Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. maí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: GYLFI KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dagblað landsbyggðarinnar Fyrsta dagblað á landsbyggðinni mun sjá dags- ins ljós í haust, þegar útgáfudögum Dags verður fjölgað í fimm á viku. Formleg ákvörðun um þetta mál var tekin á aðalfundi blaðstjórnar Dags um helgina, en undirbúningur þess hefur staðið alllengi. Vart verður framhjá því litið að um er að ræða sögulegan viðburð í íslenskum blaðaheimi. Á undanförnum árum hefur útgáfan smátt og smátt verið að aukast, bæði hvað varðar fjölgun útgáfudaga og blaðsíðufjölda. Stórt skref var stigið þegar föstum útgáfudögum var fjölgað úr tveimur í þrjá. Annað stórt skref verður stigið í haust þegar útgáfudögum verður fjölgað úr þremur í fimm. Dagur hefur fyrst og fremst verið blað Norð- lendinga og það mun eftir þessa breytingu fyrst og fremst sinna málefnum þeirra, með öflugri fréttaþjónustu og umfjöllun um hagsmunamál þeirra og það sem efst er á baugi hverju sinni. Vafalaust má búast við aukinni samkeppni frá dagblöðunum úr Reykjavík, einkum DV og Morgunblaðinu. Það er hins vegar trúa þeirra sem að Degi standa að hann hafi og muni hafa slíka sérstöðu, að vart verði hægt að bera Dag saman við Reykjavíkurblöðin. Stefna Dags er sú að blaðið verði óumdeilanlega sá fjölmiðill sem best sinnir Norðlendingum og sjónarmiðum landsbyggðarfólks og verður öll starfsemi og efnisöflun miðuð við það. Dagur mun beita kröftum sínum í enn ríkara mæli að baráttu fyrir eflingu landsbyggðarinnar í heild, sem með útflutningsframleiðslu sinni er hornsteinn þeirrar velferðar sem menn vilja að ríki í landinu. Árangur þess að vekja fólkið á landsbyggðinni til umhugsunar um málefni þess - benda á það sem miður hefur farið í byggða- stefnunni, sem ætti að vera innbyggð í allt stjórnkerfi landsins með sjálfvirkum hætti — hef- ur þegar borið nokkurn árangur. Með öflugri fjöl- miðli má vænta þess að sjálfsvitund lands- byggðarfólks vakni enn frekar og jafnframt skilningur þeirra sem mestu ráða um það hvern- ig þessi mál þróast. Dagur hefur einnig beitt sér fyrir samvinnu í víðtækum skilningi þess orðs. Blaðið hefur stutt samvinnuhreyfinguna, samvinnu byggðanna og hvatt til samvinnu og samstarfs allra íbúa þessa lands, með því að efla skilning þéttbýlis- og dreifbýlisbúa á högum og þörfum hverra ann- arra. Dagur mun sem dagblað verða öflugur mál- svari dreifbýlis og þeirra sjónarmiða að jafnrétti skuli ríkja, burtséð frá búsetu. Hann mun berjast gegn þeim öfgaskoðunum frjálshyggjunnar og þeirra sem hafa misst öll tengsl við lífsbaráttuna í landinu, að þeir sem afla gjaldeyristeknanna séu ómagar á þjóðinni. Dagur væntir þess af les- endum sínum, hvar í flokki sem þeir standa, að þeir styðji þessa baráttu. Ráðstefna um lag ferðamála Um helgina var haldin ráð stefna um skipulag ferðamála og um ferðamál á Norðurlandi á vegum Ferðamálasamtaka Norðurlands í samráði við Fjórðungssamband Norðlend- inga. Ráðstefnan var haldin í Sjallanum á Akureyri og sóttu hana um 60 manns víðs vegar af Norðurlandi. Meginverkefni ráðstefnunnar var kynning á ferðamálum á Norðurlandi og umfjöllun um frumvarp er nú liggur fyrir Alþingi um skipu- lag ferðamála í landinu. Kolbeinn Sigurbjörnsson formaður Ferðamálasamtaka Norðurlands setti ráðstefnuna, en ráðstefnustjóri var Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga. Sigfríður Þorsteinsdóttir for- seti bæjarstjórnar flutti stutt ávarp en að því loknu hófst kynn- ing á Ferðamálasamtökum Norð- urlands