Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 6
6-DAGUR-20. maí 1985 Sigurður Pálsson. Sigurður til liðs viðKA Sigurður Pálsson handboltamaður úr Þór hefur gengið til liðs við KA og mun klæðast búningi þess félags í haust. Sigurður hefur verið skæðasti sóknarmaður Þórs undanfarin ár og skorar yfírleitt mikið af mörkum. Það er því slæmt fyrir Þór að missa hann, en að sama skapi gott fyrir KA sem hefur misst skyttuna Frið- jón Jónsson sem mun dvelja er- lendis. Flogið hefur fyrir að fleiri leik- menn Þórs hyggi á félagaskipti en það hefur ekki fengist staðfest. Leiftur láá Húsavík Völsungar unnu fremur átakalítinn sigur á nýliðum Leifturs í fyrstu umferð 2. deildarinnar, en leikið var á grasvellinum á Húsavík. Úr- slitin 3:0. Fyrsta mark leiksins kom á 9. mín. Leiftursmenn fengu horn, Gunnar Straumland markvörður sió boltann frá til Kristjáns Olgeirs- sonar sem lék upp allan völl. Krist- ján gaf síðan á Wilhelm Fredriksen sem skoraði auðveldlega, gott mark. Annað markið kom skömmu síð- ar og var glæsimark. Góðri sókn upp hægri kantinn lauk með fyrir- gjöf Björns Olgeirssonar á höfuð Kristjáns bróður hans sem skallaði í slá og inn frá vítapunkti. Síðasta markið kom á 79. mín. Ómar Rafnsson með góða send- ingu á Jónas Hallgrímsson sem skoraði örugglega. Leikurinn I heild þótti ekkert sérstakur en þó komu góðir kaflar hjá báðum liðum. Kristján Olgeirs- son bestur heimamanna en Leift- ursliðið sýndi þrátt fyrir tapið að liðið getur bitið frá sér og á senni- lega eftir að koma á óvart í sumar, sérstaklega á heimavelli sínum. AB-gk-. „Við steinlágum, en leikurinn sem slíkur var alls ekki eins ójafn eins og tölurnar gefa til kynna,“ sagði Völsungurinn Kristján Olgeirsson eftir að Is- firðingar höfðu unnið Völsung 4:0 í 2. deildinni á fsafirði í gær. Öll mörk ísfirðinga komu eftir hornspyrnur eða löng innköst og var vörn Völsunga illa á verði. „Ég hélt að við værum komnir með svo sterka vörn að svona nokkuð kæmi ekki fyrir,“ sagði Kristján. ísfirðingar skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik. tvö fljótlega í síðari hálfleik og eitt undir lokin. Markaskorarar þeirra voru Örn- ólfur Oddsson, Ragnar Rögn- valdsson, Guðmundur Jóhannes- son og Kristinn Kristjánsson. Leikið var á slæmum malar- velli, en við hlið hans var fagur- grænn grasvöllur, vel sprottinn, og var helst að skilja á Isfirðing- um að hvorki mætti slá völlinn né leika á honum á næstunni. Jónas Róbertsson skoraði mark Þórs í Keflavík. Vinstra megin á myndinni sést Helgi Bentsson, fyrrum Þórsari, en nú leikmaður ÍBK. Markaregn á „Við getum mun betur en í þessum leik, og mér sýnist að Skallagrímsliðið megi heldur betur taka sig á ef það ætlar ekki að falla í 3. deild,“ sagði Karl Páisson formaður KS eft- ir að Siglfirðingar höfðu unnið 4:1 sigur á Skallagrími úr Borgarnesi í blíðunni á Sigló í gær. Þeir Mark Duffield og Hafþór Kolbeinsson sem léku með KA í 1. deildinni í fyrra sáu um marka- skorun fyrir Siglfirðinga að þessu sinni og skiptu mörkunum reynd- ar bróðurlega á milli sín. Hafþór