Dagur - 24.05.1985, Qupperneq 16
BM®
Akureyri, föstudagur 24. maí 1985
Opið alla hvítasimnuhelgina
frá 10-22 á Bauta og í hádegi og kvöldin í Smiðju.
Klukka
r
I
göngu-
götuna
- eða á Ráðhústorg
„Fyrst hæjaryfirvöld tóku
þessu svona vel þá höfum við
hugsað okkur að hraða þessu
máli eins og hægt er og von-
andi kemur þetta til með að
lífga upp á umhverfið,“ sagði
Haukur Sigurðsson „kjörfor-
seti“ Kiwanisklúbbsins Kald-
baks á Akureyri í samtali við
Dag, en klúbburinn hyggst
setja upp klukku á Ráðhús-
torgi eða í göngugötunni.
Haukur sagði að þessi klukka
væri hugsuð til þess að þjóna
gangandi vegfarendum, en ekki
síst væri það ætlunin að leigja út
auglýsingapláss á klukkunni.
„Pannig gætum við fengið tekj-
ur til þeirra verkefna sem við
erum að vinna að hverju sinni.
Því að páskaeggjasalan sem við
höfum mikið byggt á, hefur
brugðist og álagning er lítil.“
Bæjarráð afgreiddi erindi
Kaldbaks jákvætt og verður
klukkan staðsett í Miðbænum í
samráði við bæjarverkfræðing.
gk--
Upplýsingarit
um Akureyri
Símaskrá, öðru nafni Upplýs-
ingarit um Akureyri 1985, er
nú komin út í endurbættri út-
gáfu. Þetta er í þriðja sinn sem
sérstök símaskrá er gefín út
fyrir Akureyri af öðrum en
Pósti og síma.
Þetta upplýsingarit hefur notið
vinsælda, enda handhægt í með-
förum þegar hringt er innanbæj-
ar. Þá er að finna ýmsar gagnleg-
ar upplýsingar í ritinu, t.d. mjög
gott kort af Akureyri og öll póst-
númer landsins á einum stað,
sem er býsna þægilegt. Skrá þessi
er nú í fyrsta skipti gefin út með
leyfi Pósts og síma.
Henni verður dreift í öll hús á
Akureyri um helgina. HS
Það er spáð norðan- og
norðaustanátt með éljum
á morgun og sunnudag, en
á annan í hvítasunnu gera
veðurfræðingar sér vonir
um austlægari átt, mildara
veðri og þurrara á Norður-
landi. Já, þetta kennir
mönnum vonandi þá lex íu
að það er óráðlegt að gera
lítið úr langtímaspám
veðurspámanns Dags!
Nýkomíð
glæsilegt úrval af dömutöskum.
Opið laugardaga kl. 10-12.
Miðstöð hagstæðra viðskipta.
Norðausturland:
Bundið
slitlag
á 30 Km
Á fjórða tug km á Norðaust-
urlandi verða í sumar lagðir
bundnu slitlagi, að sögn Guð-
mundar Svavarssonar um-
dæmisverkfræðings Vegagerð-
ar ríkisins á Norðurlandi
eystra.
í Víkurskarði verður lagt á 9
km, frá Grenivíkurvegi að aust-
urbrún skarðsins, og frá Víði-
völlum að Fnjóskárbrú. Lagt
verður á tvo kafla í Ljósavatns-
skarði samtals 1,5 km.
Á norðausturveginn verður
lagt á 7,8 km kafla frá Krossi að
Fellsseli í Köldukinn, og á sama
vegi 1,5 km við Ásbyrgi.
2,8 km verða lagðir bundnu
slitlagi á Ólafsfjarðarvegi, á
Hámundarstaðahálsi og verður
þá öll leiðin Akureyri-Dalvík
lögð bundnu slitlagi að því loknu.
Á Eyjafjarðarbraut verður lagt
á 9 km kafla frá Espihóli að
Melgerði, en þar er um að ræða
einbreitt lag, 4 metrar á breidd.
Verður það lagt á miðju vegarins
þannig að bifreiðastjórar þar
verða að aka út af bundna slitlag-
inu með hægri hjól bifreiðanna
þegar þeir mætast.
Að sögn Guðmundar er þetta
heldur meira en lagt var í fyrra á
Norðausturlandi. Einnig er í at-
hugun að leggja á þrjá vegi sam-
tals 5 km, en það er á Kristnes-
vegi Hjalteyrarveg og Vagla-
skógarveg, en ákvörðun um þetta
síðastnefnda hefur ekki verið
tekin. gk-.
Stór, stærri, stærstur. Starfsmenn á Akureyrarflugvelli höfðu í mörg hom að líta í morgun, enda umferð með meira
móti. M.a. nemendur úr VMA, og Oddeyrarskóla, sem lögðu upp í beint flug til Danmerkur. Mynd: KGA
Kópasker:
Framleiösla hafin
á gróðrarmottum?
Ýmislegt bendir til þess að á
Kópaskeri muni rísa verk-
smiðja sem framleiðir „En-
viromat“ gróðrarmottur. Þetta
var tilkynnt á blaðamanna-
fundi á Hótel Esju í Reykjavík
í gær.
„Enviromat" gróðrarmottan er
áströlsk uppfinning og er mottan
íslenska hljómsveitin:
Létt sveifla
í Höllinni
Norðlendingum gefst nú kost-
ur á að hlusta á íslensku
hljómsveitina á annan hátt en
í gegnum útvarp eða sjónvarp.
Ákveðið hefur verið að hljóm-
sveitin heimsæki Akureyri á
annan dag hvítasunnu og haldí
hljómleika í íþróttahöllinni kl.
14.00.
Óhætt er að fullyrða að það
sem hljómsveitin býður upp á er
við allra hæfi.
í för með hljómsveitinni verða
gítarleikararnir Björn Thor-
oddsen og Vilhjálmur Guðjóns-
son.
Leiknar verða léttar sveiflur
eftir Stefán S. Stefánsson, Ólaf
Gauk Vilhjálmsson og fleiri. gej
úr viðarull sem haldið er saman
með gegnofnu neti, en viðarullin
er framleidd úr furu eða greni.
Ásgeir Leifsson verkfræðingur
í Reykjavík er frumkvöðull að
þeim athugunum sem nú fara
fram á því að framleiða þessar
mottur á Kópaskeri en það er
Presthólahreppur sem að athug-
uninni stendur. Þessum mottum
er ætlað að veita grasfræi ákjós-
anleg skilyrði til vaxtar, veita
skjól og hindra uppgufun frá
jarðvegi. Ætlunin er að ýmsir að-
ilar muni reyna efnið hér á landi
s.s. Vegagerð ríkisins, Lands-
virkjun, Rafmagnsveitur ríkisins,
Hitaveita Akraness, Hitaveita
Borgarness, Skógrækt ríkisins og
Landgræðsla ríkisins.
Ásgeir Leifsson sagði að
ákvörðun um hvort farið yrði út
í þessa framleiðslu á Kópaskeri
yrði tekin um mitt ár 1986 og
myndi framleiðsla þá væntanlega
hefjast um áramótin 1986-1987
og við framleiðsluna myndu í
upphafi starfa 5-7 manns. gk-.