Dagur - 03.05.1985, Blaðsíða 12
i — RL'OAG — 889h ism .£
12- DAGUR-3. maí 1985
Margrét Pétursdóttir, kennslustjóri á heilbrigðissviði.
nema sem stunda nám
á öðru ári heilbrigðis-
sviðs Verkmennta-
skólans, en þeir voru
einmitt í verklegri
kennslu að læra að
skipta á rúmum við
þœr aðstœður þegar
sjúklingur má ekki
hreyfa sig.
„Sjúkiingarnir" voru tveir,
annar reyndist stálsleginn sjúkra-
liðanemi, en af hinum fóru engar
sögur aðrar en þær að ýmist heitir
hann Jón, Guðrún eða Elías og
virðist bara býsna brosmildur
miðað við að vera sjúklingur að
atvinnu.
Kennararnir Guðfinna og
Guðný fylgdust með hvernig
væntanlegir sjúkraliðar báru sig
að og bentu á hvað betur mætti
fara og hvurslags stellingar henta
best þegar skipt er á rúmum. Ef
réttri vinnutækni er beitt á starfið
ekki að vera mjög erfitt, jafnvel
þó um þunga sjúklinga sé að
ræða.
I smápásu sem gerð var á
kennslunni voru sjúkraliðanem-
arnir, Fjóla Hersteinsdóttir,
Margrét Vestmann, Eyrún
Guðmundsdóttir, Dúa Stefáns-
dóttir og Sólveig Ólafsdóttir
plataðir í smáspjall við Dag og
auðvitað var fyrsta spurningin af
hverju þær hefðu valið þetta
nám.
„Bara til að gera eitthvað.“
„Til að lenda ekki í frystihúsinu.“
„Það er ekki af hugsjón." „Jú, jú,
það er gaman að leggja sitt af
mörkum til að hlúa að sjúkl-
ingum." „Það er að minnsta kosti
ekki út af laununum sem maður
velur þetta nám.“
- Og hver eru þá launin?
„Ætli sjúkraliði í fullu starfi sé
ekki með um 17 þúsund krónur
„Við biðum efdr
verklega náminu“
- Spjallað við sjúkraliðanema á heilbrigðissviði
í Verkmenntaskólanum
Kanntu að skipta á sem ekki má hreyfa slíkum aðstœðum.
rúmi? Kanntu að sig? Ætli málið vand- Blaðamaður Dags brá
skipta á rúmi þar sem í aðist ekki fyrir œði sér í heimsókn til
liggur hjartasjúklingur mörgum ef þeir lentu í nokkurra sjúkraliða-
r
Pað eru þrír skólar á landinu sem útskrifa sjúkraliða, Sjúkraliðaskóli íslands, Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti og Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir á Akureyri árið 1966 og var sjúkraliðanám þá
stundað innan sjúkrahússins. Það var Ingibjörg R. Magnúsdóttir sem barðistfyrir því
að héryrði komið á sjúkraliðamenntun ogsá hún um hanafyrst ístað. Námið var til
að byrja með 8 mánuðir. Þegar framhaldsdeildir tóku til starfa við Gagnfrœðaskólann
á Akureyri fluttist sjúkraliðanámið þangað jafnframtþví sem það var lengt í tveggja ára
nám. Gagnfræðaskólinn útskrifaði alls 100 sjúkraliða. Nú er sjúkraliðanám stundað
innan heilbrigðissviðs Verkmenntaskólans og þar er kennslustjóri Margrét Pétursdótt-
ir. Nú tekur námið þrjá vetur og verklegt nám í þrjátíu ogfjórar vikur á ýmsum deild-
um sjúkrahússins.
Við heimsóttum nokkra sjúkraliðanema sem voru í verklegri kennslu og spjölluðum
við þá, kennara þeirra og kennslustjóra og fer árangurinn hér á eftir. mþþ