Dagur - 17.07.1985, Síða 2

Dagur - 17.07.1985, Síða 2
2 - DAGUR - 17. júlí 1985 Hvernig heldur þú að veðrið verði það sem eftir er sumars? Guðmundur Júlíu.sson: Ætli það verði ekki svipað og það hefur verið til þessa. Guðný Magnúsdóttir: Ég spái því að það batni þegar Hundadagaháðtíðin er búin. Finnur Malmquist: Æ, ég veit það ekki. Annars finnst mér æðislega gaman að spila á trambóiín. Pað verðui gott. Ásbjörn Gíslason: Það verður eins og það er núna. Alltaf hægt að eitthvað nýtt að - rætt við Víði Gíslason flugkappa „Ég byrjaði í Svifflugfélaginu 1971 og var í því í 10 ár, 1981 byrjaði ég svo í vélfluginu.“ Það er Víðir Gíslason, flug- maðurinn snjalli, sem sigraði í lendingarkeppni Vélflugfélags Akureyrar sem kominn er í Viötal dags-ins. Víðir flaug TF-LEO, sem er 2ja manna vél af gerðinni Piper Super- cub. En örlítið um upprunann. „Ég er nú fæddur Ólafsfirðing- ur, en fluttist hingað 1965, þann- ig að ég held að ég verði að teij- ast Akureyringur nú orðið.“ - Er mikill munur á svifflugi og vélflugi? „Já, það er heilmikill munur og allt önnur hugsun á bak við. I sviffluginu er þetta barátta við náttúruöflin, maður er alltaf að berjast við að halda sér á lofti, ná í uppstreymi og slíkt og svo þarf alltaf að vera að hugsa um lendinguna. Það er enginn mótor sem bjargar manni. í vélfluginu ertu meira frjáls, getur bara tekið þína vél og flogið þangað sem þig langar.“ - Aldrei brotlent? „Jú, jú, ég brotlenti einu sinni svifflugu, en það er ekkert til að státa sig af og má eiginlega ekk- ert segja frá því. Eg meiddist ekkert, en svifflugan brotnaði nokkuð illa.“ - Hvað er svona skemmtilegt við flugið? „Það er svo margt. Ég fer mik- ið upp á fjöll, hef mjög gaman af að koma á staði sem ég hef ekki komið á áður. Hættulegt að ienda uppi á fjöllum? Nei, ekki svo mjög. LEÓ er alveg einstök vél, það er svo gott að lenda henni, en þar fyrir utan er hún bæði hæggeng og hávaðasöm. Ég finn mér bara nokkuð sléttan flöt til að lenda á og hann þarf ekki einu sinni að vera mjög sléttur. í fyrravor t.d. lenti ég sunnan við syðri Súlurnar, við Litla Krumma. Það er í 3.800 feta hæð.“ - Er þetta ekki dýrt sport og tímafrekt? „Jú, þetta er auðvitað dýrt, en allt sport er dýrt og tímafrekt. Við eigum þessa vél fimfn saman og það er 150.000 kr. hluturinn. Þetta er bara fasteign, það eru 4 ár síðan við keyptum hana og þá var hluturinn 30.000 kr., verðið hækkar með dollar, þannig að þetta gæti ekki verið betur verðtryggt. Svo kostar sitt að reka vélina. Við vorum fjórir sem borguðum tryggingarnar núna og það var 60.000 kr. á mann, það er fast gjaid. Síðan borgum við 650 kr. á tímann, það er bensín- kostnaður, olíukostnaður, skoðun og slíkt. Tíminn er mikill sem fer í þetta og það er ekki fyr- ir gifta menn að stunda þetta sport eins og ég geri það. Ég ver svo til öllum frítíma mínum í loftinu eða úti á flugvelli, það þarf að þvo véiina, bóna og ýmis- legt annað.“ - Hvernig er það þegar svona margir eiga vél saman, er aldrei slegist um vélina? „Nei, það hefur aldrei komið neitt slíkt upp á í þessum hóp. Við gerum bara samkomulag um það.“ - Hvað flýgurðu oft? „Ég flýg um 100 tíma á ári, sem er frekar mikið. Yfir sumar- ið flýg ég oft á hverjum degi, annars er þetta mjög misjafnt, fer eftir veðri.