Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 4
•YHÍIAr’ .. Í’OOÍ- 4 - DAGUR - 29. apríl 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Málefnafesta í stjórnmálaályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins segir að höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnmála sé að varðveita frjálst velferðar- þjóðfélag á íslandi, þar sem manngildið er metið ofar auðgildinu og þjóðfélagslegt rétt- læti ríkir. Þessi stefnumið aðgreina Fram- sóknarflokkinn meira en flest annað frá Sjálf- stæðisflokknum, sem í auknum mæli aðhyllist frjálshyggju- og auðmagnskenning-ar. Sú að- greining er ítrekuð, en í framhaldi af þessu segir í ályktuninni: „Fundurinn varar sterklega við blindri trú á öfgakenndar kennisetningar frjálshyggju og sósíalisma. Oftrú á eitt rekstrarform í at- vinnulífinu er andstætt grundvallaratriðum í stefnu Framsóknarflokksins. Flokkurinn mun standa vörð um meginstoðir blandaðs hag- kerfis sem felst í heilbrigðu einkaframtaki, öflugum samvinnufélögum og hagkvæmum opinberum rekstri þar sem hans er þörf. “ í stjórnmálaályktun miðstjórnar Framsókn- arflokksins er síðan tekið á nokkrum þeim málum sem ofarlega eru í þjóðmálaumræð- unni í dag og þar segir m.a. um kjaramálin: „Framsóknarflokkurinn telur mikilvægara en nokkru sinni fyrr að með samráði aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins takist að jafna launakjör og aðstöðu fólksins í landinu. Sérstaka áherslu leggur flokkurinn á að bæta kjör þeirra, sem við lökust lífskjör búa. Flokkurinn telur að þróun vaxtamála hafi farið úr böndum. Fundurinn telur því brýnt, bæði vegna einstaklinga og atvinnulífs að vaxtastefnan verði endurskoðuð með hóflega raunvexti að markmiði. Á mörgum sviðum leika nýir straumar um þjóðlífið. Á miðstjórnarfundi á Akureyri á síð- asta ári lagði Framsóknarflokkurinn pólitísk- an grunn að þeirri nýsköpun sem nú er að hefjast í atvinnumálum íslendinga. Þar ber hæst tillögur um að 500 milljónum króna af ríkisfé verði varið til nýsköpunar. “ Þá segir í ályktuninni að meira en tímabært sé að taka næstu skref til aðstoðar fyrirtækjum sem teljast til nýsköpunar í atvinnulífi og selja á erlendan markað. Meðal þess sem gera þurfi er að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af stofnkostnaði, fella niður tekjuskatt í 5 ár, fella niður söluskatt og verð- jöfnunargjald á raforku, hvatt verði til aukinn- ar rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækja með beinum skattafrádrætti og/eða mótfram- lagi úr ríkissjóði, leitað verði leiða til að örva samvinnu innlendra og erlendra fyrirtækja, komið á fót samkeppnis- og útflutningslána- kerfi og endurskoða lög um ríkisábyrgð þann- ig að því kerfi megi beita til hvatningar ný- sköpunar í atvinnulífinu. Málefnafesta og beinar tillögur til úrbóta einkenna stjórnmálastefnu Framsóknar- flokksins. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins: Tillögur í húsnæðismálum Um leið og vísað er til stefnu Framsóknarflokksins í húsnæðis- málum leggur miðstjórnarfundur haldinn 19.-21. apríl 1985 áherslu á eftirfarandi: Umbætur í tíð nú- verandi ríkisstjórnar Sérstök athygli er vakin á nokkr- um mikilvægustu umbótum sem framkvæmdar hafa verið í hús- næðismálum í tíð núverandi fé- lagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar: 1. Samþykkt hefur verið ný húsnæðislöggjöf sem felur í sér margþættar endurbætur á eldri löggjöf og ýmsar nýj- ungar í húsnæðismálum. 2. Ríkissjóði er nú skylt að leggja fram eigi lægri fjár- hæð en 40% af samþykktri útlánaáætlun Byggingasjóðs ríkisins viðkomandi ár. 3. Lánstími húsnæðislána hefur verið lengdur verulega. Lánstími nýbyggingalána var Iengdur úr 26 í 31 ár. Lán til kaupa á eldra hús- næði voru lengd úr 15 í 21 ár. 4. Húsnæðislánin hækkuðu um 50% frá ársbyrjun 1984. 5. Veitt voru 50% viðbótarlán til þeirra sem fengu lán árin 1982 og 1983. 6. Biðtími útborgunar á lánum til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð hefur verið styttur um helming. 7. Lán til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn eru nú greidd út í tvennu lagi en voru áður greidd í þremur áföngum. 8. Á árinu 1983 fór fram skuldbreyting á lánum þeirra sem áttu í erfiðleikum vegna skammtímalána í bönkum og sparisjóðum. Lánstíminn var lengdur og mörg smærri lán voru sameinuð í eitt. 9. Á árinu 1983 var fólki gefinn kostur á 25% frestun á greiðslum af húsnæðislánum ársins 1983. 