Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 3
3, maí 1985 - DAGUR - 3 Aldarminning Jónasar frá Hriflu Á hundrað ára afmæli Jónasar frá Hriflu, er mér bæði ljúft og skylt að minnast nokkurra ævi- atriða úr lífi og starfi þessa sér- stæða og gáfaða hugsjónamanns í Degi. Jónas er fæddur 1. maí 1885 að Hriflu í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Voru for- eldrar hans hjónin Jón Kristjáns- son og Rannveig Jónsdóttir, bæði af traustu og gáfuðu bændafólki komin. Jónas ólst upp í foreldrahúsum við hin algengustu sveitastörf þeirra tíma. Á unga aldri stóð hugur hans mjög til mennta, og las hann allt, sem hægt var að komast yfir af góðum bókum. Norðurlandamál og ensku lærði hann mest af sjálfum sér. Hann hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1903, þá 18 ára gamall og lauk þaðan burtfararprófi tví- tugur að aldri með lofsamlegum vitnisburði, og braust þegar til meiri mennta. Næstu árin stund- aði hann nám í Askov, Kaup- mannahöfn, Berlín, London, Oxford og París. Þá Iá leiðin heim til íslands, og kenndi hann einn vetur við unglingaskóla í heimabyggð sinni, en hélt utan næsta haust og stundaði nám við kennaraskóla í Kaupmannahöfn' árin 1907-1908. Eftir þessar námsdvalir á er- lendri grund, og ferðalög víðs vegar um álfuna, hélt hann enn á ný til íslands. Gerðist hann þá kennari við Kennaraskólann í Reykjavík í næstum áratug, en skólastjóri við hinn nýstofnaða Samvinnuskóla 1918. Pví starfi gegndi hann við mikinn orðstír og vinsældir til ársins 1955, að eftir Ama Bjamarson fáum árum undanskildum, er hann var í ríkisstjórn. Jónas var landskjörinn þing- maður 1922, og sat sem slíkur á þingi til 1933, er Suður-Þingey- ingar kusu hann, en þar átti hann sæti til 1946. Hann var dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra 1927-1931 og síðan 1931-1932. Formaður Framsóknarflokksins 1934-1944. Ritstjóri Skinfaxa, málgagns ungmennafélaganna og Samvinnunnar var hann um langt árabil, og hóf bæði þau rit til vegs og virðingar með ritleikni sinni og hugsjónaauðgi. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Framsóknarflokksins, og tveggja vikublaða hans, Tímans í Reykjavík og Dags á Akureyri. í þau ritaði hann meira en nokk- ur annar, og gerði þau að áhrifa- ríkum málgögnum, stórveldi í ís- lenskum stjórnmálum. Á stuttu valdaskeiði Jónasar sem ráðherra, voru fleiri stórvirki framkvæmd í landinu að hans forgöngu en nokkru sinni áður hefir þekkst. Tæplega er hægt að nefna nokkur umbótamál á árun- um 1927-1932 sem hann átti ekki hlut að. Hann átti hugmynd að byggingu héraðsskólanna og ann- arra menntastofnana við heitar laugar víðs vegar um byggðir landsins. Með tilkomu þeirra varð menningarbylting í sveitun- um, sem alþýðufólk mun búa að um alla framtíð. Jónas var frumkvöðull að byggingu Þjóðleikhússins, Há- skólans, Sundhallar Reykjavík- ur, Arnarhvols, strandferðaskip- anna. Hann vann að stofnun Menningarsjóðs, stórauknu sam- starfi við vestrænar þjóðir og ekki síst íslendinga í Vestur- heimi. Hann var foringi þeirrar sveitar, sem vann að lýðveldis- stofnun á íslandi og aðskilnaði við Dani, svo aðeins sé minnst á fáein mál. Saga jafn stórbrotins afreks- manns sem Jónasar Jónssonar verður að sjálfsögðu ekki rakin í stuttu máli. Hann var á svc mörg- um sviðum yfirburðamaður. Gáf- ur hans og þekking á mönnum og málefnum var með eindæmum. Starfsþrek hans var ótrúlegt. Hann var alla ævi sístarfandi, leitandi að verkefnum. Með rit- snilld sinni og frábærri ræðu- mennsku vakti hann hálfsofandi, fátæka og fákunnandi þjóð til starfa. Allir sem kynntust honum hlutu að hrífast af eldmóði hans og baráttuhug. Og þótt hann hyrfi úr ráðherrastóli hélt hann vöku sinni og starfaði af sama ákafa að hugsjónamálum sínum bæði í ræðu og riti. Jónas Jónsson var gæfumaður í lífinu. Hann var kvæntur mikil- hæfri, gáfaðri og glæsilegri konu, Guðrúnu Stefánsdóttur frá Granastöðum í Köldukinn. Var heimili þeirra landskunnugt af þeirri gestrisni og hlýju, sem best þekkist, og heimilislíf þeirra fyrirmynd. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Auði og Gerði, báð- ar búsettar í Reykjavík. Jónas lést að heimili sínu, Há- vallagötu 24 í Reykjavík, 19. júlí 1968, 83 ára að aldri. Með hon- um hvarf af sjónarsviðinu mesti hugsjónamaður þjóðarinnar á þessari öld. Árni Bjarnarson. Verksmiðju- Verksmiðjuútsalan hófst í morgun í kjaUaranum Hrísalundi 5. Lágt verð á buxum, skóm, jökkum, peysum, sængum og koddum, hespulopa o.fl. o.fl. Útsalan í kjallaranum Hrísalundi 5. SÍMI (96) 21400 Jónas Jónsson frá Hriflu. Föstudagur 3. maí: KjaUarinn: Opið í hádeginu og á kvöldin alla daga. Réttur dagsins á vægu verði. Dúettinn Ándri Bachmann og Grétar Örvarsson skemmta á sunnudag og mánudag. Opnað kl. 20.00. Fjölbreyttur matseðill. Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson skemmtir einn og sér Sjallagestum kh 23. Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir leika lögaf væntanlegri hljómplötu, ásamt hljómsveit sinni. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi með aðstoð diskóteks. Laugardagur 4. maí: Örfá sæti laus á svölum fyrir matargesti. Jakob og Ragnhildur skemmta eins og þeim einum er lagi . Hljómsveit Ingimars letkur fvrir dansi ásamt diskóteki. Mánasalur: Opið í hádeginu og á kvöldin nlln dagn, Uppselt í mat á laugardag. SjóMifM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.