Dagur - 24.05.1985, Page 4

Dagur - 24.05.1985, Page 4
r*»i I'-n * /i n ri v 4 - DAGUR - 24. maí 1985 Hin nýja Hlutverk hinnar nýju Byggðastofnunar, sem lagt hefur verið fram frumvarp um á Alþingi, er að stuðla að þjóðhagslega hag- kvæmri þróun byggðar á landinu með því að koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað eða að lífvænlegar byggðir farið í eyði án þess að reynt sé að sporna við því. í sam- ræmi við þetta hlutverk er gert ráð fyrir að stofnunin veiti lán, ábyrgðir eða óaft- urkræf framlög. Þá er stofnuninni ætlað að fylgjast náið með þróun byggðar í landinu og gera áætlanir um hvernig treysta megi byggð og at- vinnu á þeim stöðum þar sem byggðaröskun væri tal- in þjóðfélagslega óæskileg. Auk þess er gert ráð fyrir að Byggðastofnun geti, innan ramma lánsfjárlaga, tekið lán og endurlánað síðan. Samkvæmt lagafrum- varpinu er Byggðastofnun ætlað að vera sjálfstæð stofnun sem stjórnsýslu- lega heyrir undir forsætis- ráðherra. Stofnunin skal lúta sérstakri stjórn sem skipuð skal sjö mönnum, kosnum hlutfallskosningu á sameinuðu Alþingi að af- stöðnum almennum þing- kosningum. Að þessu leyti er um að ræða breytingu frá núverandi skipulagi, en sem kunnugt er er hluta þeirrar starfsemi, sem hinni nýju Byggðastofnun er ætl- að að sinna, nú komið fyrir sem deild í Framkvæmda- stofnun ríkisins. Með þessari nýju Byggðastofnun er stefnt að verulegum breytingum á núverandi framkvæmd og skipulagi yfirstjórnar byggðamála. Þessar breyt- ingar munu gera Byggða- stofnun allsjálfstæða og skapa um leið möguleika á því að takast megi að gera störf hennar og stefnu- mótun markviss og árang- ursrík. Þó verður því ekki neitað að útlit er fyrir að stofnunin verði um of háð duttlungum stjórnmálam- anna á hverjum tíma. Tekj- ur hennar koma frá eignum Byggðasjóðs, sem framlag úr ríkissjóði eins og ákveðið er í fjárlögum hverju sinni og sem fjármagnstekjur. Þá verður Byggðastofnun heimilt innan ramma láns- fjárlaga að taka lán til starf- semi sinnar innanlands og erlendis, annað hvort í eig- in nafni eða fyrir milligöngu annarra aðila, þannig að ráðstöfunarfé stofnunar- innar verði að minnsta kosti 0,5% af þjóðarframleiðslu, sem er u.þ.b. 2% fjárlaga, eins og nú er ákveðið í lögum. Mikill misbrestur hefur hins vegar verið á því að núverandi Byggðasjóður hafi fengið til ráðstöfunar 2% fjárlagaupphæðar, enda hefur það ekki verið lög- bundið sem lágmark. Svo er heldur ekki gert í frumvarpinu um hina nýju Byggðastofnun. Er það miður, því reynslan hefur sýnt á undanförnum árum að ekki er tekið á brýnum byggðaverkefnum fyrr en málin hafa verið komin í hnút. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUDI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Konumar skemmtu sér vel þar til karlarnir komu. Konur héldu sitt „krúttmagakvöld“ um síðustu helgi með miklum elegans. „Það var ofsalega gaman, alveg þangað til karlarnir komu um miðnættið," sagði ein ónefnd kona, sem minntist þessarar kvöldskemmtunar með sælubros á vör. Eins og myndir Kristjáns Arngrímssonar hér á síðunni sýna, þá var margt til skemmtunar á þessu kvennakvöldi og það leynir sér ekki að „krúttin" hafa skemmt sér vel. „Krúttmagakvöld- in“ voru raunar tvö og var uppselt á þau bæði. Dagur fékk sinn skammt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.