Dagur - 24.05.1985, Blaðsíða 13
“io«*>*■ kc ai icun .. ?r
24. maí 1985 - DAGUR - 13
AMstám
Vestnmn
sýnir á Jaðri
Aðalsteinn Vestmann listmál-
ari opnar málverkasýningu að
Jaðri - skála Golfklúbbs Ak-
ureyrar, nk. laugardag kl. 14.
Stendur sýningin yfir til mánu-
dagskvölds og verður opin
daglega kl. 14-22. Flest verkin
verða til sölu.
Þetta er önnur einkasýning
Aðalsteins á Akureyri en að
auki hefur hann haldið einka-
sýningu í Reykjavík og tekið
þátt í fjölmörgum einkasýn-
ingum. Hann lauk námi frá
Handíða- og myndlistaskólan-
um 1951, og er nú starfandi
myndmenntakennari við
Barnaskóla Akureyrar.
Sýningá
handavinnu
Œlíð
Annan í hvítasunnu verður
haldin sýning á handavinnu
vistmanna að Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri. Sýndir verða
munir sem vistmenn hafa unn-
ið að í vetur, svo sem prjónles,
heklaðir dúkar o.fl. Flestir
munirnir eru til sölu. Samhliða
sýningunni verða kaffiveiting-
ar fyrir alla. Sýningin hefst kl.
14 og stendur til 17, en kaffi-
veitingar verða fram bornar
frá kl. 15.
Brekkuhlaup
ámánudag
Verslunin Garðshorn við
Byggðaveg gengst á 2. dag
hvítasunnu fyrir svokölluðu
Brekkuhlaupi, og hefst það
við verslunina kl. 14, en kepp-
endur þurfa að mæta kl. 13 til
skráningar.
Keppnin er fyrir alla krakka
14 ára og yngri. Keppt verður
í þremur flokkum drengja og
stúlkna og verða því 18 verð-
launabikarar afhentir í lok
keppninnar. Einnig munu sig-
urvegarar fá í verðlaun útsýn-
isflug yfir Akureyri.
Þegar keppendur koma í
mark verður tekið á móti þeim
með gosdrykkjum sem Sana
gefur, og Garðshorn leggur til
sælgæti til að „maula" með.
Þá er líklegt að einhverjar
uppákomur verði á ferðinni og
ættu krakkarnir því að fjöl-
menna í þetta fyrsta „Brekku-
hlaup“ á Akureyri.
íslenska htjómsveitin með
sveifluverk í Höllituii
Um næstu helgi leggur ís-
lenska hljómsveitin land undir
fót með „sveiflur" sínar í
pokahorninu. Haldnir verða
tvennir tónleikar, þeir fyrri í
Samkomuhúsinu í Vest-
mannaeyjum á hvítasunnudag
og þeir síðari annan hvíta-
sunnudag í íþróttahöllinni á
Akureyri. Hefjast tónleikarnir
kl. 14.00.
Efnisskráin er að. hluta til
sú sama og hljómsveitin lék í
Laugardalshöll á öskudags-
kvöld, en um 1300 manns
sóttu þá skemmtun. Flutt
verða sveifluverk eftir Stefán
S. Stefánsson, Vilhjálm Guð-
jónsson, Ólaf Gauk og fleiri.
Að auki leikur hljómsveitin
gítarkonsert eftir Joseph
Fung, sem frumfluttur var á
síðustu áskriftartónleikum
hljómsveitarinnar í ár, en verk
þetta hlaut lofsamlega dóma.
25 tónlistarmenn taka þátt í
ferðinni. Stjórnandi hljóm-
sveitarinnar er Guðmundur
Emilsson.
Þrír gítarleikarar koma
fram með hljómsveitinni, tveir
rafmagnsgítarleikarar og einn
sem spilar á klassískan gítar.
Það eru þeir Bjöm Thor-
oddsen og Vilhjálmur Guð-
jónsson sem spila á rafgítar-
ana, en Joseph Fung frá Hong
Kong leikur konsert eftir sjálf-
an sig á klassískan gítar.
Auk þess kemur fram Ás-
geir Hermann Steingrímsson
frá Húsavík og leikur stórt
sóló í einu verkanna.
Guðmundur Emilsson
stjórnandi hljómsveitarinnar
var spurður um tildrög ferðar-
innar. Sagði hann að ferðin
hafi verið í undirbúningi
undanfarnar vikur, og vildi
Guðmundur koma fram sér-
stökum þökkum til þeirra fjöl-
mörgu aðila á Akureyri sem
stutt hafa hann og hljómsveit-
ina við undirbúning ferðarinn-
ar norður.
í sambandi við þessa glæsi-
legu tónleika má taka fram að
félagar í Tónlistarfélagi Akur-
eyrar fá afslátt af verði að-
göngumiða gegn framvísun á
stofni afsláttarkorts.