skoraði það fyrsta strax í upphafi, Mark kom með annað á 15. mínútu og Hafþór með það þriðja á 24. mínútu. í síðari hálf- Magni - KA Njáll Eiðsson. - í Bikarkeppni - Njáll Eiðsson Þórsvöllur verður annað kvöld vettvangur bikarleiks Magna frá Grenivík og KA, en þá eig- ast liðin við kl. 20 í 1. umferð Bikarkeppni Knattspyrnu- sambands íslands. Þetta er heimaleikur Magna sem leikur í 3. deild og er ekki að efa að marga mun fýsa að sjá hvernig Magnamönnum reiðir af gegn 2. deildar liði KA sem hóf KSI á Þórsvelli er í leikbanni keppnina í 2. deild með góðum útisigri gegn Skallagrími rBorg- arnesi. Njáll Eiðsson fyrirliði KA leikur ekki annað kvöld. Hann lék heldur ekki með KA gegn Skallagrími á fimmtudaginn. Njáll er að taka út tveggja leikja bann sem hann átti inni frá sl. hausti og er því fjarri góðu gamni annað kvöld. Góður sigur hjá KA KA-menn gerðu góða ferð til Borgarness í fyrsta leik sínum í 2. deild að þessu sinni. Þang- að sóttu þeir þrjú stig með 3:0 sigri á heimamönnum og var það gott hjá liðinu sem var án Njáls Eiðssonar fyrirliða sem var að taka út fyrri leik sinn í tveggja leikja banni. Markakóngur íslandsmótsins í fyrra, Tryggvi Gunnarsson, sem var að leika sinn fyrsta deildar leik með KA gaf tóninn í fyrri hálfleik. Hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir stungubolta frá Þorvaldi Örlygssyni og síðar var Tryggvi svo felldur í vítateig og Þorvaldur Þorvaldsson skor- aði úr vítaspyrnunni. Þannig var staðan í hálfleik og Steingrímur Birgisson skoraði þriðja mark leiksins í síðari hálf- leik, fékk stungubolta og eftir- leikurinn var auðveldur. Bæði lið fengu að auki góð marktækifæri en fleiri urðu mörkin ekki og KA því með óskabyrjun í mótinu, sigur á útivelli. leik náðu gestirnir að minnka muninn í 3:1, en Mark Duffield var ekki sáttur við það og skoraði fjórða mark KS. Siglfirðingar hefðu hæglega átt að skora fleiri mörk að þessu Hafþór Kolbeinsson. Staðan 1. DEILD Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir lciki helgarinnar er nú þessi: IBK-Þór ÍA-Víftir FH-KR Valur-Þróttur Fram-Víkingur Fram KR FH Akranes ÍBK Þór Valur Víkingur Þróttur Víðir Nunni Konn og Bjami - unnu í „Four ball - best bair Gunnar Konráðsson (Nunni Konn) og tengdasonur hans, Bjarni Jónasson, urðu sigur- vegarar í „Four ball - best ball“ keppni hjá Golfklúbbi Akureyrar í gær. Nokkur fjöldi kylfinga mætti til ieiks í blíðunni og tókst cngum þeirra að sjá við Nunna og Bjarna sem léku á alls oddi og 56 höggum, 18 holurnar. Keppnisfyrirkomulag var þannig að tveir léku saman sem „lið“ og taldi árangur þess sem betri var á hverri holu. f öðru til þriðja sæti urðu ann- ars vegar Guðjón E. Jónsson og Brynjólfur Tryggvason og hins vegar Guðni Jónsson og Bessi Gunnarsson, en þessir heiðurs- menn léku á 59 höggum. Þeir máttu fara í aukakeppni um 2. sætið og þá sigruðu þeir Guðni og Bessi. Næsta mót hjá GA er á fimmtudag, þá er „Vélamót“ á dagskránni, leiknar 9 holur með forgjöf og ræst út kl. 16—19. Völsungur steinlá!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.