Dagur - 24.05.1985, Síða 10

Dagur - 24.05.1985, Síða 10
10 - DAGUR - 24. maí 1985 Á morgun klukkan tvö hefst í íþróttaskemm- unni á Akureyri sýning á vegum Myndlista- skólans á Akureyri en þar taka allir nemend- ur skólans þátt. Nú á ,JSvo lengi lœriÁ - Aðalbjörg Ólafsdóttir ætlar að hella sér út í ,Þessi áhugi hefur allt- af blundað í mér, þessu vori hefur Mynd- Sagði Aðalbjörg Ólafs- listaskólinn náð þeim '' ' " merka áfanga að út- skrifa sína fyrstu nem endur og verður í til- efni af honum lögð áhersla á verk þeirra. Fyrstu nemendur sem dóttir. „Eg sá inn- tökuprófið auglýst og ákvað að skella mér í það, en áður hafði ég sótt námskeið á vegum skólans. Nú, ég stóðst prófið ogfórþví í dag- byrjaði „Þetta er mjög margvíslegt nám og það skiptist í námsannir sem ýmsir kennarar annast og oft er um að- komukennara að ræða. Model- teikning er ríkur þáttur í gegnum allt námið, en við komum inn á ansi marga þætti. Það er til dæmis ein bókleg önn þar sem kennd er lista- saga og þar eru ritgerðir og próf. Annars þurfum við að skila verkefn- útskrifastfrá skólanum skólann þegar hann eru Þorgerður Árna- dóttir, Guðrún Leon- ardsdóttir og Aðal- björg Ólafsdóttir. Við hittum þœr að máli önnum kafnar við að setja sýninguna upp og spjölluðum aðeins við þœr í tilefni dagsins, ef svo má segja. Annars skal þess getið að bœjarbúum öllum er boðið að sjá sýninguna og þess vænst að sem flestir sjái sér fært að mæta, en sýningin er opin frá klukkan tvö á daginn til tíu á kvöldin yfir hvítasunnuhelgina. um að lokinni hverri námsönn og þar þurfum við að standast ákveðnar kröfur. Það má því segja að við séum alltaf í prófum. Þetta er búið að vera mjög erfitt, erfiðara en maður átti von á. Það er geysilega mikið að gera, en þetta er jafnframt óskaplega skemmtilegt. Ég er ánægð með að hafa lokið þessu námi og hyggst notfæra mér það til að vinna að myndlist í fram- tíðinni. En svo lengi lærir sem lifir og það er aldrei að vita hvað ég geri ef tækifæri býðst til að fara til dæmis er- lendis og læra eitthvað meira. En eins og málin standa í dag þá ætla ég að fara að vinna að myndlist alveg á fullu og ég hef fullan hug á að taka bátt í mvndlistarsýningu kvenna sem halda í haust, jafnframt því sem mig langar að halda einkasýningar þegar ég tel tíma til kominn. Það eru ótrú- lega margar konur sem eru að mála og þær vinna að myndlist alveg til jafns við karla, þó svo að ég sé ekki hlynnt því að sífellt sé verið að að- greina kynin í þessu sambandi.“ -mþþ Guðrún Leonardsdóttir: Mikið tækifæri að eiga þ«.ss kost að stunda þetta nám hér á Akureyri. Konur með heimili geta ekki hlaupið suður til Reykja- víkur. en „Erfitt nám „Ég var búin að sækja námskeið á vegum Myndlistaskólans í mörg ár, þá fór ég í inntökuprófið og það gekk mjög vel svo að ég hóf nám í dagskóla þegar hann hófst, “ sagði Guðrún Leon- ardsdóttir. „Innritunarprófið var dálítið strangt, en ef fólk er búið að undir- búa sig vel þá á þetta að ganga upp. Á innritunarprófinu er lögð áhersla á hlutateiknun, módelteikningu, einnig gengumst við undir almennt þekkingarpróf og áttum að þýða kafla úr ensku og dönsku, auk þess segir Guðrún Leonardsdóttir að teikna mynd eftir einhverju kvæði.