Dagur - 24.05.1985, Side 9
24. maí 1985 - DAGUR - 9
8 - DAGUR - 24. maí 1985
,/E, eigum við nokk-
uð að vera að eiga
við það, ég er ekki
góður til slíkra hluta,
finndu heldur ein-
hvern annan, “ sagði
Magni bóndi Kjart-
' ansson í Árgerði,
þegar ég ámálgaði
við hann samtal.
Svarið kom mér ekki
á óvart. Það lýsir
Magna vel; hans ró-
lyndi og Ijúf-
mennsku, allt að því
lítillœti. Hann er
heldur ekki kunnur
fyrir að slá um sig
með stóryrðum eða
skrúðmœlgi, en þeir
sem þekkja manninn
vita að hann getur
verið gagnorður.
Þess vegna er hlustað
á það sem hann
segir. Ég lét mig
ekki, vitandi um
hversu bóngóður
Magnier. Ogauðvit-
að varð niðurstaðan
sú, að ég mátti koma
í Árgerði þegar ég
vildi.
- Ég hef alltaf verið feiminn og
frekar til baka, segir Magni þegar við
erum sestir úti í guðsgrænni náttúr-
unni og hefjum samtalið. Kolur
hlustar á okkur; íslenskur gáfulegur
hundur. Sólin skín, fuglar syngja.
Djúpadalsá leikur undir. Vinnumað-
ur Magna er að aka mykju á völlinn
og skellirnir í dráttarvélinni tilheyra
þessu tónverki. Samkvæmt gömlum
vana spurði ég Magna fyrst um upp-
runa hans.
Þar var þröngt
um mig
- Ég hef lengst af verið hér í sveit-
inni; fæddist raunar á Klúkum í
Hrafnagilshreppi, en flutti með for-
eldrum mínum í Miklagarð í Saur-
bæjarhreppi þegar ég var fjögurra
ára gamall. Par sleit ég barns-
skónum. Þegar ég mannaðist fór ég
til Akureyrar og hóf að starfa þar á
verksmiðjunum. Það var svo sem
ágætt starf, en mér fannst þröngt um
mig inni yfir sumarmánuðina. Ég
hafði hesta með mér í bæinn, en mér
fannst erfitt að sinna þeim þar. Ég
festi því ekki rætur á mölinni og leit-
aði aftur í sveitina. En ég fór ekki í
búskap strax. Fyrst réði ég mig til
Ræktunarsambands Hrafnagils- og
Saurbæjarhrepps og vann þar mest
með skurðgröfu, já í heil 12 sumur.
Ég greip einnig í ýtu, aðallega við
snjómokstur yfir vetrarmánuðina.
Pessi ár hélt ég til hjá Ólafi bróður
mínum í Litla-Garði, sem er nýbýli
úr landi Miklagarðs. Nú býr Ólafur
þar félagsbúi með Ármanni syni
sínum, en Ævar Kristinsson, bróður-
sonur minn, býr í Miklagarði. Þetta
var ágætt starf, ég fór víða um og
mér var alls staðar vel tekið.
En ég hafði hug á að gerast bóndi
og 1963 keypti ég Árgerði af Magn-
úsi Stefánssyni og Magðalenu Ás-
bjarnardóttur, sem þá brugðu búi.
Ég flutti svo þangað árið eftir.
Foreldrar mínir voru Sigríður
Jónsdóttir frá Uppsölum í Önguls-
staðahreppi og Kjartan Ólafsson frá
Tungu í Fnjóskadal. Þau fluttu með
mér í Árgerði, en eru nú bæði látin.
Mamma dó 5. september 1969, en
pabbi 2. mars 1974. Þegar ég hóf hér
búskap var ég konulaus, en mér tókst
að bæta úr því. Konan mín er Þórdís
Sigurðardóttir frá Borgarfelli í Lýt-
ingsstaðahreppi í Skagafirði. Okkar
búskapur hér hófst 1973.
- Er gott að búa í Árgerði? í
fyrstu virðist manni bærinn standa
hér svolítið áveðurs, fyrir miðju
mynni Djúpadals, en þaðan koma oft
snarpir suðvestanvindar, að því er
mér skilst.
