Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 14
14- DAGUR-3. maí 1985
Við œtlum aðeins að
halda áfram umfjöllun
um tunglið hér í Degi
og víkjum fyrst að
veðurspám og hver
áhriftungl og sjávarföll
hafa á veðráttuna, en
það eru ótal margir
sem spá í veðrið eftir
því hvernig tunglið er.
Einnig mun aðeins
fjallað um tunglið eins
og það komfyrir í eldri
sögnum. En fyrst er
það tunglið og veðrið.
0 Tunglið
og veðrið
Ef tungl kviknar í suöri þá er það
„gott tungl“, úr þeirri átt mundi
vindur standa að minnsta kosti
framan af því tungli og vera frost-
laust. Þó var hér einhver hængur
á, því gamlir menn sögðu stund-
um „að hann myndi blása á móti
tungli í þetta sinnið“ hvort svo
sem þeir hafa fundið það á sér
eða haft eitthvað til viðmiðunar.
Það tungl var kallað „vont tungl“
sem kviknaði í norðri, því þá
myndi tíð breytast til hins verra.
Ekki er sama á hvaða degi tungl-
ið kviknaði. Á mánudagstungli
átti ekki að bregðast, einkum
norðanlands að kæmi bloti. Á
Suðurlandi var talið að mánu-
dags- og þriðjudagstungl væru
annað hvort bestu eða verstu
tungl. Veðrátta á einu tungli fer
nokkuð eftir því hvernig bugur-
inn er á því nýkviknuðu, því
meiri sem hann er því verri veðr-
átta og því hvassari sem oddarnir
eru þeim mun stormasamara.
Ef vaxandi tungl grúfir eða
snýr hornunum niðúr þá boðar
það skipskaða á því tungli. Ef all-
ur hringurinn sést á nýju tungli
var kallað mánabert og þótti það
boða storma og stórviðri á
Suðurlandi, en fyrir norðan átti
það að boða hreinviðri, eða þá
mikla kulda og frost. Ef rosa-
baugur sást umhverfis tunglið
syðra, þótti það vita á regn eða
storm og snjó og því verra veður
sem hann væri stærri. Fyrir norð-
an var það hald manna, að rosa-
baugur boðaði þíðviðri, þó ef til
vill nokkuð hvasst og jafnvel
storm. Það var talið góðs viti ef
tungl kviknaði milli dagmála og
miðaftans. En ef tungl kviknaði
með flóði vissi það á úrkomu. Ef
tungl var fullt á Pálsmessu, 25.
janúar, bjuggust menn við hörð-
um vetri, eins ef tungl var fullt á
Ólafsmessu, 29. júlí, þá mátti
búast við að komandi vetur yrði
harður. Ef tungl var vaxandi á
jólum boðaði það góðæri fram-
undan, en væri það þverrandi var
eins líklegt að harðindaár yrði
framundan. Ef tungl var fölt og
bleikt bjuggust menn við fjúki,
en væri það dökkt um miðju vissi
það á gott veður og væri það með
gullslit þá var ekki á verra von.
9 Að hengja kött
Aðalsteinn Óskarsson veður-
spámaður Dags sagði veðurfar
háð straumum. Hann sagðist
mikið taka mið af tunglinu í sín-
um veðurspám og hefði hann
mestan sinn fróðleik frá afa
sínum.
Ef leiðindaveður er þegar
tungl kviknar, sagði Aðalsteinn
að ekki væri breytinga að vænta
fyrr en tungl yrði fullt að nýju.
Óddarnir á tunglinu skipta
nokkru máli um hvernig veður
er. Ef oddar á t.d. fjögurra nátta
tungli eru mjög hvassir, þá merk-
ir það að veður verður gott á því
tungli. Hins vegar ef oddarnir eru
kollóttir og stuttir boðar það
rysjutíð.