“ - Hefur þú lengi haft áhuga á myndlist? „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á myndlist og hef verið að teikna frá því ég var krakki." - Búið að vera erfitt? „Það er búið að vera erfitt að stunda þetta nám, en jafnframt mjög ánægjulegt. Þetta er alveg full vinna, við erum að frá hálf níu á morgnana og hættum ekki fyrr en klukkan fimm. Þetta nám er fullkomlega sam- bærilegt við nám í Myndlista- og handíðaskólanum fyrir sunnan, hér eru gerðar sömu kröfur og sömu reglur í gildi. Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt fyrir bæjarfélagið að bjóða upp á sem flestar gerðir skóla og þetta er mikið tækifæri fyrir fólk sem bundið er yfir heimilum hér á Akureyri að geta átt þess kost að stunda þetta nám. Kon- ur með heimili geta ekki hlaupið suður til Reykjavíkur og það er mjög jákvætt að öllu sé ekki beint suður.“ - Er ekki mikið álag að stunda þetta nám og jafnframt að sjá um heimili? „Það verða allir að hjálpast að á heimilinu, þetta er samkomulagsat- riði, en vissulega er þetta töluvert álag.“ - Hvað með framtíðina? „Ég er mjög ánægð með að hafa lokið þessu námi, framtíðin er óráðin að öðru leyti en því að ég ætla að halda áfram að mála og ég ætla endi- lega að taka þátt í kvennamyndlistar- sýningunni sem halda á hér í haust. Mér finnst þetta skemmtileg hug- mynd í tilefni af því að nú lýkur kvennaáratug og ég held að þessi sýning verði konum mikil hvatning." -mþþ Aðalbjörg Ólafsdóttir: Er ánægð með að hafa lokið þessu námi og ætla að vinna að myndlist í framtíðinni. ,Mikill léttir - en jafnframt tregi yfir að þetta er búið,“ segir Þorgerður Ámadóttir „Ég er mjög þakklát, aðþessi skóli skuli vera hér á Akureyri, þetta er mikið framtak hjá skólastjóranum Helga Vilberg að halda skól- anum gangandi. Ef hann hefði ekki sýnt þennan dugnað og ósérplœgni við að halda skólanum úti þá vœri ég ekki í þessu. Ég óska þess að skól- inn fái að stækka og dafna í framtíðinni, “ sagði Þorgerður Árna- dóttir. - Hvernig kom það til að þú fórst í Myndlistaskólann? „Ég sá inntökuprófið auglýst og fór í það án þess að vita nokkuð hvað ég væri að faia út í. Og þetta reyndist mikið meiri vinna en ég bjóst við, en eftir á var þetta mjög ánægjulegt og án hennar vildi ég ekki fyrir nokkurn mun vera. Þannig að ég sé ekki eftir þessum tíma sem farið hefur í námið. Þegar síðustu börnin fóru suður til Reykjavíkur til náms þá stóð ég frammi fyrir því að fara út á vinnu- markaðinn eða skella mér í þetta, því mér fannst ekki nóg starf að hugsa um heimili þar sem eru tveir fullorðnir einstaklingar. Ég valdi þann kostinn að fara í skólann og ég sé ekki eftir því. Hér er góður andi, það er létt yfir öllum og það er mjög gaman þegar krakkar sem hafa verið með okkur í þessu, en hafa farið suður eða erlendis til náms koma í heimsókn, en það er mikið um slíkar heimsóknir. Ég er dálítið fnikið eldri en aðrir nemendur skólans, en rg finn aldrei fyrir því, það er kannski bara einhver blekking hjá ,nér! Nei, hér eru allir eins og jafningjar og það finnst mér jákvætt og skemmtilegt.“ - Framtíðin? „Jú, ég ætla að vinna að myndlist og sjálfsagt kemur að því að maður fari út í sýningar þegar húsið er orðið fullt.“ - Að lokum... „Það er mjög mikill léttir að hafa lokið þessu námi, því það er búið að vera strangt hjá okkur undanfarið, en jafnframt finn ég fyrir vissum trega að nú skuli þessu öllu vera lokið.“ - mþþ Þorgerður Árnadóttir: Reyndist erfiðara en ég bjóst við, en eftir á er þetta mjög ánægjulegt. Myndir: KGA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.