- Það er ágætt að búa í Árgerði,
svarar Magni og leggur nokkra
áherslu á orð sín. Að vísu er hér
stundum svolítill sunnanbelgingur,
en þau gerast verri veðrin hér frammi
í firði. Þar við bætist, að norðanáttin
nær sér sjaldnast á strik hér fremra,
vegna legu fjarðarins. Hún gerir
meiri usla á Staðarbyggðinni. Þess
vegna er hér oft snjólétt og góð beit,
þótt allt sé orðið jarðlaust hér í næstu
hreppum. Já, það er veðursælt í Ár-
gerði og raunar eru hér engar áttir
slæmar, miðað við það sem gerist
annars staðar. Og því tek ég eftir á
gróandanum, þegar ég fer um aðrar
sveitir, að það eru ekki margir hagar
gróðursælli en heimahagarnir mínir.
Kann best við
blandaðan
búskap
- Með hvað býrðu?
- Ég hef alltaf kunnað best við
blandaðan búskap. Ég held að það
sé farsælast, því ef eitthvað bjátar á
í einni búgreininni getur hún fengið
styrk frá annarri. Maður fer þá síður
á hausinn. Ég byrjaði með kindur og
hesta, en síðan bættust kýrnar við og
ég hef jafnvel prófað svínabúskap
líka. En ég er hættur því. Aðstæður
hafa líka skapað þetta, því stærð
jarðarinnar leyfir mér ekki að búa
eingöngu með sauðfé. Og ekki dugir
að vera eingöngu með kýr, því þá
sprengi ég kvótann.
Ég er með tuttugu kýr og um eitt
hundrað kindur. Við skulum ekki
fjölyrða um hrossastofninn. Ég kann
vel við þetta búskaparlag, ekki síst
vegna þess að með þessum hætti eru
tekjurnar jafnari. Þeir sem eru t.d.
eingöngu með sauðfé fá tekjurnar
sínar ekki nema einu sinni á ári, en
þess á milli lenda margir þeirra í því
að safna skuldum. Og það er það
versta, að lenda í hárri skuld, því
vextirnir eru ógurlegir.
Magni í Árgerði er kunnastur fyrir
hesta sína, því hann á og hefur átt
margan góðan gæðinginn og margur
kjörgripurinn er úr hans ræktun
kominn. Ég man ekki betur, en að ég
hafi fyrst séð Magna á hestamanna-
móti. Þá veitti ég honum athygli, án
þess þó að vita hver maðurinn var.
Samt hafði ég oft heyrt talað um
Magna í Árgerði. Hann var eins og
sögupersóna úr bókmenntunum;
minnti mig á Steinar undir Steina-
hlíðum, rólegur og yfirvegaður með
rauðbirkið og ræktarlegt alskeggið.
Þarna virtist mér vera maður sem
færi sínu fram, eftir eigin sannfær-
ingu, hvað sem öðrum þætti. Og ég
sá að hann átti gæðinga, sem hann
gat gefið þjóðhöfðingjum með reisn,
líkt og Steinar bóndi undir Steina-
hlíðum gerði forðum.
Magni í Árgerði er sjaldnast
margmáll. - Feimnin heldur aftur af
mér; það stendur stundum allt fast í
mér þegar ég ætla að standa upp og
segja eitthvað á fundum, segir hann
sjálfur. Hann er heldur ekki mikið
fyrir harða dóma um menn og mál-
efni. Ég var einhverju sinni með hon-
um í hóp á kappreiðum. Knaparnir
voru að reyna að leggja gæðinga sfna
á skeið og viðhöfðu mikinn handa-
gang í taumnum; það var eins og þeir
væru að trekkja klárana áfram. Þetta
er dálítið útbreiddur siður nú til dags
meðal hestamanna, en einhver í
hópnum spurði Magna hvað honum
fyndist um þetta reiðlag, hvort þetta
væri nú ekki óþarfi. - Minna hefði
gert gagn, svaraði Magni og ekki orð
meira um það.
Ég spurði Magna næst út í hesta-
mennskuna.
Þá var hesturinn
þarfasti þjónninn
- Ég hef verið að fást við hesta frá
því að ég man eftir mér, enda var ís-
lenski hesturinn þarfasti þjónninn á
mínum uppvaxtarárum. Hann var
notaður til flestra hluta, hvort heldur
sem var við bústörfin eða til ferða-
laga. Þetta kom því af sjálfu sér.