Sagðist Aðalsteinn hafa heyrt
það ráð úr Skagafirði, að ef ill-
viðri hefði verið lengi, þá væri
eina leiðin til að fá breytingu þar
á, að hengja kött. Eftirfarandi
saga er því til staðfestingar: Það
hafði lengi verið ótíð og voru
menn að spá í veðrið dag frá degi
með von um að breyting yrði þar
á. Var bóndi áhyggjufullur um að
verða heylaus og einhverju sinni
á vöku í baðstofunni segir hann:
„Við tökum helvítis köttinn og
hengjum hann.“ Var vinnumaður
fenginn til verksins og gerði hann
svo sem fyrir hann var lagt.
Morguninn eftir var komið gott
veður.
Það skal tekið fram að ekki
þýðir að hengja hund eða lamb
né nokkra aðra skepnu. Kettir
einir duga ef menn vilja breyt-
ingu á veðurfari.
Kettir eru að sögn kunnugra
veðurglöggir mjög, t.d. er það
ekki góðs viti er kettir taka upp
á að leika sér sem óðir væru og
hendast um gólf, eða vera með
svokölluð kattalæti. Vissi það
ævinlega á slæma tíð ef slíkt
henti.
9 Ónýtur eldhús-
strompur
Sunnlendingar höfðu staka trú á
sjávarföllum. Það þótti t.d. nauð-
synlegt fyrir bændur sem fluttu á
nýja jörð að reka fé sitt á nýju
jörðina með aðfalli. Við það yrðú
skepnurnar miklu spakari og ekki
kæmi strok í þær. Stekkjakampa
og réttarkampa skal hlaða með
aðfalli, þá gengur féð miklu
greiðar inn. En eldhússtrompa
skal hlaða með útfalli, um það er
til saga og er hún á þessa leið:
Sóknarpresturinn í Ölfusi kom
eitt sinn um sumar á bæ þar í
sókninni og var húsfreyja ein
heima. Hún fagnaði presti virkta
vel og bauð honum að ganga í
bæinn. En hann var á hraðri ferð
og kvaðst ekki vilja tefja. Sagði
þá húsfreyja að það væri að vissu
leyti gott „því að nú er ég lengi
að hita kaffið“. Segir hún presti
síðan í óspurðum fréttum að nýr
strompur hafi verið settur á eld-
hús hennar þá um vorið og síðan
sé eldhúsið sama sem ónýtt, því
að það fyllist svo af reyk að þar
megi heita ólíft, og eldur logi
aldrei eins og áður. Prestur spyr
hvenær strompurinn hafi verið
hlaðinn og á hvaða tíma dags.
Gat hún leyst úr því. „Já, þá hef-
ur verið aðfall,“ segir prestur,
„en nú er útfall og skal ég laga
strompinn fyrir þig.“ Að svo
mæltu stökk prestur upp á bæinn,
reif strompinn gjörsamlega niður
í rót og hlóð annan. Sagði konan
að nú kæmi aldrei reykur í eldhús
sitt og væru það meiri viðbrigðin.
Og svo margblessaði hún prest-
inn fyrir handarvik hans.
9 Feiknstöfum
máninn
fölur sló
Himintungl eru helg og má aldrei
benda á neitt þeirra né tala
óvirðulega um þau, um það vitn-
ar eftirfarandi saga: Eitt sinn
settist þjófur niður á afviknum
stað með feita sauðarbringu og
ætlaði að snæða hana þar í mak-
indum. En tunglið skein skært og
bjart, því heiðríkt var. Þjófurinn
stakk þá hnífi í feitan bita, rétti
hann upp mót tunglinu og mælti:
Þiggðu tungl þér í munn
þennan bita feitan.
Þá svaraði rödd af himni:
Þiggðu hvinn þér á kinn
þennan lykil heitan.
í sama bili féll glóandi lykill úr
hálofti og beint niður á kinn
þjófsins og setti á hann brenni-
mark er hann bar upp frá því.
Sagt er að af þessu hafi sá siður
verið tekinn upp að brenni-
merkja þjófa.
