Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 9
24. júlí 1985-DAGUR-9 Bjami oq Ragnar ekki með í kvöld Meiðsli þeirra Bjarna og Ragn- ars eru svipaðs eðlis og er missir þeirra tilfinnanlegur fyrir bæði liðin. Þeir hafa skorað mest allra leikmanna liðanna, þannig að í kvöld verða aðrir að taka upp merkið. Keflvíkingar hafa verið mjög sterkir í leikjum sínum að undan- förnu, sérstaklega á heimavelli þar sem þeir unnu Val í bikar- keppninni í síðustu viku og svo Fram um helgina. Leikur Þórs og ÍBK í kvöld getur því orðið tví- sýnn og spennandi og verður fróðlegt að sjá hvort Þór tekst að halda sínu striki, en liðið hefur ekki tapað leik á heimavelli í sumar. Tryggvi Gunnarsson skorar annað mark KA, þrátt fyrir líklega tilburði markvarðar Skallagríms. Mynd: KGA Tiyggvi með þrennu - og „Skallarnir" sigraðir Þegar Þór og ÍBK mætast á Akureyrarvelli kl. 20 í kvöld mun vanta helsta bitið í fram- línur beggja Iiðanna. Bjarni Sveinbjörnsson leikur ekki með vegna meiðsla er hann hlaut á Akranesi um helgina, og í lið ÍBK vantar Ragnar Margeirsson sem meiddist á síðustu mínútu í leik ÍBK og Fram sem Keflvíkingarnir unnu með þremur mörkum gegn engu. Bjami missir af bikar- leiknum „Þessi meiðsii eru ekki eins alvarleg eins og haldið var í fyrstu. Ég fór til læknis á sunnudag og hann sagði að vöðvafesting hefði slitnað,“ sagði Bjarni Sveinbjörnsson í Þór er við ræddum við hann „Ég hef oft skorað þrjú mörk í leik en aldrei áður í 2. deild . svo þetta var kærkomið,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, hetja KA eftir leik KA og Skallagríms í gærkvöld. Tryggvi skoraði öll mörkin í 3:0 sigri KA og við sigurinn heldur KA efsta sætinu og Tryggvi er markhæsti leikmað- ur deildarinnar með 10 mörk eða eitt að jafnaði í leik. „Þetta var ansi dauft í fyrri hálfleik en í þeim síðari gengum við yfir þá og þeir brotnuðu svo endanlega við fyrsta markið,“ sagði Tryggvi ennfremur og er óhætt að taka undir með honum að fyrri hálfleikur hafi verið bragðlaus, lítið.um færi en þess meira hnoðast á miðjunni. Fyrsta mark leiksins kom á 57. mínútu, Tryggvi fékk góða þver- sendingu innfyrir vörn Skalla- gríms, lék á einn varnarmann og síðan Björn Jónsson sem hafði farið í markið í fyrri hálfleik er markvörðurinn meiddist illa á hendi og Tryggvi renndi boltan- um í netið. Það stefndi í 1:0 allt fram undir leikslok en á 85. mín bætti Tryggvi öðru marki við. Þorvald- ur Orlygsson var þá með góða sendingu utan af kanti yfir að fjærstöng þar sem Tryggvi var í þröngri stöðu en skoraði samt með föstu skoti upp í þaknetið. Tekst KA að bjarga sér? Tveir Ieikir í 1. deild kvenna fara fram á Akureyri um helg- ina. Er þaö lið ísafjaröar sein mætir til leiks hér og leikur við Þór á laugardag og KA á sunnudaginn. Þór siglir nú lygnan sjó í 1. deildinni, getur hvorki sigrað né fallið. KA er hins vegar í fall- hættu en getur með sigri á ÍBÍ lagað stöðu sína verulega og hugsanlega bjargað sér endan- lega. Báðir leikirnir hefjast kl. 14. „Ég var utarlega en náði honum með ristinni,“ sagði Tryggvi eftir leikinn. „Skallarnir“, sem ekki höfðu tapað leik síðan 19. maí, máttu endanlega játa sig sigraða skömmu fyrir leikslok er Tryggvi bætti 3. markinu við, skoraði af harðfylgi eftir langa sendingu inn í vítateiginn, sigurinn og þrennan hans í höfn. Erlingur Kristjáns- son yfirburðamaður í KA-liðinu en Tryggvi afar grimmur eftir að hann fór að færa sig meira inn á miðjuna þar sem hann á skilyrð- islaust að vera en ekki úti á kant- inum. Leiftur - Völsungur 1:0 Leiftur vann nú sinn annan sigur í röð á fjórum dögum og skyldi enginn afskrifa liðið sem getur bitið hressilega frá sér. Það var Helgi Jóhannsson sem skor- aði og hafa Völsungar nú tapað tvívegis á Ólafsfirði í sumar. