Dagur - 24.05.1985, Qupperneq 7
- Ólafur Ólafsson, yngsti sýslumaður landsins á línunni
- Hjá sýslumanninum á
Höfn.
- Er sýslumaðurinn sjálfur
við?
- Augnablik.
(Örstutt stund líður.)
- Hjá sýslumanni, Ólafur.
- Er það Ólafur Ólafsson frá
Þverá í Öngulsstaðahreppi í
Eyjafirði?
- Jú, það er hann.
- Sæll vertu. Hvað olli því að
þú ert orðinn sýslumaður Skaft-
fellinga?
- Sýslumaðurinn sem hér er,
Friðjón Guðröðarson fór í frí til
Danmerkur í mars sl. og ég var
settur í embættið á meðan.
- Er það ekki rétt hjá mér að
þú sért yngsti sýslumaður á
landinu?
- Ég las það í einhverju blaði
að svo væri, en ég hef ekki
kynnt mér það.
- / framhjáhlaupi, hvað er
skipaður sýslumaður að gera í
útlöndum?
- Hann er m.a. að skrifa rit-
gerð um Jón Eiríksson, konfer-
ensráð, sem fæddur var hér í
sýslunni.
- Hvernig er að vera yngsti
sýslumaður á landinu, og jafn-
framt sýslumaður á Höfn?
- Þaö er verulega gaman og
gott að vera sýslumaður hér á
Höfn. Hér er gott mannlíf, fólk
er löghlýðið, næg atvinna. Hér
er mjög öflug útgerð, hingað er
verið að kaupa nýjan togara,
humarvertíðin að hefjast, og
menn eru verulega bjartsýnir.
- Ætlarðu þá að setjast að
þarna?
- Ég hef ekki tekið ákvörðun
um það ennþá, en alla vega ætla
ég að vera hér einhvern tíma.
- Hvað verðurðu lengi í
þessu starfi?
- Friðjón sýslumaður kemur
til baka um næstu mánaðamót
og tekur að sjálfsögðu við emb-
ættinu aftur.
- Hvað ætlar þú þá að gera ?
- Ætli ég taki mér ekki svolít-
ið frí. Þetta er töluvert embætti
sem krefst mikillar vinnu, svo
stutt frí kemur sér vel.
- Ferðu síðan í fulltrúastarfið
aftur sem þú varst í áður? •
- Já, ég geri það, þegar ég
hef tekið mér þetta litla frí.
- Hvað er það helsta sem
heyrir undir þitt embætti?
- Það er mikið í sambandi við
útgerðina, þinglýsingar og ann-
að slíkt, einnig bæjarþingsmál
og þessi venjulegu máí. Einnig
koma fyrir uppboðsmál hér eins
og annars staðar á landinu. En
mest er þetta í kringum útgerð-
ina, enda er hún mjög sterk hér.
Það eru um þrjú hundruð ver-
búðaliðar hér á staðnum svo það
er oft glatt á hjalla í bænum. En
það telst til undantekninga ef
einhver læti verða.
- Hvað varð þess valdandi að
þú fluttir til Hafnar?
- Það voru margir samverk-
andi þættir, einn þátturinn m.a.
var að Ingunn Jensdóttir, leikari
og leikstjóri, sem er gift Friðjóni
sýslumanni er frænka mín, og
þótti mér það ekki verra að
þekkja gott fólk hér í upphafi.
- Varstu ákveðinn í að fara
til Hafnar?
- Nei, ekki var ég það, en
eins og ég sagði þá spillti það
ekki að Ingunn frænka mín bjó
hér. En ég er landsbyggðarmað-
ur númer eitt, og stefndi alltaf út
á land, og langar mest af öllu að
koma til Akureyrar og dvelja
þar.
- Má koma með persónulega
spurningu?
- Gerðu svo vel.
- Er Ólafur sýslumaður
kvæntur?
- Nei, ég er ekki kvæntur.
(Ólafur hlær.)
- Líta þá ekki ungar stúlkur
á Höfn hýru auga til unga sýslu-
mannsins?
- Ekki veit ég það nú.
- Hvað ertu gamall?
- Tuttugu og sjö ára.
- Þú nefndir áðan að á Höfn
væru 300 verbúðaliðar, er þá
ekki oft glatt á hjalla og mikið
að gera hjá þér?
- Það er oft mikið fjör hér.
Það eru haldin böll um hverja
helgi ef mögulegt er, og þá á
fleirum en einum stað í einu til
að safna ekki of mörgum á einn
stað. En varðandi starfið, í
tengslum við helgarnar er stund-
um dálítið að gera, en oftast er
það meinlaust, því fólk er hér
friðsælt eins og ég sagði áðan.
- Hver var skólagangan hjá
þér?
- Hún var ósköp slétt og
felld. Ég fór í gegnum allan
venjulegan skóla upp að
menntaskóla. Fór þá í Mennta-
skólann á Akureyri, og var hjá
Tryggva meistara. Síðan beina
braut í Háskólann.
- Varstu alltaf ákveðinn í að
verða lögfræðingur?
- Ekki var ég nú ákveðinn í
því, en einhvern veginn kom
þetta af sjálfu sér.
- Hvað gerðirðu á sumrin,
lastu undir skólann ?
- Ég gerði ýmislegt, var m.a.
í löggunni á Akureyri hjá Gísla
Ólafssyni, og þar fékk ég smjör-
þefinn af þessu starfi sem ég nú
stunda.
- Það er algengt að ungir
menn sem fara í framhaldsnám
taki sér eitt eða tvö ár til að
ákveða hvaða námsgrein þeir
ætli að stunda, kom slíkt aldrei
til mála hjá þér?
- Nei, það var ekki um neitt
slíkt að ræða, þetta var bara
bein braut frá Þverá í Önguls-
staðahreppi í Eyjafirði austur á
Höfn í Hornafirði.
- Jæja Ólafur, það vargaman
að rabba við þig og ég vona að
þú hafir það gott þarna
frá.
- Ég þakka sömuleiðis og bið
kærlega að heilsa öllum fyrir
norðan. gej
24. maí 1985 - DAGUR - 7
Nýkomnar sumarvörur
Pils, blússur og festar
í sumarlitunum.
Frúarkjólar á hagstæðu verði
Stærðir 38-50.
Málmsuðufélag Norðurlands
Fundur verður
haldinn hjá Máimsuðufélagi Norðuriands föstu-
daginn 24. maí kl. 20.30 í mötuneyti Slipp-
stöðvarinnar.
Fulltrúi frá Sindrastáli kynnir flúxfylltan vélsuðuþráð.
i Stjórnin.