Marinó móðurbróðir minn á Upp-
sölum gaf mér minn fyrsta hest þegar
ég var 10 ára gamall. Það var að
mörgu leyti góður hestur, en hann
fór illa út úr vönun og það fór í skap-
ið á honum. Um fermingu fór ég svo
að fást við tamningar og á þessum
árum var ég mikið hjá bræðrunum í
Ytra-Dalsgerði, Gesti og Huga, sem
áttu mikinn fjölda af hrossum. Það
var mikill samgangur á milli þessara
heimila, því pabbi átti líka marga
hesta og hann smíðaði skeifurnar.
Síðan sameinuðust menn við járning-
ar.
- Voru menn farnir að rækta
ákveðna hrossastofna þá?
- Nei, þá var náttúran nú mest lát-
in um að ráða ferðinni. Það sem gert
var í ræktun var þá helst í þá áttina,
að kalla fram vöðvamikla og sterka
dráttarhesta, því þá var mikið.upp úr
því lagt. En núna hefur íslenski hest-
urinn lokið því hlutverki fyrir löngu
og nú rækta menn reiðhesta. Þar
held ég að tekist hafi vel til í flestum
tilfellum og ekki ástæða til að kasta
steini að því. Upplag íslenska hests-
ins verður alltaf það sama, en það er
hægt að laga það til og bægja frá
göllum. Það er til bóta.
- Nú hafa margir orðið til að
gagnrýna reiðmennskuna nú til dags,
það er að segja þessa ströngu kerfis-
bundnu þjálfun, sem öpuð hafi verið
eftir útlendingum. Hvað finnst þér?
- Þetta hefur sína kosti og galla,
en ég skal viðurkenna það, að ég
sakna þess oft að sjá ekki „frjálsa
reið“ þegar menn eru að sýna hesta.
Sem betur fer þurftum við aldrei að
þjálfa okkar hesta fyrir hernað, en
það gerðu nágrannaþjóðir okkar,
sem nú hafa hrifist af íslenska hestin-
um. Þessar heræfingar færðu þeir
síðan yfir á íslenska hestinn og hann
tók þeim vel, enda ekki óáþekkt því
sem íslensku dráttarhestarnir höfðu
lært. Þeir stoppuðu ef plógurinn eða
sláttuvélin rakst á eitthvað fast og
bökkuðu síðan um eitt skref á meðan
verið var að losa ækið. Þetta var
þeim tamt og góður dráttarhestur
varð að sætta sig við algera hlýðni.
Ég óttast því ekki að þessar hlýðn-
isæfingar brjóti hestinn niður og víst
getum við margt af útlendingunum
lært, en ólíkt finnst mér nú léttara
yfir þessari frjálsu íslensku reið, sem
hefur tíðkast hér um aldir.
- Hvað með útflutninginn?
- Því miður hefur þar ekki tekist
að halda nægilega vel á málum. Það
átti að vera okkar starf að ala upp og
temja úrvals hesta, til að selja síðan
til útflutnings sem góða og vandaða
vöru. Við áttum ekki að láta annað
frá okkur en úrvals hesta. Annað gat
farið á sláturhúsið. En við misstum
þetta út úr höndunum með því að
selja út misjafna hesta og síðan stóð-
hesta, þannig að ræktun á íslenska
hestinum gat hafist erlendis. Þarna
fór illa með lífvænlega búgrein, sem
gat gefið góðan arð.
Allt í bríaríi
Magni í Árgerði getur státað sig af
góðhestum. Litla-Jörp, Penni,
Snælda og Snót eru nöfn sem margir
hestamenn kannast við. Ég spurði
Magna nánar um þessi hross.
- Ég keypti einu sinni sótrauða
meri, en Gestur vinur minn Jónsson
hafði milligöngu um kaupin. Hann
var mikill sómamaður, en er nú ný-
látinn. Raunar keypti ég Sótu í brí-
aríi, því ég keypti hana blint. Hún
hafði farið í hagagöngu hér fram í
fjörðinn, en týndist og kom ekki
fram strax. Ég hafði trú á því, að
merin skilaði sér og keypti hana, þó
enginn hefði hugmynd um hvar hún
væri niður komin. Og hún skilaði sér
hingað. Þarna var ég heppinn, því
þessi hryssa átti eftir að gefa mér
Litlu-Jörp, sem síðar gaf mér Penna
og Snældu, svo ég nefni aðeins fá
hross af þeim ágætu hrossum sem út
frá Sótu eru komin.