10. Komið hefur verið á ráð- gjafaþjónustu fyrir húsbyggj- endur í greiðsluerfiðleikum. Ráðgjafaþjónustan hefur veitt viðbótarlán og skuld- breytt lánum. 11. Utborguð lán úr Bygginga- sjóði ríkisins hækkuðu milli áranna 1983-84 um rúmlega 124% eða 84% hækkun mið- að við fast verðlag. Brýnustu verkefni í húsnæðismálum Framsóknarflokkurinn telur brýnt að leggja nú þegar áherslu á eftirfarandi: 1. Til viðbótar þeirri ráðgjöf sem nú er fyrir hendi, skal veita fyrirbyggjandi ráðgjöf. Áður en fólk kaupir eða byggir íbúð geti það fengið upplýsingar og ráðgjöf til að auðvelda rétta ákvörðunartöku. Ráðgjafa- þjónustan verði veitt um allt land. 2. Tryggja þarf að greiðslubyrði af lánum aukist ekki frá því sem hún er þegar lán eru tekin. í því skyni ber tafar- laust að samþykkja frumvarp félagsmálaráðherra um greiðslujöfnun vegna mis- gengis lánskjara og launa. 3. Tekinn verði upp fastur skattafrádráttur fyrir hús- byggjendur og kaupendur. 4. Lán til þeirra sem kaupa hús- næði í fyrsta sinn hækki veru- lega frá því sem nú er. Veitt verði tvisvar sinnum fullt lán til öflunar eigin húsnæðis. Lýst er stuðningi við reglur um stærðarmörk íbúða sem félagsmálaráðherra hefur ný- lega samþykkt. 5. Almenningi verði gefinn kost- ur á að stofna sérstaka bundna sparireikninga með skattaaf- slætti við innlánsstofnanir, í þeim tilgangi að það fé sem þannig sparast, verði notað til öflunar eigin íbúðarhúsnæðis. Innlánsstofnunum verði gert skyit að ráðstafa hluta af því fé sem þannig sparast til Bygg- ingasjóðs ríkisins. 6. Fjármögnun hins opinbera húsnæðiskerfis verði tekin til endurskoðunar. M.a. verði lögð áhersla á að tryggja hæfi- legt fjárstreymi frá lífeyris- sjóðum og innlánsstofnunum með reglubundnum verð- bréfakaupum þeirra af bygg- ingasjóðunum. Framtíðarmarkmið - Ný viðhorf Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á ný viðhorf í húsnæðis- málum. í framtíðarstefnumörkun verði áhersla lögð á eftirtalin atriði: 1. Lagður verði meiri þungi á „húsnýtingastefnu" meðal annars með hærri lánum til kaupa á eldra húsnæði. 2. Könnuð verði hagkvæmni í stofnun sérstaks húsnæðis- banka, er taki yfir sem flesta þætti húsnæðismála, þ.á m. Byggingasjóð ríkisins, Bygg- ingasjóð verkamanna og Veðdeild Landsbanka íslands. 3. Framsóknarflokkurinn vill stuðla að því að sem flestir geti búið í eigin húsnæði af hæfilegri stærð. Húsnæðis- málum þeirra sem ekki vilja eða hafa fjármagnslegt bol- magn til þess að byggja eða kaupa húsnæði, þarf að sinna betur. Gera þarf öflugt átak í byggingu ódýrra leigu- íbúða. Bygging félagslegra íbúða hefur ekki náð að fylgja eftir örum breytingum þjóðfélagsins. Pví þarf að auka verulega byggingu fé- lagslegra íbúða fyrir aldr- aða, fólk í langskólanámi, öryrkja o.fl. 4. Styðja þarf betur bygginga- samvinnufélögin sem eru í raun tengiliður milli al- mennra íbúðabygginga og félagslegra bygginga. Bygg- ingasamvinnufélög byggja ódýrustu íbúðirnar á mark- aðinum í dag. Auka þarf verulega lánveitingar til þeirra sem þannig vilja leysa húsnæðismál sín. 5. Sveitarfélögum ber að taka tillit til mikillar eftirspurnar eftir minni íbúðum strax á skipulagsstigi. Minni íbúðir henta vel ungu fólki sem er að hefja búskap, svo og öldr- uðum. Leysa þarf þá þörf sem skapast hefur fyrir íbúð- ir af þessari stærð. 6. Byggingasjóði verkamanna þarf að styðja en æskilegt væri að fara þar inn á nýjar brautir m.a. með því að kaupa eldri íbúðir á almenn- um fasteignamarkaði inn í félagslega íbúðakerfið. 7. Vinna þarf markvisst að því að útborgun í fasteignavið- skiptum lækki verulega frá því sem nú er. Er greiðslu- jöfnunarleiðin álitlegur kost- ur í þessu efni og mun án efa stuðla að slíku. 8. Endurskoða verður reglur um veðhæfni eigna. Sú við- miðun við brunabótamat, sem notuð er almennt í dag tekur ekki mið af markaðs- aðstæðum og er því vafa- - söm. 9. Endurskoða þarf lög um fasteignasölu með það fyrir augum að bæta þjónustu fasteignasala, auka ábyrgð þeirra, bæta upplýsingamiðl- un þeirra og veita viðskipta- mönnum þeirra meira ör- ygg'- 10. Viðskiptabankar veiti bygg- ingariðnaðinum aukin fram- kvæmdalán. 11. Lögð verði áhersla á nýjung- ar í byggingariðnaði er gætu leitt til aukinnar hagkvæmni og lækkunar byggingarkostn- aðar. Aðilum sem vinna að slíku verði veittur styrkur eða hagkvæm lán úr hús- næðiskerfinu. Aukin áhersla verði lögð á leiðir til þess að lækka bygg- ingarkostnað, meðal annars með lækkun aðflutnings- gjalda á byggingarefni og lækkun launaskatts og að- stöðugjalds.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.