Dagur - 29.04.1985, Page 9

Dagur - 29.04.1985, Page 9
slóðinni við að koma flugunni á betri stað. 29. apríl 1985 - DAGUR - 9 Hópflug yfir bæinn. Til vinstri er TF-PIA, lengst til hægri er TF-EGO og á undan henni má sjá TF-BKG og TF-LEO. Myndin er tekin úr TF-ELS, en auk þessara véla voru í fluginu TF-BIO, TF-FKI og TF-SKA. Mynd: KGA Ómar Ragnarsson fetaði í „flugspor“ Húns og lenti Frúnni á blettinum fram- an Dynheima. Flugkynning Þær voru sjö, flugvélarnar sem héldu hópinn yfír Akureyri á laugardagsmorguninn. Flug- hæðin var ekki of mikil, miðað við stund og stað. Kannski ein- hverjir hafi vaknað af værum. Tilefnið var flugkynning þenn- an dag. Við Dynheima var margt á seyði. Fyrir utan stóð sviffluga og olli ýmsum heilabrotum en Furður veraldar? Spáð og spekúlerað í svifflugu. fyrir marga var hún einungis sviffluga. Inni fyrir ægði öllu flug- kyns saman: Flugvélamótorar og aðrir varahlutir, svifdreki, fall- hlífar, flugmódel, myndir af flug- flota bæjarins og fleira. Og kaffi meððí. Svo fréttist af svifflugu. Þar var ofan við höfuð manna sjálfur formaðurinn, Snæbjörn Erlends- son, og fór nokkur wingover og lowpass og fleira. Og lenti fyrir framan Samkomuhúsið. Svo kom Húnn á LEO, og lenti líka. Njósn barst af Ómari - það gat nú verið. Og ekki að sökum að spyrja, Ómar lenti á eftir Húni. Óg fleira og fleira. Það voru alls um eitt þúsund manns sem lögðu leið sína í Dyn- heima á laugardaginn. Flogin voru útsýnisflug með um 300 manns, og var verið að allan daginn, þar til flugvellinum var lokað vegna dimmviðris. Ákaflega vel heppnuð flug- kynning. - KGA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.