Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 12
vélastílliear VÖNDUÐ VINNA — ö NÝ TÆKI Þessir spræku krakkar úr Barnaskóla Akureyrar skruppu fram í Hóla í Öxnadal á laugardag til að sjá sauðburð, halda á lömbunum, drekka kakó og fara í leiki. Var það viðeigandi endir á skólastarfinu að þessu sinni. Mynd: HS Laxafóðurverksmiðja í Krossanesi: Lokaviðræður nú í vikunni -17 sóttu um starf fóðurráðgjafa „Menn frá norska fyrirtækinu Skretting eru væntanlegir til Akureyrar nú í vikunni til lokaviðræðna við Akureyringa um laxafóðurverksmiðju í Krossanesi,“ sagði Finnbogi Jónsson hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar í samtali við Dag fyrir helgina. í þessum viðræðum verður endanlega gengið frá öllum mál- um varðandi þessa verksmiðju og m.a. tekin ákvörðun um það hve- nær verksmiðjan muni taka til starfa, að sögn Finnboga. Á dögunum var auglýst starf fóðurfræðings fyrir væntanlega laxafóðurverksmiðju og var kraf- ist góðrar menntunar. Alls sóttu Banaslys í Norðurárdal Hörmulegt banasiys varð við Hvamm í Norðurárdal sl. miðvikudag. Bifreið á suðurleið var ekið þar á brúarstólpa og valt hún síð- an út af veginum. Talið er að ökumaðurinn hafi látist samstundis. Nafn hans var Ófeigur Bald- ursson, en Ófeigur var rann- sóknarlögreglumaður á Akur- eyri. í bifreiðinni voru auk hans fjórir farþegar og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús í Reykjavík en meiðsli þeirra munu ekki vera talin mjög al- varleg. Akureyri: Bylting i hotel- og veitingarekstri Bylting er að verða í hótel- og veitingahúsarekstri á Akur- eyri, en hótelmálin hafa lengi verið flöskuháls í ferðamanna- þjónustu á staðnum, að margra mati. Innan fárra ára mun hótelherbergjum hafa fjölgað úr 70 í 170, auk þess sem nýir veitingastaðir spretta upp. Búið er að opna Hótel Stefan- íu með 20 herbergjum, fyrstu nýju herbergin á KEA verða tek- in í notkun í vikunni og er þar um 12 ný herbergi að ræða eða 6 her- bergja aukningu. Fyrir næsta vor verða herbergi þar orðin 51 í stað 28 núna. Herbergjum á Hótel Akureyri fjölgar næstu daga úr 15 í 18 og eftir 2 til 3 ár er hug- myndin að opna Hótel Goðafoss með 55 herbergjum. Hótel Varð- borg er með 26 herbergi og nú hafa þeir sem hafa með höndum heimagistingu sameinast um bókanir og fleira í litlu „Mogga- höllinni“, en þar er um að ræða 110 rúm. Nýr veitingasalur verður tek- inn í notkun á Hótel KEA í haust, nýr veitingasalur verður opnaður eftir hvítasunnu á Hótel Akureyri, byrjað er á innrétting- um nýs veitingasalar í verkalýðs- höllinni og mun Bjarni IngVars- son annast þann rekstur, kjúkl- ingastaður verður opnaður innan skamms á jarðhæð Einingarhúss- ins og skyndibitastaður á Hvannavöllum. Það er því greinilega mikið að gerast í þessum málum á Akur- eyri. HS 20 þús. stolið - úr bifreið Tuttugu þúsund krónum í pen- ingum var stolið sl. miðviku- dag úr bifreið sem stóð austan við aðsetur fyrirtækisins Önd- vegis við Hafnarstræti. Eigandi peninganna lagði bif- reið sinni sem er gullsanseruð af Galant gerð, þar austan við húsið um kl. 15, og er hann kom til baka voru peningarnir horfnir. Grunur' lögreglunnar beindist fyrst að ákveðnum aðilum en sá grunur reyndist ekki á rökum reistur. Biður rannsóknarlögregl- an á Akureyri þá sem geta gefið upplýsingar sem varpað gætu lirSsi á hptta tnál að pefa sip fram. 17 aðilar um starfið og stangast það nokkuð á við þær fullyrðing- ar sumra að ekki sé vænlegt