Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 3. maí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUDI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aflastefna í grein sem Jón Sigurðarson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Akureyri, skrifar í blað félagsskaparins Stólpa, sem er félag áhugamanna í framhaldsskólum um lands- byggðarmál, segir hann m.a. um byggðastefnuna: „Byggðastefnuna þarf að skilgreina á nýjan leik, ekki sem eyðslustefnu heldur sem aflastefnu. Hinni nýju afla- stefnu verður að tryggja framgang með raunhæfri gengisskráningu, þannig að hagnaðarvon verði í gjaldeyr- isaflandi atvinnurekstri. “ Jón segir í grein sinni að gjaldeyrisöflun íslendinga fari að mestu leyti fram á landsbyggðinni, en innflutn- ingur á höfuðborgarsvæðinu. Láta muni nærri að 60% heildargjaldeyristeknanna verði til á landsbyggðinni þar sem býr 45% þjóðarinnar. Eitt helsta vopn stjórnvalda í baráttu við verðbólgufárið hafi verið að halda gengi ís- lensku krónunnar háu og þar með verði á innfluttri vöru lágu. Þessi stefna hafi orðið til þess að afkoma útflutn- ingsfyrirtækjanna og þar með landsbyggðarinnar hafi versnað, en hagnaðarmögu- leikar í innflutningsverslun- inni batnað. Fjárfesting hafi síðan orðið þar sem ábata var von og því þurfi engan að undra þótt verslunarhallir hafi risið í Reykjavík. Útflutn- ingsatvinnuvegirnir hafi hins vegar haft neikvæða afkomu. Jón Sigurðarson segir enn- fremur að jafnframt því að tryggja raunhæfa gengis- skráningu og afkomu gjald- eyrisaflandi atvinnugreina verði að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu: „Undirstöðu- atvinnuvegirnir eiga mun erf- iðara með að verjast snögg- um verðbólguhviðum en inn- flutningur og þjónusta. Stöðva verður erlendar lán- tökur. Leiða má að því gild rök að erlendar lántökur bitni á landsbyggðinni í formi óeðlilegrar þenslu á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það er augljós þjóðarnauðsyn að snúið verði af braut umfram- eyðslu, sem ofan í kaupið er fjármögnuð með erlendu fé. í þessu efni fara þjóðarhagur og hin nýja aflastefna saman. Þegar svo er komið að eðli- leg fjármunamyndun verður í fyrirtækjum úti á lands- byggðinni þarf ekki að kvíða því að nýjar fjárfestingar í framleiðslu og ekki síður í þjónustu munu skapa þau störf sem nauðsynleg eru þar. Það sem þarf til að hin nýja aflastefna megi blómgast er skilningur og vilji, bæði stjórnmálamanna og almenn- ings. Þjóðinni verður að skilj- ast hvar gjáldeyrisins er aflað og hvers virði hann er. Stjórn- málamennirnir verða að skapa það efnahagslega um- hverfi sem hvetur til aukinn- ar gjaldeyrisöflunar. Þeir verða að hafa vilja til að láta af hendi það vald sem skömmtunarkerfi fjárfest- ingasjóðanna færir þeim. Höfuðatriðið er þó að lands- byggðarbúar og þeirra mál- svarar láti af kveinstöfum í betlistíl og beiti efnahags- legum rökum til að ná til sín því fjármagni sem þeim ber,“ sagði Jón Sigurðarson í grein sinni. Á Skáney í Svíaveldi getur að finna fallegan háskólabæ er ber það kunnuglega nafn Lundur á ástkæra, ylhýra málinu. Um lang- an aldur hefir landinn sótt þang- að innblástur enda er færni Svía viðbrugðið um veröld alla og fyr- ir fróðleiksþyrsta eybúa er frænd- þjóðin tilvalinn kostur. Víst eru hérlendir sérdeilis sér- stakir í vökulum augum aðkomu- manna og standast víst í fæstu samanburð við Frónbúa. Þeir mega þó vera allstoltir vitandi að þeir eru stærstir og fjölmennastir meðal norrænna þjóða. Svo hafa þeir kóng sem ekur Volvo, drottningu sem ryksugar með El- ektrolux enda þykir ekki veita af slíkum gæðum því hús þeirra hjóna er í stærra lagi. Auk þess hafa þeir Palme. Annar eins jafn- aðarmaður finnst ekki á jarðar- kringlunni, a.m.k. ekki fyrir daga Jóns Baldvins Vestfirðings. Jóni þessum og Alberti féhirði ásamt henni Lúcý getum við raunar þakkað fyrir að fsland kemst öðru hverju í fréttirnar hér. Nonna fyrir að skamma m.a. Svía svo herfilega að Bofors vopnaverksmiðjurnar munu aldrei láta þjóð vorri vopn í té, ekki einu sinni á ófriðartímum og Alberti fyrir að brjóta lög með löglegum hætti - að eigin sögn a.m.k. Skánungar eru raunar hálf- gerðir Baunverjar og mæla á sænsku skv. því og eru stoltir af. Þykir höfuðborgarbúum lítið til skánskunnar koma en það er auðvitað ekkert nýtt, heima kveljast höfuðborgarbúar yfir fagri mállýsku norðanmanna; allt er því í stakasta lagi. Sem fyrr getur hafa mennta- menn íslenskir gjarnan gist Svía- veldi nokkur ár, drukkið í sig fróðleik lærifeðra sinna og siðan hefur landið okkar notið góðs af. Lundur hefur því verið hálfgert Gimlasátur námfúsra pilta og stúlkna gegnum tíðina og er svo enn. Petta u.