Lyftí
SjaÉanum
Akureyrarmótið í kraftlyfting-
um verður haldið í Sjallanum
á morgun, laugardag kl. 13.
Þar mæta 11 keppendur til
leiks og er talið að hörð bar-
átta muni verða í stigakeppn-
inni á milli Víkings „bangsa“
Traustasonar og Flosa Sig-
urðssonar.
Frá Reykjavík kemur einn
keppandi sem reyndar gengur
til leiks undir merki ÍBÍ, er
það hinn ört vaxandi lyftari
Eiríkur St. Eiríksson sem er
að sögn til alls líklegur um
þessar mundir.
Vaxtarræktarmennirnir Sig-
urður Gestsson og Sigurður
Pálsson verða í hópi keppenda
og verður fróðlegt að sjá til
þeirra í baráttunni við lóðin.
Vorsýning Myndlistaskólans
á Akureyri verður opnuð í
fþróttaskemmunni klukkan
tvö eftir hádegi laugardaginn
25. maí. Á sýningunni verða
u.þ.b. eitt þúsund verk eftir
pemendur hinna ýmsu deilda
skólans. Þetta er stærsta og
veglegasta sýning á verkum
nemenda skólans til þessa.
Starfsemi Myndlistaskólans
er einkum tvíþætt. Annars
vegar eru það síðdegis- og
kvöldnámskeið fyrir börn og
fullorðn.t í hinum ýmsu grein-
um sjónmcnnta og hins vegar
fullgildur dagskóli þ.e. For-
námsdeild, sem er fyrsta ár
reglulegs listnáms og Málunar-
deild, sem er þriggja ára
sérnám. Einnig annast skólinn
hinn faglega þátt myndlista-
brautar Menntaskólans á Ak-
ureyri.
Nemendur geta nú lokið
listnánti sínu hér við Mynd-
listaskólann á Akureyri og
munu fyrstu nemendurnir
verða brautskráðir í vor úr
Málunardeild að loknu fjög-
urra ára námi við skólann.
Með því er mikilvægum
áfanga náð í sögu skólans.
Umsóknarfrestur um
skólavist í dagskóla veturinn
1985-86 er til 29. maí. Gefst
því þeim sem hug hafa á að
sækja um skólavist gott tæki-
færi til að kynnast starfsemi
skólans laugardag, sunnudag
og mánudag í íþróttaskemm-
unni. Sýningin verður opin
alla dagana klukkan tvö til tíu
eftir hádegi.
Nemendur Myndlistaskól-
ans á Akureyri voru tvö
hundruð á hvorri önn í vetur
og kennarar tíu. Skólastjóri er
Helgi Vilberg.
á Blönduósi
Oft er blástur á Blönduósi,
en um helgina verður þar
óvenju mikili blástur og
það úr öllum áttum.
Blönduósingar eiga nefni-
lega von á um 100 blásur-
um frá Tónlistarskólanum
á Akureyri í heimsókn og
einnig kemur sveit blásara
frá Seltjarnarnesi. Þar
verður síðan haldið blás-
aramót, sem hefst með úti-
tónlcikum kl. 14.00 á laug-
ardaginn. Síðar um daginn
verða samæfingar sveit-
anna í félagsheimilinu, en
á sunnudaginn bregða blás-
ararnir sér í hcimsókn í
Kántríbæ á Skagaströnd og
taka þar ef til vill lagið.
Eftir hádegið verða síðan
tónleikar í félagsheimilinu
á Blönduósi, en að þeim
loknum verður haldið heim
á leið. Á heimleiðinni
verða haldnir útitónlcikar
á Sauðárkróki og er reikn-
að með að þeir hefjist kl.
17.30.
í blásarasveitunum frá
Akureyri eru börn og ungl-
ingar, allt frá 8 ára aldri, en
elstu blásararnir eru 16 ára.
Sveitirnar eru fjórar og eru
stjórnendur þeirra Roar
Kvam, Edward Frederiks-
sen, Finnur Eydal og Knút-
ur Birgisson. Upphaflega
ætluðu fleiri sveitir að taka
þátt í þessu móti, en liðs-
menn sumra þcirra reynd-
ust komnir til sveita og á
kaf í sauðburðinn, þegar til
átti að taka. Það eru því
eingöngu sveitir frá Akur-
eyri og Seltjarnamesi sem
taka þátt í mótinu, en auk
þeirra koma einstakir blás-
arar víðs vegar af Norður-
landi til leiks.
Landssamtök um jafnrétti landshluta:
Funda í Siauanum
Landssamtökin bjóða til al-
menns kynningar- og umræðu-
fundar í Sólarsal Sjallans
þriðjudaginn 28. maí kl.