Margir hafa lesið um viðureign
Grettis og Gláms, en er slagsmál
þeirra fóru fram var tunglskin
mikið, við skulum ímynda okkur
fullt tungl. Svo segir í Grettis-
sögu: „Tunglskin var mikið úti og
gluggaþykkn. Hratt stundum fyr-
ir en stundum dró frá. Nú í því er
Glámur féll, rak skýið frá tungl-
inu, en Glámur hvessti augun
upp á móti, og svo hefur Grettir
sagt sjálfur að þá eina sýn hafi
hann séð svo, að honum brygði
við.“
í Grettisljóðum kveður Matt-
hías svo:
Feiknstöfum máninn fölur sló
framan í dólginn grimma.
Allir kannast við hina römmu
draugasögu af djáknanum á
Myrká, er dauður sótti unnustu
sína að Bægisá, setti hana aftan
við sig á hestinn og reið svo heim-
leiðis. Hvorki var þá bjart né
myrkt úti, því tungl óð í skýjum
og dró ýmist frá eða fyrir. En er
að Hörgá kom, voru skarir háar
að ánni og um leið og hesturinn
steyptist fram af skörinni, lyftist
hattur djáknans að aftan svo að
Guðrún sá þar í bera haus-
kúpuna. í þeirri svipan rak skýin
frá tunglinu og þá kvað djákni
dimmum rómi:
Máninn líður,
dauðinn ríður.
Sérðu ekki hvítan blett í hnakka
mínum?
Svipuð er sagan af Geirlaugu og
Glúmi:
Tunglið glotti gult og bleikt
gegnum rifinn skjá.
Geirlaug situr inni
skápallinum á.
Prjónar hún og prjónar hún
peysuna blá.
Þetta er forspilið að hinum
óhugnanlega þætti, er Glúmur
kom dauður að sækja hana.
Tunglið er haft á sviðinu til að
vekja hroll fyrir komandi at-
burði.
Sams konar ógnun er í kvæði
Einars Benediktssonar um hvarf
séra Odds á Miklabæ:
En hálfur máni á himinleið
slær helbjarma á mannanna ríki
ogmerkirskarpt í þína miðnæturreið
um melinn í risalíki.
Þá má loks nefna upphafið á
þriðja þætti leikritsins um
Galdra-Loft eftir Jóhann Sigur-
jónsson, en það er lokaþáttur
verksins og þar eru örlögin ráðin.
Svo er sviðinu lýst í upphafi:
„Hólakirkja. Nótt. Tunglsljós.
Kirkjan er tóm. Dauðaþögn.
Birtuna leggur inn í gegnum
gluggana til hægri. Tunglið veður
í skýjum. Skuggarnir læðast yfir
legsteinana og hellurnar á gólf-
inu, kvika á stólgöflunum vinstra
megin og á Kristslíkneskinu
mikla. Þeir fylla kirkjuna leynd-
-ardómsfullu lífi.“
Af upptalningu þessari er ljóst
að tunglið er ómissandi á sögu-
sviði eldri sagna, einkum þeirra
sem sagðar eru til að gera al-
menning óttasleginn. Sams konar
úttekt á tunglinu í nýrri sögum
höfum við ekki gert, en áður en
lýkur frá tunglinu að segja, má
geta þess að kvikmyndin Skamm-
degi gerist öll við fullt tungl. Ekki
skal hér fullyrt hvort taugatitr-
ingur aðalpersónanna í myndinni
stafaði af hinu fulla tungli eður
ei, en er það nokkuð svo ólík-
legt? Það er aftur á móti deginum
Ijósara, að tunglið, hvaða áhrif
sem það hafði á sálarlíf einstakra
manna í myndinni, er haft á svið-
inu til að skapa stemmningu
óhugnaðar og í hvert sinn sem
kvikmyndavélinni var beint að
tunglinu fulla, gátu bíógestir ver-
ið vissir um að nú færi eitthvað að
gerast.
Og lýkur nú frá tunglinu að
segja. - mþþ