og kynnti Kolbeinn Sig- urbjörnsson aðdraganda að stofnun samtakanna. Meginverk- efni samtakanna hefur verið endurútgáfa á ferðamálabækl- ingnum „Northern Iceland" en sá bæklingur er nú prentaður á Akureyri. Ferðamálasamtökin hafa einnig haft með höndum gerð videóspóla um hina ýmsu landshluta á Norðurlandi. Fulltrúar ferðamálafélaga og nefnda á ýmsum stöðum á Norð- urlandi kynntu síðan starfsemi sína. Fyrstur talaði Gunnar Karlsson formaður Ferðamála- félags Akureyrar og sagði hann félagið hafa beitt sér fyrir marg- víslegum verkefnum, m.a. leng- ingu flugbrautar, endurbótum á tjaldstæði, aukningu á hótelrými og upplýsingastarfsemi fyrir ferðamenn. Viðar Ottesen formaður Ferðamálanefndar Siglufjarðar sagði nefndina hafa unnið að endurbótum á tjaldstæði, merk- ingu gönguleiða og opnun Skarðsvegar. Frá Ferðamála- nefnd Sauðárkróks talaði Árni Ragnarsson og sagði hann að ekki væri um virkt ferðamálafé- lag að ræða, en það stæði von- andi til bóta. Bæklingar hafa ver- ið gefnir út um Skagafjörð þar sem hestaleigur eru tilgreindar. Hallbjörn Hjartarson frá Ferða- málafélagi Húnvetninga sagði megináhersluna hafa verið iagða á útgáfu ferðamálabæklings um Húnavatnssýslur og væri útgáfan nú komin á lokastig. Björn Hólmgeirsson frá Ferðamálafé- lagi Húsavíkur sagði að félagið hefði m.a. beitt sér fyrir leiðsögu- mannanámskeiði um Suður-Þing- eyjarsýslu. Arnaldur Bjarnason frá Ferða- málafélagi Mývetninga sagði megintilgang með starfsemi fé- lagsins vera eflingu ferðamanna- þjónustu, náttúruvernd, útgáfu ferðamálabæklings og fleira. Ólafur Steinar Valdemarsson ráðuneytisstjóri í samgöngumála- ráðuneytinu kynnti frumvarp um skipulag ferðamála sem nú liggur fyrir Alþingi og gerði hann grein fyrir breytingum sem fyrirhugað- ar eru frá núverandi lögum. Sigfús Erlingsson fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða hafði framsögu um ferða- markaðinn. Kynnti hann skipu- lag ferðamarkaðar og nýjar leiðir í markaðsöflun. Kom Sigfús inn á þá erfiðleika sem við eigum við að etja vegna stutts ferðamanna- tímabils hér á landi. Kjartan Lárusson formaður Ferðamálaráðs hafði framsögu um starfsemi Ferðamálaráðs og nýjungar á sviði ferðamála. Stærsta málið kvað hann vera landkynningarmál, en einnig væru öryggismál mikið til um- ræðu í kjölfar slysa sem hér hefðu orðið sl. sumar. Mennta- mál leiðsögumanna, ráðstefnu- mál og útgáfa bæklinga eru einn- ig til umræðu í Ferðamálaráði. Hvað nýjungar í ferðamálum varðar þá hefur lengi verið unnið að því að lengja ferðamanna- tímabilið og hefur eitthvað áunn- ist í þeim efnum og má þar nefna að boðið er upp á skíðagöngu- ferðir inn á hálendið sem Frakkar sækja mikið í. skipu- - og ferðamál á Norðurlandi Eftir hádegisverðarhlé skiptu ráðstefnugestir sér í starfshópa, annars vcgar starfshóp um ferða- málafélög og kynningarstarfsemi og hins vegar um frumvarp til laga um skipulag ferðamála. Síðari hópurinn samþykkti að leggja til nokkrar breytingartil- lögur við frumvarpið og var eftir- farandi samþykkt gerð að lokum: Fundurinn telur að Ferðaskrif- stofa ríkisins hafi gengið óeðli- lega langt í samkeppni sinni við aðila sem veita þjónustu allt árið. Lýsir fundurinn ánægju sinni með það ákvæði laganna að Ferðaskrifstofa ríkisins stofni ekki til óeðlilegrar samkeppni við nærliggjandi hótel og veitinga- staði. Þá lýsti fundurinn ánægju sinni með ákvörðun um skipulagningu námskeiða fyrir fólk í ferðaþjón- ustu og vonast til að þar sé kom- inn grunnurinn að ferðamála- skóla íslands og um leið beinir ráðstefnan því til ráðherra að hlutast til um að kannaðir