“ - Er endalaust hægt að finna sér eitthvað að skoða hérna í ná- grenninu? „Já, já, það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt. Það er t.d. hægt að fara upp á Glerárdal, bara dóla sér þar einn, skoða fjöllin. Þetta er heimur sem fólk þekkir ekki og fáir hafa kost á að skoða á þennan hátt. Fjallgöngu- menn geta auðvitað kynnst þessu, en þeir þurfa að hafa meira fyrir því. Það er líka viss spenningur í þessu. Ég hef farið mikið austur í Mývatnssveit, skroppið í mat á Hótel Reyni- hlíð. Við förum líka oft á LEO í Steinhólaskála og fáum þar alveg sérstaklega góðar móttökur." - Nú sigraðir þú í lendingar- keppni Vélflugfélagsins, eru þrotlausar æfingar hjá þér? „Nei, það er lítið um beinar æfingar, í hvert skipti sem maður lendir er maður að æfa sig. Eini undirbúningurinn fyrir þessa keppni var sá að við Húnn Snæ- dal æfðum þrjár lendingar frammi á Melgerðismelum, þetta var æfing í að hitta í mark. Við lendum mikið á túnum og það er góð æfing.“ - Hvernig taka bændur því þegar þið lendið á túnum þeirra? „Þeir taka því mjög vel. Ég hef aldrei beðið um leyfi og man ekki eftir að neinn hafi sagt neitt við því.“ - Hvaða listir þurftuð þið að leika í keppninni? „Þetta voru 4 lendingar sem allar gengu út á það að hitta í mark. í þeirri fyrstu mátti nota allar þær aðferðir sem þú kunnir, t.d. „flappsa", það eru litlir flek- ar sem koma niður úr vængjun- um og eru settir niður fyrir lend- ingu til að auðveldara sé að stjórna vélinni á litium hraða. finna skoða Markið var strikað á völlinn og það var best að hitta á strikið, en síðan voru refsistig eftir því hvað þú varst langt frá strikinu. Önnur lending var alveg eins, nema þá var 2ja metra hindrun. Síðan voru 2 lendingar, þar sem við þurftum að draga úr mótornum í 300 metra hæð og koma svífandi inn, eins og í nauðlendingu. Mér gekk ágætlega, en hitti þó aldrei á markið, en var heldur aldrei langt frá því.“ - Er mikill áhugi á flugi á Ak- ureyri? „Já, hann er mjög mikill. Þetta flugsport nær yfir svo breitt svið hérna, það er vélflugið, svifflug- ið, módelfélag og fllhlífaklúbbur- inn. Það er góð aðstaða hérna til að stunda flug og andinn í hópn- um r sérlega skemmtilegur. Það er mikil samvinna, ég hef flogið mikið með fallhlífastökkvara." - Ein skemmtileg saga, svona í lokin? „Það er nú það, maður man ekki eftir neinu þegar á þarf að halda. Það sem kemur fyrst upp í hugann eru ferðirnar upp á öræfi, það er mjög stór hluti af þessu hjá mér. Ég fer mikið upp í Öskju, Kverkfjöll, Drekagil, Bárðabungu, svo eitthvað sé nefnt. Ég gæti kannski sagt frá því að ég lenti uppi í Lamba í fyrrasumar, það er það tæpasta sem ég hef lent í.“ - HJS Enn um „Elli kerlingu“ í Degi nýlega birtist grein eftir byggingu hjúkrunarheimilis í markaða aðild að B.S.R.B. t.d. enear sambvkktir verið eerðar í Degi nýlega birtist grein eftir Jón Kristinsson sem hann nefnir „Elli kerling". Flestu því sem Jón segir í greininni er ég sammála, en tel mig þó verða að koma að leiðréttingu hvað varðar þá full- yrðingu að B.S.R.B. eða lífeyris- sjóður B.S.R.B. séu aðilar að byggingu hjúkrunarheimilis Reykjavík. Reyndin er sú að í Reykjavík er starfandi samband lífeyrisþega ríkis og bæja. Samtökin geta tæp- ast náð virkri starfsemi vegna fá- mennis nema á Reykjavíkur- svæðinu. Þau hafa einnig tak- markaða aðild að B.S.R.B. t.d. hafa fulltrúar þeirra á þingum bandalagsins ekki atkvæðisrétt. Það eru þessi samtök lífeyrisþega sem lýst hafa yfir stuðningi sínum við hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík. Þau hafa kynnt málið fyrir stjórn B.S.R.B. en þar hafa engar samþykktir verið gerðar þessu að lútandi og ekkert fjár- magn frá B.S.R.B. eða lífeyris- sjóðum þess verið látið af hendi rakna í þessu skyni. Ásta Sigurðardóttir, í STAK og í stjórn B.S.R.B.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.