Dagur - 29.04.1985, Síða 12

Dagur - 29.04.1985, Síða 12
Atvinnumálaráð- stefna á Raufarhöfn - einkum horft til úrvinnslu sjávarafurða, loðdýraræktar og fiskeldis I gær stóðu sveitarfélögin í Norður-Þingeyjarsýslu fyrir at- vinnumálaráðstefnu, sem hald- in var á Raufarhöfn. Rætt var um atvinnumál vítt og breitt með tilliti til framtíðarmögu- leika á svæðinu.__ World Press Photo til Akureyrar Ljósmyndasýningin World Press Photo, sem þessa dagana er uppi í Listasafni ASÍ, verð- ur hér norðan heiða um næstu helgi, nánar tiltekið í Möðru- völlum M.A. Sýningin mun verða opnuð síð- degis á föstudag og standa fram á mánudag. Á henni eru 137 myndir eftir erlenda fréttaljós- myndara og um 40 eftir íslenska kollega þeirra. Það eru Dagur og Ljósmyndaklúbbur Menntaskól- ans sem standa fyrir komu sýn- ingarinnar hingað norður. - KGA Að sögn Friðfinns K. Daníels- sonar, iðnráðgjafa, sem annaðist ráðstefnustjórn og undirbúning í samráði við heimamenn, er síður en svo nokkur uppgjafartónn í Norður-Þingeyingum. Þeir telja mikla möguleika vera á fiskeldi í Kelduhverfi og Öxarfirði og eitt af baráttumálunum er að fá fé til tilraunaborana í Öxarfirði, en þar er líklega mesta háhitasvæði landsins. Þá horfa menn mjög til loðdýraræktar, sem gæti komið að einhverju leyti í stað sam- dráttar í hefðbundnum landbún- aði. Stofnað hefur verið félag um fóðurstöð á Raufarhöfn. Varð- andi sjávarútveg, sem er höfuðat- vinnuvegurinn í sýslunni, telja menn að auka megi vöruvöndun og þróa úrvinnsluna og fá þannig verðmætari afurðir. Á ráðstefnunni voru flutt fram- söguerindi, Þorsteinn Aðalsteins- son fjallaði um loðdýrarækt, Pét- ur Bjarnason á Hólum um fisk- eldi og Sigurjón Aðalsteinsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, um úrvinnslu sjávarafurða. - HS Freri í höfn á Akureyri. Mynd: KGA Freri verður fvystitogari - Breytingarnar gerðar í Slippstöðinni Slippstöðin á Akureyri hefur samið við útgerðarfélagið Ög- urvík hf. í Reykjavík um að brcyta togaranum Frera RE í frystitogara. Freri hét áður Ingólfur Arnarson og var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Freri kom til Akureyrar fyrir helgina og er talið að vinna við breytingarnar taki a.m.k. fjóra mánuði. Vegna þessa verkefnis sá Slippstöðin sér ekki fært að bjóða í endurbæturnar og við- gerðina á togaranum Bjarna Herjólfssyni sem Útgerðarfélag Akureyringa hefur fest kaup á og í framtíðinni mun 'bera nafnið Hrímbakur EA. - ESE Þau leggja af stað til Portúgal þann 18. maí nk. og taka þátt í Evrópukeppni í hjólreiðum. Það eru Ásta Björk Matt- híasdóttir, Oddur Ólafsson og Sigurður Sigurðsson sem taka þátt í keppninni en þau hafa unnið í landskeppni í hjól- reiðum. Með þeim á myndinni er Vörður Traustason lögregluþjónn. Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Búgreinafélög verða líklega stofnuó „Það kom m.a. fram á þessum fundi að þrátt fyrir eindæma gott veðurfar á síðasta ári blasa við miklir erfiðleikar í land- búnaðinum vegna söluerfið- leika,“ sagði Guðmundur Steindórsson, ráðunautur, um aðalfund Búnaðarsambands Eyjafjarðar, sem haldinn var í síðustu viku. Töluvert var rætt um stofnun búgreinafélaga á svæðinu og miklar líkur á að stofnuð verði hagsmunafélög bæði sauðfjár- og kúabænda í framhaldi af því. „Segja má að bústofn Eyfirð- inga hafi verið nær óbreyttur milli hausta 1983-84, nema hvað lítilsháttar fjölgun varð á naut- gripum. Vegna