20.30. Verða þar framsöguer-
indi og almennar umræður um
markmið og starf samtakanna,
auk þess sem þátttökulistar
fyrir nýja meðlimi liggja
frammi.
Landssamtök um jafnrétti
milli landshluta eru þjóðmála-
hreyfing áhugafóks úr öllum
stjórnmálaflokkum sem komið
var á fót til að jafna aðstöðu
fólksins í landinu og draga úr
efnahagslegri og pólitískri
miðstýringu.
Á undanförnum áratugum
hefur hið íslenska stjórnkerfi
leitað í farveg miðstýringar.
Völd og fjármagn safnast á
sama blettinn ásamt tilheyr-
andi og sívaxandi þjónustu-
bákni. Sú yfirbygging er nú
þegar orðin allt of stór og blæs
sífellt út. Þar er boðið upp á
næg atvinnutækifæri, og fólki
fjölgar stöðugt. Þó koma 60-
70% útflutningstekna þjóðar-
innar frá öðrum stöðum
landsins.
Landssamtökin eru fjölda-
hreyfing allra, sem telja nauð-
synlegt að stöðva þessa þróun:
Sem vilja stefna úr miðstýr-
ingu í valddreifingu.
Til þess að ná markmiðum
sínum telja samtökin nauðsyn-
legt að gera nokkrar grund-
vallarbreytingar á stjórnar-
skrá landsins, og hefur nefnd
á vegum þeirra þegar unnið
hugmyndir að þeim. Þær gera
ráð fyrir að landinu verði skipt
í fylki, sent hafa víðtæka
sjálfstjórn, yfirráðarétt yfir
auðlindum sínum og ráðstöf-
unarrétt á tekjum sínum. Þau
telja að þannig sjái menn bet-
ur ábata vinnu sinnar. Það
stuðli að jákvæðu hugarfari,
aukinni virðingu fyrir vinnunni
og þar af leiðandi bættum af-
köstum.
Vorkoma á Dalvík
Um hvítasunnuna, eða nánar
tiltekið dagana 25.-27. maí
verður haldin „Vorkoma á
Dalvík". Er hér um að ræða
hátíð sem Lionsklúbburinn á
staðnum hefur staðið fyrir
undanfarin ár.
Að sögn nýkjörins formanns
Lionsklúbbsins, Árna Óskars-
sonar verður margt til
skemmtunar.
Laugardaginn 25. maí hefst
hátíðin með setningarræðu
bæjarstjórans á Dalvík, Stef-
áns Jóns Bjarnasonar. Síðan
verður opnuð myndlistarsýn-
ing í barnaskólanum þar sem
þau sýna Kristinn G. Jóhanns-
son sem sýnir 42 verk og Guð-
björg Ringsted. En sýning
þeirra Kristins og Guðbjargar
stendur alla dagana og er opin
frá kl. 10-22.
Á laugardaginn verður kvik-
myndasýning fyrir börn, og
verður sýnd myndin „Bud í
vesturvíking" er sýningartími
kl. 14 og 16.
Á hvítasunnudag verður
málverkasýning Kristins og
Guðrúnar.
Annan í hvítasunnu verður
söngskemmtun í Víkurröst.
Þau sem þar koma fram eru:
Kolbrún Árngrímsdóttir, sem
syngur við undirleik Colin P.
Virr. Jóhann Már Jóhannsson
syngur við undirleik Guðjóns
Pálssonar. og síðast en ekki
síst skemmtir Hallbjörn Hjart-
arson kántrísöngvari.
Vorkappreiðar Léttis
Ingimar Ingimarsson á Hólum tekur gæðing sinn til kost-
anna.
Árlegar vorkappreiðar hesta-
mannafélagsins Léttis verða
haldnar um helgina, nánar til-
tekið á annan í hvítasunnu.
Þeir sem vilja fylgjast með frá
upphafi verða að drífa sig
snemma á fætur, því for-
keppnin hefst kl. 9 um morg-
uninn. Hún stendur fram und-
ir hádegi, en eftir matinn, já
menn geta meira að segja hall-
að sér aðeins, því keppni ungl-
inga hefst ekki fyrr en klukkan
tvö.
Reiknað er með að hún taki
um klukkutíma, en síðan hefst
úrslitakeppnin í A- og B-
flokkum gæðinga. Þar er
reiknað með jafnri og spenn-
andi keppni, því Léttismenn
eiga marga góða gæðinga, sem
erfitt er að gera upp á milli.
Eftir kaffi verða síðan kapp-
reiðar, þar sem þeir fótfráustu
reyna nteð sér as keiði og
stökki. Mótið fer fram á nýj-
um skeiðfvelli þeirra Léttis-
manna. sem er á holtinu neðan
og norðan við Lögmannshlíð-
arkirkju.