Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 20

Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 20
DACKJR Akureyri, föstudagur 3. maí 1985 I Smiðju um helgina: Nýir réttir á matseðli helgarinnar. Sala á mokkaflíkum til Sovétríkjanna: Allar flíkumar fram- leiddar hérlendis Blönduós: Eggert Atli ráðinn iðn- ráðgjafi FSN „Það varð töluverður hávaði út af því fyrir tveimur árum þegar við gerðum samning um sölu á 10 þúsund mokkaflíkum til Sovétríkjanna og gátum að- eins framleitt um 800 stykki hér heima. Þá var talað um að við værum að flytja atvinnu úr A-10000 Áhugamenn um bifreiðar hafa vafalaust veitt því athygli að A-númerunum hefur fjölgað verulega að undanförnu og eru nú í fyrsta sinn komin upp í fimm stafi. Þ.e.a.s. byrjað er að úthluta númerum yfir A-10000. Að sögn bifreiðaeftirlitsmanns er um hálfur mánuður síðan þessi viðbót var lögð fram og eru nú um 20 til 30 bílar komnir með númer hærri en tíu þúsund. Mun fleiri númer eru þó farin út* því menn hafa látið taka frá númer sem þeir væntanlega setja á bíla sína innan skamms. Alls voru gefin út númer upp í A-10100 en óvíst er að sú tala hækki mikið því í næstu framtíð verður lagt kapp á að þétta númeraskrána á ný með því að endurnýja númer sem dottið hafa út. Síðan mun ekki langt í að nýju númerin sem fylgja eiga bílunum „frá vöggu til grafar" taki við. Þau verða byggð á tveim bókstöfum og þrem tölu- stöfum, valin af handahófi en ekki eftir búsetu eins og nú tíðk- ast með einkennisstafi bifreið- anna. Hjá bifreiðaeftirlitinu fengust annars þær upplýsingar að bif- reiðaskoðun hófst þar 18. mars sl. og er nú verið að skoða bif- reiðar sem bera númer upp að A-6000. í næstu viku verða bif- reiðar sem hafa númer frá A-6001 til A-7000 skoðaðar. Ástand þeirra bifreiða sem færðar hafa verið til skoðunar fram að þessu hefur verið nokk- uð gott, enda sagði bifreiðaeftir- litsmaðurinn að samkvæmt venju biðu þær lélegustu þar til síðast. - ESE á flíkunum fram á þessu ári og á 1. ársfjórðungi næsta árs. Eins og áður sagði verða allar flíkurnar saumaðar hjá skinnasaumastofu Iðnaðardeildar, en markvisst hef- ur verið unnið að því að auka framleiðslugetu hennar. Má segja að hún hafi nánast tvöfald- ast á síðustu þremur árum. Skinnasaumastofan er fullnýtt í dag, þrátt fyrir að nokkur sam- dráttur hafi orðið í sölu á mokka- flíkum í löndum Vestur-Evrópu. Þar hafa verið tveir „grænir vetur“ eins og iðnaðardeildar- menn kalla það, en kuldarnir í Evrópu seinni part vetrar komu það seint að þeir höfðu ekki áhrif til aukinnar sölu í vetur. - HS Eggert Atli Benónýsson hefur verið ráðinn iðnráðgjafí hjá Fjórðungssambandi Norðlend- inga með aðsetur á Blönduósi. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fjórðungsstjórnar nú í byrjun vikunnar. Eggert Atli er ættaður frá Hvammstanga. Hann er vél- tæknifræðingur að mennt, frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum í Danmörku. Hinn nýi iðnráð- gjafi hefur störf í byrjun júlí og mun hafa aðsetur í Kvennaskól- anum á Blönduósi. Alls bárust þrjár umsóknir um þessa stöðu. -ESE Hitaveitumálin: Orkuráðgjafi og lán til spamaðaraðgerða „Eftir umræður í hitaveitu- stjórn og viðræður við notend- ur töldum við rétt að ráða orkuráðgjafa til að veita upp- Iýsingar og aðstoða við að meta kerfín í húsunum, leið- beina um það hvort eitthvað þarf að gera til að ná sem mestri hagkvæmni í nýtingu hitaorkunnar,“ sagði Hákon Hákonarson, formaður stjórn- ar Hitaveitu Akureyrar, en veitan hefur auglýst eftir orku- ráðgjafa til starfa. Þessi orkuráðgjafi á að vera bæjarbúum innan handar með allar tæknilegar ráðleggingar, þannig að með hinu nýja mæla- kerfi þurfi neytendur ekki að verða fyrir óþarfa álögum, ef sparnaði er beitt og réttur búnað- ur notaður. Þá hafa í tengslum við átak til orkusparnaðar á vegum iðnaðarráðuneytisins verið ráðnir aðilar á verkfræðiskrifstofum á Akureyri til að veita ráðgjöf í þessum efnum, endurgjaldslaust. Húsnæðismálastofnun kemur vonandi einnig inn í þetta orku- sparnaðarátak og líklega geta húseigendur fengið lán hjá stofn- uninni til orkusparandi fram- kvæmda, s.s. til kaupa á ofnstill- um, ef stækka þarf ofna, ein- angra eða skipta um gler, að sögn Hákonar Hákonarsonar. Hákon sagði ennfremur að til jafnaðar væri reiknað með að hitaveitugjöld hækkuðu frá því sem nú er um 11%, en það er sá tekjuauki sem hitaveitan þarf. Ef gjaldskráin skilar verulega meiri tekjum verður hún lækkuð. HS landi. Við sögðum hins vegar að heppilegra væri að smá auka framleiðslugetuna hér heima og nú er svo komið að við framleiðum allar flíkurnar upp í nýgerðan samning við sovéska samvinnusambandið,“ sagði Örn Gústavsson hjá Iðn- aðardeild Sambandsins í við- tali við Dag. Iðnaðardeildin hefur gert samning um sölu á 7 þúsund mokkaflíkum til sovéska sam- vinnusambandsins. Heildarverð- mæti samningsins er upp á 47 milljónir króna og fer afgreiðsla Alþjoðlegur hatíðisdagur verkafólks, 1. maí var haldinn hátíðlegur á Akur- eyri sem annars staðar. Hér flytur Jökull Guðmundsson ræðu dagsins. Siá nánar á bls. 15. Mynd: KGA. Það er spáð hægri suð- austanátt og skýjuðu. Hiti verður 5-7°C. Á sunnudag verður hæg breytileg átt og heldur kaldara veður. Frístundafatnaður í stórglæsilegu úrvali Litadýrð í sérflokki. Verð í lágmarki. Opið á laugardaginn frá kl. 10-12. ^ÆVrsm ?l\57?röð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.