Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 20.05.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. maí 1985 ffí rn r T í I 1EIGNAMIÐSTÖÐIN: SÍMI24606 í Skipagötu 14 3. Iiæð (Verkalýðshúsið). OPIÐ ALLAN DAGINN Áshlíð: 5 herb. n.h. í tvíbýlishúsi ásamt bilskur og lítilli ibúð í kjallara. í nágrenni Akureyrar: 8 herb. húseign i nágrenni Akur- eyrar, hæð, kjallari og ris. Til af- hendingar strax. Skarðshlíð: 4ra herb. ibuð á 2. hæð i fjölbýlis- húsi, geymsla og þvottahús inn af eldhúsi. Verð kr. 1.500.000. Smárahlíð: 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlis- húsi, geymsla og þvottahús inn af eldhúsi. Verslun: Sérverslun með tískuvörur á Mið- bæjarsvæðinu. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Kotárgerði: 150 fm einbýlishús á einni hæð á besta stað í bænum. Frábært út- sýni. Laust eftir samkomulagi. Lerkilundur: 147 fm einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr. Góð elgn á góðum stað. Verð kr. 3.500.000. Reykjasíða: 135 ím einbýlíshús á einni hæð ásamt grunni undir bílskúr. Húsið er ekki fullgert en íbúðarhæft. Skiptl á raðhusi mögulegt. Verð kr. 2.400.000. Birkilundur: 5 herb. einbýlishús á einni hæð ásamt bilskúr. Verð kr. 3.700.000. Rimasíða: 160 fm einbýlishús á einni hæð ásamt grunni undir bílskúr. Göðir greiðsluskilmáiar. Verð kr. 3.000.000. Furulundur: 3ja herb. íbúð á n.h. í raðhúsi ca. 54 fm. Góð eign. Verð kr 1.200.000. Hjallalundur: 2ja herb. ibúð á 3. hæð í fjölbýlis- húsi ca. 54 fm. Verð kr. 950.000. Skarðshlíð: 3ja herb. ibúð á 2. hæð i fjölbýlis- húsi ca. 80 fm. Verð kr. 1.200.000. Tjarnarlundur: 2ja herb. ibúð á 2. hæð i fjölbýlis- húsi ca. 48 fm. Verð kr. 860.000. Aðalstræti: 5-6 herb. parhús, kjallari, hæð og ris, mikið endurnýjað. Ýmis skipti möguleg. Verð kr. 1.500.000. Móasíða: Rumlega fokheld raðhúsibúð með biskúr ca. 167 fm. Laus strax. Verð kr. 1.800.000. Brekkuhús - Hjalteyri: 190 fm parhús á tveim hæðum. Töluvert endurnýjað. Verð kr. 1.300.000. Heiðarlundur: 5 herb. raðhúsíbúð ca. 140 fm á tveim hæðum til afhendingar eftir sarnkomulagi. Verð kr. 2.400.000. Seljahlíð: 3ja herb. raðhúsíbúð á einni hæð. Laus eftir samkomulagi Kjalarsíða: 4ra herb. ibúð á 2. hæö í enda í svalablokk. Verð kr. 1.570.000. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á 4. hæð í fjölbýlis- húsi ca. 84 fm. Laus eftir sam- komulagi. Verð kr. 1.300.000. Ath: Höfum eignir i Reykjavik og á Suðurnesjum í skiptum fyrir eignir á Akureyri. Opið allan daginn. Síminn er 24606. Sölustjóri: Björn Kristjánsson. Heimasími: 21776. Lögmaður: Ólafur Birgir Árnason. Davíð Sverrisson. Tekur bústörfin fram yfir mölina - Rætt við Davíð Sverrisson á Skriðu í Hörgárdal - verðandi búfræðing „Við leggjum okkur stundum eftir matinn, því það eru ansi miklar vökur yfír sauðburð- inn,“ sagði ungur maður sem kom til dyra er við bönkuðum upp á á Skriðu í Skriðuhreppi í Hörgárdal. Þessi ungi maður er Davíð Sverrisson, einn fimm barna hjónanna Sigurbjargar Sæmunds- dóttur og Sverris Haraldssonar sem búa á Skriðu. „Ég var á leið upp í fjárhús því það er allt á fullu í sauð- burði,“ segir Davíð. Við spyrjum hvort það sé til óþæginda að bæjarfólk fái að ganga með til fjárhúsa, og jafnvel taka myndir. Slíkt er ekkert til óþæginda að sögn unga bónda- sonarins. - En ætlar ungi maðurinn að verða bóndi? „Ég reikna fastlega með því. Næsta ár fer ég að Hvanneyri og verð þar vonandi tvo vetur við nám og verð þar með búfræðing- ur.“ - Ætlarðu þá að taka við bú- inu hér í Skriðu þegar fram líða stundir? „Pað er ekkert sjálfgefið," seg- ir Davíð og brosir. „Ég á fjórar systur, og ef til vill hafa einhverj- ar af þeim áhuga á því líka svo það verður bara að koma í ljós hvort það verður hér eða annars staðar sem ég fer að búa.“ - Þurfa ekki ungir menn sem ætla í búskap að hafa við hlið sér konu, sem getur veitt þeim styrk við bústörfin? Davíð hlær. „Jú, það væri áreiðanlega gott, en það er nú kannski hægt að komast hjá því, svona til að byrja með,“ segir þessi dugnaðarlegi piltur sem' verður 17 ára í október, svo það er ástæðulaust af okkur aðkomu- mönnum að fara að gifta piltinn strax. Davíð hefur verið við nám í Þelamerkurskóla og lauk þaðan námi frá 9. bekk í fyrravor. Fram að síðustu áramótum var hann síðan í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Eins og fyrr segir stefnir hann að námi að Hvann- eyri. - Búskapurinn sem stundaður er í Skriðu er blandaður bú- skapur. Þar eru 140 fjár og 41 kýr. Hvort þykir verðandi bónda skemmtilegra að vinna við, fé eða kýr? „Ég geri ekki upp á milli þess. Mér þykir hvort tveggja mjög skemmtilegt.