Dagur - 24.05.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 24.05.1985, Blaðsíða 11
24 maí 1985 — DAGUR -11 Bjami Sveinbjömsson hefur skotið að marki Víkinga og boltinn rataði í netið. Þórður Marelsson reynir að hefta skot Bjarna, en tekst ekki. Það var einmitt Þórður sem skoraði sjálfsmark skömmu áður. Mynd: KGA Þórsarar krœktu í 3 mikilvœg súg - Þórsarar halda sig við topp- inn í 1. deildinni eftir 2:1 sigur gegn Víkingi á Þórsvelli í fyrrakvöld. Leikið var á gras- velli Þórs í kuldanepju og var sigur Þórs verðskuldaður, þeir voru lengst af betri aðili leiks- ins og sýndu mun betri takta en andstæðingar þeirra. Það þurfti þó sjálfsmark til að koma Þór á blað og það var „stórkostlegt“ mark. Þórður „Var það ekki hann?“ „Þórsarar fengu góða hjálp frá okkur, sjálfsmark t.d. en mér fannst einkenna leikinn hversu grófir þeir voru,“ sagði Björn Árnason þjálfari Víkings, og fyrrverandi þjálf- ari Þórs. Það lá því beint við að spyrja Björn hver hefði kennt strákunum að spila svona gróft. - Björn var ekki lengi að skilja „sneiðina“, hann kippti í mann sem stóð nærri honum og sagði: „Ætli það hafi ekki verið þessi.“ Sá sem stóð við hlið hans var Þorsteinn Ólafsson sem tók við þjálfun Þórs af Birni og var með liðið í fyrra. - Þeir sem telja sig muna vel, minn- ast þess að Björn lagði talsvert upp úr því að menn spiluðu „fastan bolta“ og það var ein- mitt það sem Þórsarar gerðu gegn Víkingi án þess að um áberandi grófan leik væri að ræða. Marelsson bakvörður langt til hliðar við Víkingsmarkið ætlaði að hreinsa frá eftir mikla pressu Þórsara, en hann hitti boltann ekki betur en svo að hann sveif í boga yfir markvörðinn og í netið, 1:0 og dapurlegt augnablik fyrir Þórð. Síðara mark Þórs kom á 37. mín. Siguróli Kristjánsson braust upp hægri kantinn, gaf fallegan bolta inn á miðjuna þar sem Bjarni Sveinbjörnsson kom ask- vaðandi og Bjarni gerði engin mistök er hann renndi boltanum laglega í netið, fallegt mark og vel að því staðið. Þórsarar voru mun betri aðil- inn í fyrri hálfleik þó að þeir hefðu vindinn í fangið. - Bjarni átti skalla rétt yfir mark Víkings í upphafi síðari hálfleik og undir lok leiksins var hann tvívegis á ferðinni upp við markið, skaut yfir eftir laglegt gegnumbrot Halldórs Áskellssonar upp hægri kantinn og annað lúmskt skot hans utan úr teig fór rétt framhjá. Áður höfðu Víkingar skorað sitt mark, Atli Einarsson skoraði það með fallegu skoti, sneiddi boltann utan úr teig í fjærhornið eftir innkast en Þórs-vörnin var illa á verði. Leikurinn bar talsverð merki ytri aðstæðna, mjög kalt var og hráslagalegt en Þórsarar voru sterkari aðilinn. Góð barátta var í liðinu og bestu menn í annars jöfnu liði, Nói Björnsson fyrir- liði, Halldór Áskellsson og Sigur- óli Kristjánsson sem fer vaxandi með hverjum leik. Lið Víkings var dapurt enda vantaði liðið lyk- ilmenn sem eru meiddir. - Næst er útileikur gegn Fram hjá Þórsurum og þá er að duga eða drepast, enda Fram-liðið tal- ið það besta hér á landi í dag. Staðan Staðan í 1. deil íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi eftir leiki 3. umferðar: KR-Akranes Fram-Valur Þór-Víkingur Víðir-ÍBK Þróttur-FH Fram 3 ÍBK 3 Þór 3 KR 3 Akranes 3 Valur 3 FH 3 Þróttur 3 Víkingur 3 Víðir 3 1:1 2:2 2:1 1:2 1:0 2 1 0 8:3 7 2 0 1 6:5 6 2 0 1 5:4 6 1 0 2 6:5 5 1 1 1 8:3 4 1 1 1 5:5 4 1 1 1 2:2 4 1 0 2 5:6 3 1 0 2 3:6 3 003 1:10 0 Tindastóll og Leiftur áfram Glæsimark Helga Jóhannes- sonar - hjólhestaspyma - kom Leiftri áfram í 2. umferð bikar- keppni KSÍ en þetta mark nægði Leiftri gegn Völsungi frá Húsavík er liðin mættust á Ólafsfirði í fyrrakvöld. Mark Helga kom þegar leikið hafði verið í 116 mín. og aðeins 4 mín. eftir af framlengingunni. Mikið gekk á í leiknum og hefðu bæði liðin getað gert út um hann fyrr en ekkert gekk upp við mörkin. Á Sauðárkróki léku Tindastóll og Vaskur og sigraði Tindastóll 2:1. Jónas Guðjónsson skoraði fyrir Vask í fyrri hálfleik, en þeir Ádolf Árnason og Eiríkur Sverr- isson fyrir heimamenn í þeim síð- ari. í 2. umferð mætir Tindastóll KA á heimavelli og Leiftur á að fá Siglfirðinga í heimsókn, en þessir leikir fara fram 5. júní. Á AKUREYRl Inntökupróf Inntökupróf í Myndlistaskólanum á Akureyri fyrir skólaárið 1985-1986 verður haldið dagana 3.-6. júní nk. Umsækjendur láti skrá sig á skrifstofu skólans fyrir 29. maí. Skólastjóri. Sjómenn- Útgerðarmenn Eigum fyrirliggjandi á lager úrvals japönsk þorskanet. Einnig höfum við handfærabúnað og búnað til togveiða. SANDFELL HF Oddeyrarskála sími (96) 26120 Akureyri Sími (96) 24654 eftir kl. 17.00. SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST skóli fyrir plCJr UMSÓKNARFRESTUR 10. mars - 10. júní. Umsókn sendist til skólastjóra Samvinnuskólans Bifröst 311 Borgarnes.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.