verði möguleikar á því að finna honum stað á Norðurlandi. Fundurinn telur brýnt að sett verði ákvæði um starfsemi ferða- málafulltrúa í hverjum lands- hluta sem starfi á svipuðum grunni og iðnráðgjafar hafa gert. Kolbeinn Sigurbjörnsson for- maður ferðamálasamtakanna sagði í samtali við Dag að lokinni ráðstefnunni að sveitar- stjórnarmenn væru orðnir mjög áfram um að koma ferðamálum í gott horf og væri skilningur þeirra á þessum málum mikilvæg- ur. Sagði hann það mjög mikil- vægt að tekið yrði tiilit til sam- þykktar fundarins um að fá ferðamálafulltrúa í hvern lands- fjórðung sem yfirumsjón hefði með ferðamálum í viðkomandi fjórðungi. „Ég er harla ánægður með ráð- stefnuna,“ sagði Kolbeinn „að fá 60 manns þegar veður er svona gott og bein útsending í sjónvarp- inu frá ensku knattspyrnunni, þetta sýnir að verulegur áhugi er á þessum málum á Norðurlandi." - mþþ Kveðjuorð 4= Aðalsteinn Einarsson fyrrverandi aðalféhirðir F. 2. maí 1906 - D. 8. maí 1985. Þann 17. maí var til moldar bor- inn Aðalsteinn Einarsson, fyrr- verandi aðalféhirðir Kaupfélags Eyfirðinga, en hann lést að heim- ili sínu Helgamagrastræti 24, Ak- ureyri 8. maí sl. Áðalsteinn fæddist að Eyrar- landi í Öngulsstaðahreppi þann 2. maí 1906 og var því 79 ára þeg- ar hann lést. Hann var sonur hjónanna Einars Árnasonar bónda og alþingismanns á Eyrar- landi og Margrétar Eiríksdóttur sem ættuð var úr Fljótum. Einar faðir Aðalsteins var for- maður stjórnar Kaupfélags Ey- firðinga á árunum 1918-1947 og starfaði mikið að málefnum fé- lagsins og tengdist Aðalsteinn því snemma starfi Kaupfélags Eyfirðinga og samvinnuhugsjón- inni enda var hann mikill sam- vinnumaður og áhugamaður um samvinnumál. Aðalsteinn hóf störf hjá Kaup- félagi Eyfirðinga 1. október 1933 og voru honum fljótt falin ýmis trúnaðarstörf. Á árinu 1945 tók hann við starfi aðalféhirðis og gegndi því þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1976 og hafði hann þá starfað hjá félaginu samfleytt í 43 ár. Öll störf Aðalsteins einkennd- ust af einstakri prúðmennsku og miklum trúnaði við þá fjölmörgu félagsmenn og viðskiptavini fé- lagsins, sem tengdust hinum dag- legu störfum hans. Viðmót hans var ætíð glaðlegt og með mikilli lipurð en ákveðni reyndi hann að leysa vandamál þess fjölda fólks sem til hans leitaði. Það var finn- anlegt í öllum kynnum og sam- starfi við Aðalstein að þar fór maður sem vildi veg samvinnu- hugsjónarinnar og Kaupfélags Eyfirðinga sem mestan og öll störf hans miðuðu að þessu marki og verða því störf hans að mál- efnum samvinnufólks á félags- svæði Kaupfélags Eyfirðinga seint fullþökkuð. Hinn 6. júlí 1940 kvæntist Aðalsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni Ólöfu Friðriksdóttur frá Önundarfirði. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, Einar, Margrét, Erlingur og Gylfi en Gunnar lést fyrir all- mörgum árum, langt fyrir aldur fram. Aðalsteinn og Ólöf áttu fagurt heimili að Helgamagrastræti 24 og þar áttu börnin sín uppvaxtar- ár. Einn sonanna Erlingur býr nú með fjölskyldu sinni hér í bæ en hin, Einar, Margrét og Gylfi og fjölskyldur þeirra búa í Reykja- vík. Á þessari saknaðarstundu, þegar Aðalsteinn Einarsson er horfinn til hins eilífa austurs, sendi ég frú Ólöfu og öilum ást- vinum þeirra hjóna mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið þeim huggunar Guðs, en ég veit að trúarvissa hinnar eftirlifandi eiginkonu mun veita henni og fjölskyldunni allri styrk til að lækna þá sorg sem ástvinamissir ætíð hlýtur að vera. Valur Arnþórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.