“ - Telurðu nauðsynlegt fyrir verðandi bændur að fara í bændaskóla? „Pað tel ég,“ segir Davíð. „Þrátt fyrir að ég sé alinn upp í sveit og þekki sveitastörfin mjög vel, þá er nauðsynlegt að fara í skólann." - Hvað með tómstundir hjá þér? Ferðu á böll og aðrar skemmtanir? „Auðvitað fer ég á böll og skemmti mér. Ég fer þá inn á Ak- ureyri, eða hér í nágrennið, það er alltaf eitthvað um að vera í svoleiðis málum.“ - Þú ferð til Akureyrar að skemmta þér og einnig hefur þú verið þar í skóla. Langar þig þá ekki að flytja þangað og búa þar? „Nei, mig langar ekkert að búa þar, því mér líður miklu betur í sveitinni. Hér er miklu friðsælla, og einnig er nóg að gera, svo ég mundi ekki vilja skipta á Akur- eyri og sveitinni,“ segir hann Davíð Sverrisson í Skriðu, sem ætlar að taka bústörfin fram yfir „rnölina". Og við þökkum hon- um spjallið og óskum góðs gengis í landbúnaðinum. gej Því miður aðeins ein Pað var með tilhlökkun mánu- daginn 6. maí að ég beið eftir að Dagur dytti inn um bréfarifuna hjá mér. Alltaf er gaman að fá Dag, en í þetta sinn var eitthvað sérstakt sem ég beið eftir. Það vildi svo til að ég var stödd laug- ardaginn 4. maí á einni bestu fjölskylduskemmtun sem ég hef tekið þátt í þau 17 ár sem ég hef búið á íslandi. Hér á ég við Tóna- dyn Tónlistarskólans á Akureyri. Ég hlakkaði til að sjá myndir og lesa um allt sem fór þar fram. En því miður var þarna aðeins ein mynd, tekin í Hafnarstræti. Ekkert annað um þessa frábæru skemmtun. Hvað olli? Kannski hefur verið svo tímafrekt að vinna úr kaupfélagsfundinum að þessir ágætu blaðamenn hafa ekki haft tóm til að fjalla um ým- islegt annað sem var á boðstólum þennan sama dag. En svo kom miðvikudagsblað- ið. Því miður var það sama sagan. Þessi stórkostlegi fjöl- skyldudagur hefur að því er virð- ist farið alveg framhjá frétta- mönnum hér í bænum. Þó geta þeir ekki borið því við að þessi tónlistarkynning væri illa auglýst. Ef dæma má eftir bílafjölda sem stóð fyrir utan Dynheima og Tónlistarskólann, hafa bæjarbúar haft talsverðan áhuga á því að koma, hlusta og læra eitthvað um starfsemi Tónlistarskólans. Datt engum blaðamanni í hug að hérna væri verðugt fréttaefni - að þessi börn sem gáfu svo mikið af sjálfum sér hefðu kannski gaman af að finna að einhver annar en mamma og pabbi kynnu að meta þá miklu vinnu sem fór í að æfa og flytja svona tónleika. Ég held að á ári æskunnar hefði ekki ver- ið til of mikils mælst að kennar- arnir fengju svolítið hrós fyrir vel unnið starf. Að vekja áhuga hjá þessum ungmennum og viðhalda honum er svo sannarlega ekki alltaf létt verk. Ekki gat ég fylgst með öllu sem fram fór, en það sem ég heyrði vakti undrun mína á hæfileikum margra þessara barna og fullorð- inna. Allt frá yngstu strengja- sveitinni upp í hið fræga „Big Band“ hans Ebba, stóðu þessir tónlistarmenn sig frábærlega vel. Ég á sjálf tvö börn í Tónlistar- skólanum og veit af eigin reynslu hve mikilvægt þetta nám er fyrir þau. Það er ekki bara áhugamál, heldur jákvæð leið til þess að fá útrás fyrir alla þá orku sem fylgir börnum, sérstaklega á tánings- aldrinum. Þau geta gripið til hljóðfæranna sinna í blíðu og stríðu - þegar litli bróðir er til leiðinda, þegar mamma er að skammast yfir ruslinu í herberg- inu manns, geta 10 mínútur með trommurnar eða fiðluna hjálpað mynd til að slaka á og safna kjarki til að ráðast til atlögu við ruslið, en láta litla bróður í friði! Ég gæti eflaust skrifað miklu meira í þessum dúr, en það er í rauninni ekki mitt verk, heldur blaðamannsins sem birtist aldrei. Ég vil aðeins að lokum þakka bæði nemendum og kennurum fyrir skemmtilega stund og um leið færa þeim kennurum sérstak- ar þakkir sem hafa haft börn mín undir sinni umsjón og lofað mér að fylgjast með í tímum. Það eru ekki allar mömmur sem kunna á hljóðfærin sem börnin þeirra eru að læra á, og mér finnst ómetan- legt að geta lært með dóttur minni og hjálpað henni þegar þess þarf. Ég vona að kennararn- ir njóti sumarleyfisins og komi jafn hressir og áhugasamir til baka næsta haust. Helena Frances Eðvarðsdóttir, Byggðavegi 134.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.