þ.b. 400 manna samfélag Frónbúa heldur þó nokkuð hópinn eins og títt er um landann og haldnar eru sam- kundur öðru hverju. í félagsmið- stöðinni er Bjarkalundur nefnist eru landsmálin krufin til mergjar og útsend dagblöð (og tilvon- andi) lesin af eldmóð. Þar er jafnvel mögulegt að kaupa bjór gegn vægu verði svo aðalbaráttu- mál íslensku þjóðarinnar, lög- leiðsla raunsanns bjórs gleymist oftast. Raunar ailtaf. Svíar eru annars hófdrykkju- menn þegar bjór er annars vegar, litlir 45 Iítrar/einstakling á ári á móti tæpum 130 Iítrum/einstakl- ing á ári í Baunverjalandi. Á nýlegum rabbfundi bar mál- efni íslensku kennarastéttarinnar á góma og þar sem bjórinn er hreint ekki svo dýrseldur og auralitlir námsmennirnir sparir á matarkaupin við sig kaupa þeir sér gjarnan eina, tvær dósir bjór og láta sér líða allvel. Það væri rangt að segja skoðanir skiptar á áðurnefndum fundi, allir þeir er til máls tóku þótti sem ævi kennara hlyti að vera ill og þekk- ing þeirra einskis ellegar illa metin. 20 þús. króna mánaðar- tekjur með nánast óendanlegar námsskuldir á bakinu, enga íbúð- ina né bílinn. Sannast sagna fyllt- ist fólk hálfgerðu vonleysi og hörmuðu allir að hafa ekki verið svo forsjálir að velja tannlæknis- fræði! Að málefni kennara skuli hafa orðið ofan á og mikilvægasta bar- áttumál íslendinga síðan kristni var lögleidd á sínar orsakir, mörg okkar hér hafa verið í beinni snertingu við svipað mál. Kenn- arar Tækniháskólans á staðnum (og um land allt raunar) hafa gerst svo óskammfeilnir að fara fram á launahækkun og ekki að ástæðulausu. Þó kennarar hafi aldrei gjört heiðarlega tilraun til að vinna fyrir launum sínum (ef marka má vissa ráðherra ís- lenska!) þá þykja þeir álitlegt vinnuafl hér. Þannig bjóðast kennurum allt að tvöföld eða jafnvel enn hærri laun fyrir sam- bærileg rannsóknarstörf hjá iðn- fyrirtækjum. Sænskur iðnaður, sem er okkar í öllu fremri, hefir uppgötvað að við tækniháskólana er fjöldi fólks er komið getur að gagni við að auka framgang og gróða við- komandi fyrirtækja. Raunar hefir kveðið svo rammt við að margar deildir skólanna hafa misst marg- an snjallan læriföðurinn í hendur hérlendra stórfyrirtækja. Nem- endur fylgjast skelfdir með og verkfall þeirra nýverið verður að skoðast sem ágæt tilraun að fá stjórnvöld að grípa til raunhæfra aðgerða. Raunhæfar aðgerðir eru auðvitað að ganga að kröfum kennara og tryggja frekari fram- farir í skólum landsins og þannig iðnaðarins síðar. Án góðrar almennrar mennt- unar þjóðarinnar og án verulegs fjölda sérfræðinga á ólíkum svið- um stæði þetta háþróaða ríki efa- laust öllu hallari fæti í skelfilegri samkeppni iðnríkja nútímans. Hangi maður ekki með mun sá hinn sami verða undir; án ágætra skóla verður engin framþróun, án framþróunar staðnar þjóðfé- lagið bæði sænskt og íslenskt. Svíar óttast eðlilega hag sinn vit- andi að það er ávöxtur gærdags- ins sem þegnarnir njóta af í dag og varð ekki til af engu. Sífellt fleiri uppgötva gildi menntunar landsins þegna og að menntun á sem flestum sviðum verður stöðugt mikilvægari. Vissulega skortir ýmsa skynsemi til að sjá þörf á ágætum lærifeðr- um jafnvel fólk af hæstu hæðum stjórnarpýramídans svo sorglegt sem það nú er. Við hin skulum hins vegar gefa oss tíma til að staldra við og hætta að trúa því að nám sé ekki VINNA þó af- raksturinn sé okkur ekki alltaf með öllu ljós. Menntun er án vafa mikilvægasta fjárfesting þjóðfélags nútímans og að neita því er í besta falli fávísi. Með kveðju, Magnús Þorvaldsson, Lundi, Svíþjóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.