði verið
unnin af starfsmönnum Verk-
menntaskólans. Mikill kostnaður
og umtalsverður tími hefði farið
í þetta og sér þætti því miður, svo
ekki væri sterkar til orða tekið, ef
þessi hugmynd yrði svo að veru-
leika í Reykjavík en Akureyring-
ar sætu eftir með fyrirhöfnina
eina í malnum.
- Það jafnast á við að ræna
rófum úr garði nágrannans, sagði
Bernharð Haraldsson. - ESE
KEA-popp
í Höllinni
í tilefni af ári æskunnar ætlar
Kaupfélag Eyfirðinga að efna
til popptónleika í IþróttahöII-
inni á Akureyri á föstudags-
kvöld. Aðalfundur kaupfélags-
ins verður haldinn um þessa
helgi og venjulega hefur aðal-
fundarfulltrúum verið boðið
að sækja leiksýningu eða söng-
Vegaframkvæmdir í Vaðlareit:
Tjón á trjá-
vanmetið
gióðri
- Það er alveg Ijóst að tækni-
deild Vegagerðarinnar hefur
gert mistök þegar það var áætl-
að hvað færi mikið af trjám
undir vegagerðina í Vaðia-
reitnum. Þessi áætlun stenst
ekki og vegarstæðið virðist
ætla að verða umfangsmeira
en okkur var gerð grein fyrir,
sagði Hallgrímur Indriðason,
framkvæmdastjóri Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga í samtali
við Dag er hann var inntur eft-
ir þessu máli.
Hallgrímur sagði að Skógrækt-
arfélag Eyfirðinga liti þetta mál
mjög alvarlegum augum og nú
yrði að leita leiða til að draga úr
frekara tjóni.
- Við munum leita samstarfs
við Vegagerðina um þetta. Það
er okkur einnig mikið kappsmál
að fá að hafa hönd í bagga um
hvernig gengið verður frá vegar-
stæðinu þegar framkvæmdum
lýkur. Við munum ekki sætta
okkur við að aðeins verði þarna
sáð grasfræði, heldur viljum við
græða svæðið upp með trjá-
gróðri, sagði Hallgrímur Indriða-
son.
Hallgrímur kvað of snemmt að
kveða upp úr með hve mikið tjón
hefði orðið í Vaðlareitnum um-
fram það sem ráð var fyrir gert.
Það mál yrði að kanna síðar.
- ESE
skemmtun að kvöldi beggja
fundardaganna. Nú verða
hverjum fulltrúa afhentir þrír
miðar á popptónleikana og
ætlast til þess að þeir gefi þá
ungu fólki. Samtals er þarna
um rúmlega 600 miða að ræða
og stefnt verður að því að fylla
húsið með öðrum hætti.
Það verða Jakob Magnússon
og hljómsveit hans ásamt Ragn-
hildi Gísladóttur sem koma fram
á þessum „æskuárs“-tónleikum
kaupfélagsins. Einnig mun félagi
Jakobs og Stuðmaður Valgeir
Guðjónsson skemmta á tónleik-
unum. Tónleikarnir hefjast kl. 21
á föstudagskvöldið.
Eins og áður sagði fá allir aðal-
fundarfulltrúar afhenta þrjá miða
við upphaf fyrri fundardagsins,
sem þeir geta ráðstafað eins og
þeim best þykir, en í frétt frá
KEA er hvatt til þess að sem
flestu ungu fólki gefist kostur á
að sækja þessa hljómleika. HS
Frítt fall. Þessi mynd er tekin í tæplega tíu þúsund feta hæð yfir Akureyri.
Hér falla þeir Ómar Þór Eðvaldsson og Steindór G. Steindórsson „frítt“
áður en þeir opna fallhlífar sínar. Fyrir neðan þá má sjá Vaðlaheiðina og
neðst á myndinni sést norðurendi flugbrautarinnar. Þriðji stökkvarinn, Sig-
urður Baldursson tók myndina.
Kranavatn á fernur til útflutnings:
„Vonum að þetta verði
sannkallaður „gullkrani“
segir Þórarinn Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri á Akureyri
„Við vonum að þetta verði
sannkallaður „gullkrani“,
sagði Þórarinn E. Sveinsson,
mjólkursamlagsstjóri á Akur-
eyri um vatnspökkunarfyrir-
tækið Akva sf. sem stofnað
hefur verið á Akureyri. Ætlun-
in er að vatnið verði tekið
beint úr krana í Mjólkursam-
lagi KEA. Vatnið kemur ofan
úr Hlíðarfjalli. Til að byrja með
gæti orðið um 2 milljónir lítra
að ræða á ári, sem seldir yrðu
í um 10 þúsund einingum.
„Þetta vatn stenst gæðakröfur
og allt bendir til þess að þetta
gangi upp. Vatnið verður selt í
fjórðungs og hálfs lítra fernum.
Við teljum okkur komna það
langt í þessu máli að næsta skref
sé að senda prufur.
Markaður er töluverður í
Evrópu og einnig hefur verið
hugsað til markaða í fjarlægari
löndum, þ.e.a.s. í Arabalöndun-
um. Sem dæmi um markaði sem
gætu verið að opnast í enn stærri
stíl í Evrópu get ég nefnt að blöð
í Danmörku eru um þessar
mundir uppfull af fréttum af
menguðu grunnvatni þar í landi.
Flutningskostnaður yfir hafið er
að vísu mikill, en við teljum að
þetta eigi að geta gengið upp,“
sagði Þórarinn.
Eignaraðilar að þessu nýja
fyrirtæki eru kaupfélög á svæðinu
frá Hvammstanga að Húsavík,
auk sölufélagsins á Blönduósi.
Nú er bara að bíða og sjá hvort
ekki verður fljótlega farið að
framleiða hvítvín úr allri mys-
unni sem leggst til og selja það á
fernum. HS