- Nú hefur Penni verið þinn stóð-
hestur í rúm 20 ár, en hann hefur
verið umdeildur?
- Já, já, hann var rakkaður niður,
að því er ég held mest vegna þess, að
fyrsta hryssan sem undan honum
kom, reyndist vera hrekkjótt. Þess
vegna vildu Eyfirðingar helst ekki
nota hann og hann á því fáa afkom-
endur hér. En af því að ég er svo sér-
vitur og vitlaus, þá hélt ég áfram með
hann og hef fengið út frá honum
mörg ágæt hross. Hann fékk síðan
uppreisn æru á landsmótinu á Vind-
heimamelum 1982. Þá var hann
sýndur með afkvæmum og fékk
fyrstu verðlaun og 8,07 í aðaleink-
unn. Ég passaði sem sé minn stóð-
hest og mér tókst að sanna hvað í
honum býr. En hvar voru þá þeir
með sína stóðhesta, sem rökkuðu
Penna niður? Ég hef alltaf kunnað
betur við að láta verkin tala, enda
hef ég alltaf átt erfitt með að koma
mínum skoðunum frá mér í orði.
- Snælda hefur ekki verið eins
umdeild?
- Nei, ef til vill ekki. Ég sýndi
hana fyrst á Vindheimamelum, en
þá lenti hún í sjöunda eða áttunda
sæti. Ég var alveg sáttur við þann
dóm, en ég vissi að hryssan gat sýnt
meira. Ég þurfti bara að temja hana
betur. Það gerði ég og hélt síðan á
landsmótið á Þingvöllum 1978. Þar
náðum við Snælda 1. sætinu í keppni
við sex vetra hryssur og eldri. í þeim
flokki voru þó skoðaðar um 600
hryssur. Það var toppurinn hjá okkur
Snældu; lengra er ekki hægt að
komast. Jú, ég get sýnt hana með af-
kvæmum og ég á von á því að ég geri
það. Ég er bara ekki búinn að því.
Svo var það
Snœldu-Blesi
Undan Snældu kom Snældu-Blesi,
sem gerði Magna í Árgerði „heims-
frægan“ á íslandi í október sl.
Snældu-Blesi var orðinn með eftir-
sóttari stóðhestum landsins, en þá
varð hann fyrir því óhappi að fót-
brotna mánudaginn 1. október sl.
Brotið var slæmt, rétt fyrir ofan
kóngsnef á hægra afturfæti. - Ég hef
alltaf haft þá hjátrú, að mánudagar
séu til mæðu. Þess vegna geri ég ekk-
ert stórt á mánudögum. En ég gat
ekki ráðið við það, að Snældu-Blesi
kom heim úr tamningu á mánudegi
og nákvæmlega viku síðar fótbrotn-
aði hann, segir Magni.
Ekki ætla ég að lýsa sjúkrasögu
Snældu-Blesa hér; það hefur verið
gert svo rækilega í fjölmiðlum. „Kúl-
an og jörðin geyma hann best,“
sögðu margir eftir óhappið, en
Magni var ekki á því að gefast upp.
Tilviljanakennd atvikaröð hagaði
hlutunum þannig, að þrem dögum
eftir slysið voru beinasérfræðingarnir
Júlíus Gestsson og Ari Ólafsson
komnir í hesthúsið til Magna, ásamt
Ármanni Gunnarssyni dýralækni.
Með þeirra aðstoð, ásamt frábærri
hjálp Össurar Kristinssonar, gervi-
limasmiðs, Guðmundar Karlssonar
og hjálpfúsra sveitunga, hefur
Magna og Þórdísi tekist að koma
Blesa á fætur aftur. Hann kom út
undir bert loft í byrjun maí, eftir að
hafa verið í heila sjö mánuði hang-
andi í grind, sem upphaflega var
smíðuð fyrir kýr sem þurfa á fóta-
snyrtingu að halda. Nú er Blesi í
gönguspelku frá Össuri og virðist
vera að gróa sára sinna. Þó virðist
vera örlítil hreyfing á brotinu, en það
kemur í ljós hvernig það hefst við,
þegar Blesi fer í röntgenmyndatöku
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
á næstunni.
