Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 9
20. maí 1985 - DAGUR - 9 Akureyringar eiga kost á lánum til orkusparandi aðgerða: „Orkusparandi aðgerðir geta verið „mjög“ hagkvæmar „Það er Ijóst, að húseigendur geta sparað sér verulegar fjár- hæðir með því að bæta einangr- un húsa sinna og með því að hafa fullkominn stýribúnað á hitunarkerfum húsanna, dæmi eru um 25-30 þúsund á ári,“ sagði Guðni Jóhannesson í sam- tali við Dag, en hann á sæti í verkefnisstjórn iðnaðarráð- herra, sem vinnur að orkusparn- aðarátaki meðal landsmanna. Til þessa hafa spjót verkefnis- stjórnarinnar aðallega beinst að svæðum, þar sem íbúar hita hí- býli sín upp með rafmagni eða olíu. Guðni var spurður hvernig þetta kæmi neytendum Hita- veitu Akureyrar til góða. „Störf á vegum þessa orku- sparnaöarátaks hófust á síðast- liðnu ári, annars vegar með skoðun húsa með tilliti til orku- nýtingar, en hins vegar með sér- stakri lánafyrirgreiðslu til að styðja við bakið á þeim sem fara út í orkusparandi aðgerðir á hús- um sínum. Fram til þessa hafa hitaveitusvæðin ekki verið inni í dæminu, en núna hefur verjð tek- in um það ákvörðun, að fólk á dýrum hitaveitusvæðum geti not- ið þessarar fyrirgreiðslu. I>ar með eru neytendur Hitaveitu Akur- eyrar.“ - Hvernig gengur þetta fyrir sig? „Á rafhituðum svæðum höfum við stuðst við notkunartölur frá rafveitunum, sem hafa bent okk- ur á orkufreka neytendur. Einnig hafa einstaklingar haft möguleika á að sækja um aðstoð og það verða neytendur á hitaveitusvæð- unum að gera. Þeir verða að senda inn umsóknir á sérstökum eyðublöðum, þar sem þeir gera grein fyrir stærð hússins, orku- notkun, auk þess sem þeir gera lauslegar upplýsingar um gerð einangrunar og ástand glugga og annað það sem máli skiptir. Þeg- ar við höfum fengið þessar upp- lýsingar í hendur, sendum við sérstakan skoðunarmann, verk- fræðing eða tæknifræðing, til að skoða. húsið og gera úttekt á ástandi þess. Þessir menn, sem eru okkar trúnaðarmenn í hverju byggðarlagi, gera síðan tillögur um aðgerðir til orkusparnaðar, hvað þær kosta og hver orku- sparnaðurinn með þeim verður." - Hvað er möguleiki á háu láni til orkusparandi aðgerða? „Það er möguleiki á að fá að láni allt að 80% af kostnaðinum við þessar aðgerðir. Lánið getur þó aldrei orðið hærra en það sem jafngildir hálfu nýbyggingarláni hjá Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, þannig að hámarkslán núna er 380 þúsund kr. Skoöunar- Guðni Jóhannesson, verkfræðingur, einn af þremenningunum í verkefnisstjórn iðnaðarráðherra til orkusparandi aðgerða. Það getur kostað talsvert að bæta einangrun húsa, setja upp stýri- kerfi á ofnana og fleira í þeim dúr, en slíkar aðgerðir geta borgað sig á stuttum tíma í lægri hitaveitureikningum. mennirnir gera áætlun um orku- sparandi endurbætur á húsunum og í framhaldi af því reikna þeir einnig út svokallaðan endur- greiðslutíma, sem miðast við hvað fljót aðgerðin er að borga sig. Fullt lán er eingöngu veitt út á aðgerðir sem borga sig á skemmri tíma heldur en 16 árum. En þótt aðgerðin borgi sig á lengri tíma, þá getur hún samt verið álitlegur kostur fyrir hús- eigandann, en þá skerðist láns- upphæðin samkvæmt ákveðnum reiknireglum. En það skal tekið fram að hlutur viðhalds og endur- nýjunar er ekki lánshæfur í þessu sambandi." Það er Húsnæðismálastofnun ríkisins sem sér um afgreiðslu á þessum orkusparnaðarlánum og þar er einnig að finna lánaflokk til viðhalds og endurbóta á gömlum húsum. Guðni var næst spurður um viðbrögð fólks, hugs- ar það mikið um orkusparandi aðgerðir? „Það er alveg ljóst að fólk hef- ur mikinn áhuga á þessum málum og margir hafa mikinn hug á að ráðast í framkvæmdir. En við höfum orðið varir við að efnalegar ástæður fólks leyfa það ekki alltaf og eins höfum við orðið varir við að fólk sem notið hefur okkar ráðlegginga, fer jafnvel út í fram- kvæmdir án þess að nýta sér þau lán sem við bjóðum." - Dæmi um sparnað? „Þau dæmi eru auðvitað enn sem komið er reikningsleg, þar sem átakið er það ungt, að ekki er fengin raunhæf reynsla. Það er þó ljóst, að einstaklingar sem eyða 60-70 þúsund kílóvatt- stundum á ári geta minnkað það niður í 30-40 þúsund kílóvatt- stundir með því að endurbæta einangrunina í húsum sínum. 1 krónum talið þýðir þetta sparnað upp á 20-25 þúsund á ári.“ - Er einn veikleiki öðrum meira áberandi í einangrun ís- lenskra húsa? „Já, það er mjög áberandi hvað einangrun á loftplötum er víða ábótavant. Þetta er sérstak- lega merkilegt vegna þess hvað það er ódýrt að bæta úr þessu. Þó það sé einangrun fyrir á loft- unum, ja við skulum segja 4 tommur, þá getur viðbótarein- angrun borgað sig á 2-4 árum. Það er þetta sem fólk ætti að huga að, ekki bara þeir sem eru í verstu húsunum, heldur einnig þeir sem eru í nýlegum húsum. Það hefur nefnilega komið út úr okkar könnunum, að allt of mörg tiltölulega nýbyggð hús hafa ver- ið með of mikla orkunotkun. Það kemur oft til af því, aö húsbyggj- endur slá lokafrágangi loftaein- angrunarinnar á frest, en síðan hafa loftin jafnvel fyllst af drasli og ekkert verður úr framkvæmd- um." - Hvaða ráð gefur þú notend- um Hitaveitu Akureyrar, sem eftir 1. júlí verða að greiða fyrir allt það vatn sem þeir fá? „Já, ég hvet Akureyringa til að gæta að einangrun húsa sinna, en það er ekki síður mikilvægt að stýrikerfið á ofnunum sé í góðu lagi. Menn verða að gera sé.r ljósa grein fyrir því, að við þær aðstæður sem skapast 1. júlí vérða allar orkusparandi aðgerð- ir mjög hagkvæmar - og þá undirstrika ég „mjög“ hagkvæm- ar.“ Það skal tekið fram, að úttekt- in sem Guðni minnist á í viðtal- inu, er gerð húseigendum að kostnaðarlausu, hvort heldur sem umsókn þeirra reynist láns- hæf eða ekki. Skoðunarmenn verkefnisstjórnar iðnaðarráð- herra eru tveir á Akureyri; Bragi Sigurðsson hjá Verkfræðistofu Norðurlands og Magnús Magnús- son hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.