Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 24. júlí 1985 80. tölublað GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS vegna fossanna og þar er því komin skýringin á hinni miklu veiði neðan fossa í sumar. Með þessari tilraun segir Ari að ætlunin hafi verið að sýna fram á að ófiskgeng svæði gætu sem best nýst sem eldisstöðvar fyrir fisk en þennan fisk þyrfti þá líka að veiða þar sem hann kem- ur ekki að gagni við viðhald stofnsins. -yk./- HS Alagning opinberra aialda 1985 Heildarfjárhæð álagðra gjalda í Norðurlandskjördæmi eystra 1985 er samanlagt kr. 985.260.066. Þar af greiða ein- staklingar kr. 742.083.489, börn kr. 1.783.095 og félög kr. 241.393.482. Meðaltalshækk- un álagðra gjalda frá fyrra ári er 27.18%. Fimm hæstu gjaldendur í hópi einstaklinga eru: 1. Oddur C. Thorarensen lyf- sali á Akureyri, kr. 1.635.215. 2. Vigfús Guðmundsson lyfsali Húsavík, kr. 1.039.171. 3. Gauti Arnþórsson læknir Akureyri, kr. 950.646. 4. Jónas Franklín læknir Akur- eyri, kr. 919.617. 5. Baldur Jónssonn læknir Ak- ureyri, kr. 847.637. í flokki félaga eru fimm hæstu gjaldendur: 1. Kaupfélag Eyfirðinga Akur- eyri, kr. 38.221.045. 2. Kaffibrennsla Akureyrar, kr. 15.887.970. 3. Manville hf. Húsavík, kr. 11.788.978. 4. Útgerðaffélag Akureyringa hf. kr. 8.766.867. “ 5. Samherji hf. Akureyri. kr. 7.750.678. Hátíðin verður um helgina „Við höldum hátíðina nú um helgina og látum veðrið ekki stöðva okkur lengur. Bæði lyftingamenn og skátar verða með stór tjöld, þannig að menn ættu að hafa afdrep ef illa fer með veður,“ sagði Har- aldur Ingi um hundadagahátíð. Útvarp Síríus byrjar útsending- ar eftir hádegi á föstudag og þá verður útimarkaður, uppákoma lyftingamanna og tónlistarflutn- ingur í göngugötu. Allir eru hvattir til að fjölmenna og skapa góða stemmningu. Eftir hádegi á laugardag verður skrúðgangan mikla frá Laxdalshúsi kl. 13.00 og ýmislegt um að vera fram á kvöld, sem nánar verður greint frá á föstudag í Degi og Síríusi. Leiksvæði verða einnig í gangi á sunnudag. - HS Mjög mikil laxveiði hefur verið í Skjálfandafljóti að undan- förnu og hefur veiðin verið mest fyrir neðan Barnafoss en upp fyrir hann kemst laxinn ekki. Áin er tvískipt á kafla og er Barnafoss í vestari kvíslinni en í þeirri austari er Ullarfoss og hefur verið gerður laxa- stigi þar þannig að laxar geta nú gengið allt upp að Goða- fossi. Hjá Hlöðveri Hlöðverssyni á Björgum í Ljósavatnshreppi fékk Dagur þær upplýsingar að miðað við 20. júlí þegar mánuður var liðinn frá því veiðarnar byrjuðu, höfðu komið 175 laxar af neðra svæðinu, svo kölluðu A-deildar- svæði. Áður hafa mest veiðst 140 laxar á því svæði á sama tímabili, árið 1980. Það ár var heildarveið- in á svæðinu 426 laxar og má því reikna með að vel eigi eftir að veiðast í Skjálfandafljóti það sem eftir er af veiðitímabilinu sem er um tveir mánuðir. Vorið 1981 var 100.000 seiðum sleppt hér og þar á valda staði í ánni og voru flestir þeirra ofan við fossa eða allt inn að Mýri i Bárðardal. Þetta var gert í til- raunaskyni til að athuga hvort ekki væri hægt að ala lax upp í efri hluta árinnar þar sem eldis- skilyrði eru víða mjög góð og veiða hann svo neðan við fossa þegar hann reynir að ganga á eldisstöðvarnar til að hrygna. Að sögn Ara Teittssonar ráðunauts sem unnið hefur að þessari til- raun er áin mjög flöt og lítið um vænlega eldisstaði neðanvið fossa. í eðlilegu árferði hefðu seiðin átt að vera ári fyrr á ferð- inni en þau eru nú en þar sent vorið 1983 var mjög kalt gengu þau ekki niður fyrr en í fyrra og eru nú á leið upp ána sem kyn- þroska fiskur á leið á uppvaxtar- stöðvar til að hrygna. Þangað kemst fiskurinn hins vegar ekki Fenrís leikhópurinn stóð fyrir leiksýningu í göngugötunni í gær. Kynnti þar leiksýningu sína í Sjallanum í gærkvöld. Hér eru sænsku krakkarnir með atriði sitt. Og viti menn - sólin skein í gær. Mynd: KGA „Alþýðuhúsið“ í notkun - Formleg opnun á föstudag Alþýðuhúsiö á Akureyri, sem raunar hefur gengið undir nafninu Verkalýðshöllin til þessa, verður formlega tckin í notkun á föstudag. Gert er rád fyrir að allir þeir sem standa að húsinu verði fluttir inn á föstu- dag. Alþýðubankinn opnar þar útibú á föstudagsmorgun. Efsta hæð hússins og fjórða hæðin eru nánast frágengnar. Á efstu hæðinni verður veitinga- aðstaða sem tengst getur funda- og ráðstefnusal á 4. hæð. Eftir er að ganga frá eldhúsi og samn- ingaumleitanir standa um veit- ingarekstur við aöila á Akureyri. Ekki náðust samningar um að Bjarni Ingvason tæki að sér reksturinn. Þessi mál skýrast væntanlega fljótlega. Að sögn Sævars Frímannsson- ar hjá Einingu er gert ráð fyrir aö opið hús verði fyrir alla félaga í verkalýðsfélögunum sem að hús- inu standa innan skamms, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær. - HS Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: „ Það tekur viku að hita ofnana“ - Fyrsta framleiðslan á markað í næsta mánuði „Við erum að setja ofnana í gang í þessari viku,“ sagði Þor- steinn Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki, að- spurður um það hvenær stein- ullarframleiðslan hæflst. „Það tekur viku að hita ofnana upp í réttan vinnsluhita,“ sagði Þorsteinn og stafar það af því að einangrunarsteinar í ofninum mega ekki hitna of hratt því þá er hætta á að þeir springi. Ef allt gegur að óskum ætti steinullin að vera komin á markað í septem- ber. Aðalhráefni steinullarinnar er basaltsandur og einnig er notað eitthvað af skeljasandi. Sandur- inn er hitaður upp í 1400 - 1500 °C eða þar til hann er orðinn bráðinn, þá eru spunnar trefjar úr bráðnum sandinum og bætt í bindiefnum og svo er ullin mótuð og skorin. -yk. Frá uppsetningu steinullarverksmiðjunnar. Mynd: ESE Skjálfandafljót: „Laxveiði meiri en nokkm sinni fyrr“ - Athyglisverð tilraun með seiðaeldi ofan fossa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.