afburða veðurfars á síðasta ári eiga bændur miklar fyrningar sem ætti að geta dregið úr áburðarnotkun á þessu ári, jafnvel um 15-20%, þannig að töluverðir fjármunir sparast þar. Þá má reikna með að hægt verði að hefja slátt fyrr og fá þannig betri hey, auk þess sem nýting á beit ætti að verða betri,“ sagði Guðmundur. Eins og áður gat standa bænd- ur frammi fyrir erfiðleikum vegna umframframleiðslu og söluerfiðleika á afurðum. Þá hef- ur auk þess orðið samdráttur í sölu neyslumjólkur. Haukur Halldórsson í Svein- bjarnargerði var endurkjörinn formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. HS íslandsmótiö í vaxtarrækt: Sigurður og Aldís meistarar Sigurður Gestsson frá Akur- eyri varð í gær íslandsmeistari í vaxtarrækt á íslandsmótinu sem haldið var á veitingastaðn- um Broadway. Annar Akureyringur var í sviðsljósinu á þessu móti. Aldís Arnardóttir sem nú er búsett í Reykjavík varð íslandsmeistari í kvennaflokki. íslandsmeistari unglinga varð Júlíus Guðmunds- son frá Reykjavík. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. - ESE Sigurður Gestsson. „Hæg breytileg átt,“ sagði veðurfræðingur Veðurstofunnar í morgun. „Þetta verður svipað og verið hefur, litlar breytingar sjáan- legar á næstunni. Það verður einhver smá rigning á köflum þarna fyrir norðan,“ sagði veðurfræðingurinn. # Hverjar voru óheilla- krákurnar? Páll Pétursson frá Höllu- stöðum eða Palle Pedersen fra Hallesteder eins og Árni Johnsen kýs að nefna hann, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum. Á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins á dögunum hélt Páll skorin- orða tölu þar sem hann m.a. gaf samstarfsflokknum og einstaka þingmönnum ein- kunnir. Páll sagði: „Tekist var á við verðbólguna af alvöru og þrótti með glæsi- legum árangri undir myndar- legri forystu Steingríms Her- mannssonar. En síðan skipti um. Hverjar voru þær óheilla- krákur sem ollu þessu? Til áhrifa, of mikilla áhrifa í Sjálf- stæðisflokknum voru komnir nýir menn, aðrir en við mynd- uðum ríkisstjórnina upphaf- lega með. Þeir eru fastir ( kreddum frjálshyggju og þeir vildu láta til sín taka í þjóðfé- laginu. Það var ekki skipt um ráðherra sjálfstæðismanna, sem betur fer og þess vegna stendur þetta stjórnarsam- starf ennþá, en hinir vænu karlar í ráðherraliði Sjálf- stæðisfiokksins hafa látið undan öskuröpum frjáls- hyggjunnar og farið að nudda við að framkvæma hugsjónir þeirra, því miður.“ # Kakan mín og jólin Páll segir að fyrsta frjáls- hyggjuslysið hafi verið þegar Albert asnaðist til að bjóða út ríkisvíxlana. Þorsteinn Páls- son hafl farið að röfla um nýj- an stjórnarsáttmála til þess að hafa áhrif á stjórnarsam- starfið meira í anda frjáls- hyggjunnar. Páll ræðir síðan um verkfallið og vaxtahækkanir og minnir á að vaxtalækkun hafi verið lofað í mars í kjölfar lækk- andi verðbólgu: - Hún er ekki komin ennþá. Hvar er vaxta- lækkunin, ráðherrar góðir og Seðlabankamenn? „Hvenær kemur kakan mín og jólin?“ # Enn rúðubrot Það er víst hætt að teljast fréttnæmt að rúður skuli brotnar á Akureyri um helgar. Nú fyrir viku gerðist slíkt ( nokkrum fyrirtækjum á Eyr- inni og mun hægt að rekja þessl rúðubrot til unglinga sem ekki fengu aðgang á dansleik í Oddeyrarskóla. Það hefur farið illa íkrakkana og rúðurnar voru þá ágætar til að fá útrás á. Miðbærinn mun hafa sloppið að mestu í það skiptið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.