- Blesi er hálfgert kominn á sálina
á manni eftir allt þetta umstang, segir
Magni. Fyrstu vikurnar eftir að hann
brotnaði þurftum við að hafa hann
nánast í gjörgæslu og þá svaf ég úti í
hesthúsi. Sveitungar mínir hjálpuðu
mér líka mikið og tóku vakt og vakt.
Ég hafði bedda fyrir aftan básinn,
þar sem ég gat lagt mig, en sjúkl-
ingurinn þurfti mikla umönnun.
Hann leit oft til mín, eins og um öxl,
og stappaði niður fæti eða lét hringla
í umbúnaðinum, ef hann vildi eitt-
hvað. Þá reyndi ég að gera eitthvað
fyrir hann, strjúka honum eða nudda
úr honum bólgur, sem gjarnan vildu
setjast í þann fótinn sem heilbrigður
var.
Það er fyrst og fremst trúin á að
þetta takist, sem hefur haldið mér
gangandi allan þennan tíma. Ég hef
.alltaf verið sérvitur og þrjóskur; ég
spyr aðra svo sem ráða og hlusta á
þá, en ég held alltaf mínu striki. Mín
áætlun haggast ekki þótt hún falli
ekki öðrum í geð. Það voru margir
sem spáðu illa fyrir okkur með Blesa;
sögðu að þetta væri ekki hægt, en
einu rökin fyrir því voru þau, að
þetta væri óframkvæmanlegt vegna
þess að þetta hefði aldrei verið gert
á íslandi áður.
Aðstoðin
óborganleg
Þetta hefði náttúrlega aldrei tekist,
ef ég hefði ekki verið svo lánsamur
að komast í samband við þessa snill-
inga; Júlíus, Ara, Ármann og Össur,
sem er búinn að smíða þrjár spelkur
á klárinn. Ég nefni þá, en aðrir hafa
veitt mér ómetanlega aðstoð. Og
ekki hafa þessir menn verið að gera
þetta í ábataskyni, því ég hef ekki
einu sinni fengið að borga ferða-
ostnaðinn fyrir þá, hvað þá að ég hafi
fengið að greiða fyrir læknishjálpina.
Ég get aldrei þakkað þessum
mönnum nógsamlega.
Ég var allur á tauginni til að byrja
með; ekki síst vegna þess að ég ótt-
aðist að ég yrði sakfelldur fyrir að
láta hestinn þjást, ef þetta mistækist
nú. En ég sá fljótt að þetta þokaðist
í áttina og þar með styrktist ég í
trúnni. En það yrði ægilegt áfall fyrir
mig ef eitthvað færi nú úr böndum.
Það getur svo sem allt gerst ennþá,
en eins og er sé ég ekki ástæðu til
annars en að vona allt hið besta. Það
er líka alveg einstakt hvernig hann
Blesi minn hefur tekið þessu öllu
saman. Það hefur aldrei verið óyndi
í honum og alltaf hefur hann þrifist
ágætlega, þannig að hann er vel alinn
og pattaralegur.
- Það hafa verið nefndar háar
upphæðir í sambandi við verðgildi
Snældu-Blesa.
- Já, ég veit nú ekki hvaðan þær
eru komnar, í það minnsta er það
ekki frá mér. Einhvers staðar var tal-
að um 600 þúsund kr., en ég veit ekki
hvernig sú tala er fundin út. Hún
hlýtur að vera tilbúningur. í mínum
augum er þessi hestur dýrgripur, en
ég met hann ekki til verðs og hann
verður aldrei til sölu. Ég hef trú á
því að hann nái sér það vel, að hann
geti gagnast merum. Þorkell Bjarna-
son kom hér um daginn og hann
styrkti mig í þeirri trú. En það er
ekki sanngjarnt að ætlast til þess að
hann verði reiðhestur; það væri
kraftaverk.
- Fjölmiðlar hafa gert mikið úr
óhappi Blesa og þeirri meðferð sem
hann hefur fengið til að ná bata.
Hvernig kanntu við það?
- Ég hefði nú heldur viljað eiga
hann Blesa minn heilan hér heima,
og vera minna frægur, sagði Magni.
- „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður“ - Dagur í heimsókn hjá Magna bónda Kjartanssyni í Árgerði.
Texti og myndir: Gísli Sigurgeirsson