Dagur - 21.06.1985, Side 16

Dagur - 21.06.1985, Side 16
wmm Akureyri, föstudagur 21. júní 1985 Bundið slitlag á veginn um Vaglaskóg Isleifur Sumarliðason, Vögl- um, hafði samband við blaðið og bað um að því yrði komið á framfæri að tjaldstæði og hjól- hýsastæði í Vaglaskógi yrðu opnuð laugardaginn 22. júní. Verið er að leggja bundið slit- lag á veginn í gegnum Vaglaskóg og sagði ísleifur að þar með myndi rykmökkurinn af veginum heyra sögunni til. Gróðurinn í skóginum er kominn óvenju stutt á veg, miðað við árstíma, og eru það kuldarnir undanfarið sem því valda. - HJS Bamaskóli Akureyrar fékk tölvur að gjöf Hressir strákar í Skákfélagi Barnaskóla Akureyrar. Þeir söfnuðu tuttugu og átta þús- und krónum með því að tefla í heilan sólarhring og keyptu fyrir peningana tvær tölvur sem þeir gáfu Barnaskólanum. „Skákfélagið er öflugasta fé- lagið í skólanum, við höfum haldið ball og mörg skákmót,“ segja þeir. Tölvurnar keyptu strákarnir af Menntaskólanum. „Við fengum þær á mjög góðu verði og viljum koma á framfæri þökkum til MA fyrir að gera okkur þetta kleift." Tölvurnar eru staðsettar á bókasafni skólans og sögðu strák- arnir að þeir sem væru fljótir að læra og kláruðu sín verkefni á undan öðrum gætu farið í tölv- urnar, en þar eru til forrit með ýmsum leikjum, auk annars. „Það verða vonandi keyptar fleiri tölvur með tímanum,“ sögðu þessir hressu strákar að lokum. - mþþ 19. júní gróðursettu konur í Eyjafirði trjáplöntur í tilefni þess að þá voru liðin 70 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Islandi. Þessi mynd var tekin þegar Aldís Einarsdóttir á Stokkahlöðum vann að gróðursetn- ingu að Hrafnagili, en Aldís á eina öld að baki. Kvennaathvarf á Akureyri: Þöifin mikil og aðsókn fer vaxandi „Þörfin fyrir þessa starfsemi er mikil og maður sér það alltaf betur og betur hvað þetta við- gengst en þetta fer leynt,“ sagði Arnheiður Eyþórsdóttir, ein þeirra kvenna sem standa að rekstri kvennaathvarfs á Akureyri, um þörfina á slíku athvarfi hér á Akureyri. Tæpt ár er liðið síðan athvarfið var sett á stofn og hefur aðsóknin eftir vist þar aukist smám saman síðan. Arnheiður sagði að konur væru yfirleitt seinar til að leita sér aðstoðar og kæmi þar m.a. til hræðsla við umtal, sem er meiri I eftir því sem samfélagið er minna. Auk þess að bjóða þeim kon- um húsaskjól sem á því þurfa að halda vegna aðstæðna heima fyrir er einnig veitt ráðgjöf í síma kvennaathvarfsins og sagði Arn- heiður að notkun þeirrar þjón- ustu færi einnig vaxandi. Ráð- gjöfin er veitt í síma 26910 kl. 14—18 daglega. - yk. - Einingarfélagar samþykktu þá með 181 atkvæði gegn 13 og verslunarmenn samþykktu þá samhljóða Um síðustu helgi var undirrit- aður samningur milli ASI og VSÍ um endurnýjun launaliða kjarasamninga til næstu ára- móta og verða launahækkanir á þeim tíma að meðaltali 14,5%. Lægstu laun hækka um 16,8% á sama tíma. Meðal þess sem Samið var um nú er að skipuð verði nefnd, með fulltrúum VSÍ og Verkamanna- sambandsins og er hlutverk nefndarinnar að leita leiða til að gera störf í fiskvinnslu eftirsókn- arverð og bæta kjör fiskverkun- arfólks. Nefnd þessari er ætlað að skila tillögum sínum fyrir 1. des- ember nk. Víðs vegar af landinu berast nú upplýsingar um að svo og svo margt fólk vanti til starfa í fisk- vinnslu og er það helst á stöðum eins og á Akureyri þar sem ekki er nóga atvinnu að hafa sem fisk- verkunarfyrirtæki eru sæmilega mönnuð. Jón Helgason, formað- ur Einingar var spurður um hvaða hugmyndir væru helst uppi um leiðir til að bæta stöðu fisk- verkunarfólks. Jón sagði að stjórnendur fiskverkunarstöðva og fólkið sem þar vinnur væru nú að koma auga á það að aukin menntun í verkun fisks væri sú leið sem fara ætti til að auka gæði afurðanna og um leið veg fisk- vinnslunnar í augum fólks og einnig þurft að koma til breyttir hættir við veiðar og vinnslu og betri stjórnun. Ef þetta næði fram að ganga ynnist með því tvennt: Verðmæti afurðanna yk- ist og virðing starfsgreinarinnar um leið. Allt þetta ætti svo að stuðla að bættum hag þjóðarinn- ar allrar því að fiskveiðar og vinnsla eru jú undirstaða íslensks atvinnulífs. Hinir nýju samningar voru kynntir á félagssvæði Einingar síðastliðna þrjá daga og voru at- kvæði greidd á fundunum. Atkvæði féllu þannig að 181 var með samningnum en 13 á móti. Auðir og ógildir seðlar voru 4. Hjá Iðju, félagi verksmiðju- fólks voru greidd atkvæði um samningana á fundi í gærkvöld og voru þeir samþykktir með öllum þorra atkvæða gegn 2. Á milli 160 og 170 manns voru á fundi. í félagi verslunar- og skrifstofu- fólks voru samningarnir einnig samþykktir á fundi í gærkvöld með öllum greiddum atkvæðum. Um 50 manns voru á fundi. í dag og fram á sunnu- dag er reiknað með austanátt og skýjuðu á Norðurlandi, en lík- lega rignir ekki mikið. Hitastigið verður svona á bilinu 7-9 stig, samkvæmt upplýsing- um veðurstofunnar í morgun. Nýkomið ■ Nýkomið Blómapottar í öllum stærðum og gerðum úti sem inni. Glæsileg vara á góðu verði. Opið á laugardögum. Póstsendum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.