að staðsetja fyrirtæki sem þetta úti á landsbyggðinni vegna þess að ekki fáist menntaðir menn til starfa þar. gk-. Hitaveitan Dalvík: Mælar í stað hemla „Við erum að þessu fyrst og fremst til að ná fram sparnaði í vatnsnotkun, þetta er ekki spurning um að auka tekjur hitaveitunnar. Fyrirtækið er traust og hagur þess með blóma. En með þessari breyt- ingu gerum við okkur vonir um að ná fram 10% orkusparn- aði,“ sagði Guðmundur Arna- son, veitustjóri á Dalvík, en þar er fyrirhugað að breyta gjaldskrá hitaveitunnar á þessu ári. Hætt verður að nota hemla en mælar teknir upp í staðinn. „Útboð eru í gangi og það eru tvær gerðir mæla sem helst koma til greina. Annars vegar eru það mælar eins og búið er að setja upp á Akureyri og hins vegar erum við með aðra gerð mæla í huga og þeir eru mun ódýrari. Við getum fengið þrjá slíka mæla fyrir sama verð og einn af hinni gerðinni og ég hygg að þessi verðmunur komi til með að vega þungt, en endanleg ákvörðun um hvaða mæla við kaupum liggur ekki fyrir. Starfsmenn hitaveit- unnar munu að öllum líkindum annast uppsetningu mælanna þegar þar að kemur. Oll þessi umræða um hitaveit- una á Akureyri gerir okkur róðurinn óneitanlega miklu þyngri, en við hér á Dalvík búum við allt aðrar aðstæður en þar, hér er lágt orkuverð og hagur veitunnar stendur með blóma. Við erum því að þessu fyrst og fremst til að ná fram sparnaði," sagði Guðmundur. - mþþ Veðurstofan spáir hægum vindi og létt- skýjuðu veðri í dag. Á morgun verður sama blíðan, ef til vili sval- ara. # Húsnæðis- hópur í framboð? Mikil óánægja mun nú vera meðal áhugahópsins um húsnæðismál vegna ráðstaf- ana stjórnvalda. Telja margir meðlimir hópsins að vart sé hægt að tala um neinar ráð- stafanir og að alla vega séu þær ráðstafanir sem þegar hafi verið gerðar ófullnægj- andi. Það hefur komið til tals að gera úr öllu saman pólit- ísk landssamtök, sem byðu fram í næstu kosningum. Hugmyndin kom fram í Reykjavík og hefur að sögn fengið býsna jákvæðar undir- tektir víðar út um landið, m.a. á Akureyri. # Svæðisút- varp slítur barnsskónum Ríkisútvarpið á Akureyri, svæðisútvarp, hefur tæplega slitið barnsskónum ennþá, enda ekki búið að starfa til- raunatímann, sem átti að vera þrír mánuðir. Minna hef- ur raunar farið fyrir tilraunun- um þennan tíma, því strax á fyrsta degi fékk svæðisút- varpið sinn eigin blæ og hef- ur haldið honum síðan. Bendir það til þess að for- ráðamenn stöðvarínnar séu hæstánægðir með hvernig til hefur tekist. Þrátt fyrir þann velvilja sem stöðin hefur meðal Akureyringa og fleiri eru þó farnar að heyrast raddir um það, að líklega væri ekki veruleg hlustun á stöðina ef hún nyti þess ekki að tengjast beint öðrum út- sendingum Ríkisútvarpsins. Fáir yrðu til að kveikja gagn- gert á útvarpi og færa stilli- takkann til að hlusta á svæð- isútvarpið. En allt stendur þetta sjálfsagt til bóta eftir sumarhlé og endurmat á starfseminni. # „Flugbolti“ Knattspyrnuáhugamenn á Akureyri geta ekki keypt sér aðgöngumiða að landsleik íslands og Skotlands nema kaupa um leið flugmiða til Reykjavíkur, en það er Ferða- skrifstofa Akureyrar sem annast þá sölu fyrir Flugleið- ir. - Knattspyrnusamband ís- lands segir að það eigi að vera hægt að kaupa miða og svo geti menn ekið suður, en Flugleiðir segja að flugmiði verði að fylgja með í kaupun- um. „Boltaflug, flugbolti, hjá Flugleiðum heitir það flug- bolti.“!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.