Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. maí 1985 í starfskynningu - í starfskynningu í starfskynningu - í starfskynningu María Þorláksdót tir. Baldvin G. Baldvinsson. Friðríka Tómasdóttir og Jónína Mjöll Þormóðsdóttir. Eftir þetta röltum við niður að gullsmíðastofu Sigtryggs og Péturs. Þar hittum við tvær ungar stúlkur. - Hvað heitið þið? „Friðrika Tómasdóttir og Jón- ína Mjöll Þormóðsdóttir." - Hvað hafið þið nú lært á þessu? Jónína hafði orðið: „Við höfum séð hvernig grafið er á verðlaunapeninga, svo höfum við líka séð hvernig hringur er minnkaður." - Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum að búa til víravirk- isarmbönd. Ég myndi segja að gullsmíði sé mikil þolinmæðis- og nákvæmnisvinna. “ - Hvernig finnst ykkur að vinna við þetta? „Það er bara gaman.“ „Ja, það fer mikið eftir því hvernig gengur," skýtur Friðrika inn í. - Gætuð þið hugsað ykkur að vinna við þetta í framtíðinni? „Nei! Eða ég veit það ekki.“ „Ja, þetta er fjögurra ára nám og mér finnst það svolítið mikið. Ég meina, þetta er flest innflutt. Maður gerir svo lítið sjálfur. Bara að grafa, minnka hringa og svoleiðis. Ég vil skapa sjálf. “ „Eg fæ að búa til hamborgara og svo fæ ég að elda svolítið“ Tvö ungmenni úr Glerárskóla, Kristín M. Jóhannsdóttir og Olgeir Þór Marinósson, voru í starfskynningu hjá okkur á Degi fyrir skömmu. Þau kynntust starfi blaðamanna og ljósmyndara og unnu talsvert sjálf. Meðal þess efnis er þau unnu eru viðtöl þau er hér fara á eftir, Kristín handlék penn- ann og fór síðan fimum hönd- um um ritvélina en Olgeir var myndasmiðurinn. Lítum hér á grein og myndir er þau unnu einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. Við löbbuðum niður í bæ í góða veðrinu og lögðum leið okkar niður á Bauta, þar sem við hittum krakka í starfskynningu. Þau höfðu lítið að gera þessa stundina svo þau gáfu sér tíma til að spjalla svolítið við okkur. - Hvað heitir þú? „María Þorláksdóttir.“ - Þú ert á Bautanum, María. Hvað ertu látin gera? „Það er nú ýmislegt. Ég er lát- in taka við pöntunum, taka af borðum og svo þjóna ég fólki.“ - Er þetta gaman? „Já, mjög gaman.“ - Geturðu hugsað þér að starfa við þetta í framtíðinni? „Já, ég get vel hugsað mér það.“ - Hvað heitir þú? „Baldvin G. Baldvinsson.“ - Þú ert „kokkur“, Baldvin. Færðu að malla eitthvað? „Já, ég fæ að búa til hamborg- ara, svo fæ ég að elda svolítið. Síðan er ég látinn þvo upp.“ - Hvernig er að vera hér? „Það er alveg ágætt.“ - Geturðu hugsað þér þetta sem framtíðarstarf? „Já.“ KMJ í starfskynningu - í starfskynningu í starfskynningu - í starfskynningu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.