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að ÍBV vann KS 5:1, ÍBÍ vann fylki 2:1 og Breiðablik vann UMFN 2:0. STADAN Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leikina í gær- kvöld er nú þessi: Leiftur-Völsungur 1:0 KA-Skallagrímur 3:0 Breiðabl.-UMFN 2:0 ÍBÍ-Fylkir 2:1 ÍBV-KS 5:1 KA 10 6 2 2 20:8 20 Breiðabl. 10 6 2 2 21:13 20 ÍBV 10 5 4 1 22:9 19 Völsungur 10 4 3 3 17:14 15 ÍBÍ 10 3 4 3 12:12 13 Skallagr. 10 3 4 3 13:18 13 KS 10 3 3 4 ' 13:15 12 UMFN 10 2 3 5 6:16 9 Leiftur 10 2 2 6 8:20 8 Fylkir 10 1 3 6 6:12 6 um meiosu pau er iiuiui uiuui á Akranesi um helgina. Óttast var að liðbönd hefðu slitnað og ef það hefði verið raunin hefði Bjarni verið úr leik það sem eftir er sumars. „Þessi meiðsli þýða það að ég missi af bikarleiknum á mánu- daginn en ég reikna fastlega með að verða orðinn góður þeg- ar við leikum við Víking i deild- inni 12. ágúst,“ sagði Bjarni. Fylgir Reynir Vask í úrslitakeppnina? Jafntefli Hvatar og Reynis Á. í 4. deild d um helgina þýðir að öllum líkindum að Reynir kemst í úrslitin. Þó er það ekki öruggt, bæði liðin eiga eftir einn leik en nú eru þau jöfn að stigum en Reynir með marka- hlutfallið 24:8 gegn 17:9 hjá Hvöt. Úrslitin í leikjum d-rið- ils um helgina urðu: Skytturnar-Geisli 5:3 Hvöt-Reynir 1:1 Höfðst.-Geisli 1:0 í e-riðli er Vaskur frá Akureyri næstum komið í úrslit. í þessum riðli var aðeins einn leikur um helgina, UNÞ tapaði heima fyrir Bjarma 2:4. Vaskur er með 20 stig og á 2 leiki eftir og þarf að öllum líkind- um ekki nema eitt stig. Tjörnes hefur 15 stig og mun lakara markahlutfall. Bikarkeppni KSÍ: Þór gegn Fram KA mætir ÍBK - Bæði Akureyrarliðin með útileik Hafl knattspyrnuáhugamenn á Akureyri óskað eftir heima- leikjum KA og Þórs í undan- úrslitum bikarkeppni KSÍ þá er óhætt að segja að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum í fyrradag þegar dregið var til undanúrslitanna. KA á að leika gegn ÍBK í Keflavík, og Þór mætir Fram á Laugar- dalsvelli. „Ég tel að við eigum jafna möguleika á við ÍBK þótt leikið verði í Keflavík,“ sagði Stefán Gunnlaugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA þegar ljóst var að KA bíður það hlutskipti að leika í Keflavík gegn ÍBK. „Okkur hefur ekki gengið illa í Keflavík, við gerðum t.d. jafn- tefli þar í 1. deildinni í fyrra og þá voru það Keflvíkingarnir sem jöfnuðu úr vítaspyrnu und- ir lok leiksins,“ bætti Stefán við. „Þetta er allt í lagi því ekki hefðum við viljað þurfa að fara til Keflavíkur og leika þar,“ sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs er við tilkynntum honum um mótherja Þórsara. „Mér líst bara vel á þetta og við förum ekkert að guggna þótt við fáum útileik gegn Fram. Þeir unnu okkur að vísu í deildinni í Reykjavík 2:1 en við fengum fullt af marktæki- færum þar sem ekki nýttust." - Mótanefnd KSÍ setti leik Fram og Þórs á nk. mánudag sem er „bikardagur" samkvæmt leikjabók. Leikur ÍBK og KA var hins vegar settur á 7. ágúst eða rétt eftir verslunarmanna- helgi sem hefði eyðilagt sumar- frí leikmanna KA og það var ekki fyrr en eftir mjög kröftug mótmæli að mótanefndin lét undan og leikurinn verður háð- ur hinn 13. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.