Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 7
24. júlí 1985 - DAGUR - 7 i byggist Aæðum uða. - Spjallað við 3 leikara »á Magnús, Geir og Sigurð Við sýnum herkvaðningu. Ef valdhöfum dettur í hug að fara að stríða er blásið í herlúðra og við sýnum afleiðingar stríðs. Næstir hjá okkur eru skylmingarþrælar nútímans, eru hliðstæðir þeim sem voru í Rómaveldi. Það er ennþá til fólk sem vill horfa á fólk misþyrma hvert öðru og borga jafnvel fyrir. Við sýnum hvernig hetjan er hyllt og að lokum það sem kallað er utanaðkomandi ógn. Það er ógn sem býr í okkur sjálfum. Það er kannski óttinn við atómbombuna, eða að við kaffærum okkur í óþverra. Allir falla í valinn en eftir standa Askur og Embla og upp- hefst nú ein allsherjar upprisuhátíð og allir sameinast um að taka til í heiminum. Þrátt fyrir dapurleikann er enn von, og þetta endar sem sagt í einum allsherjar fagnaðarsöng.“ Og þar með var Þráinn rokinn. - En strákar, er ekki erfitt að skilja hvað fram fer þegar þetta er á 5 tungumálum? „Það eru svo til engin orð notuð í verkinu, það er aðallega dans og tónlist. Danir eru með nokkrar setningar, en það er þýtt í leikskrá. Skortur á tungumálakunnáttu á því ekki að há neinum.“ - Var þetta ekki dýrt fyrir ykkur? Hvernig var peninga aflað? „Sjóðir og fyrirtæki í bænum hafa styrkt okkur. Það gekk mjög vel að safna fé. Það er öflugt for- eldrafélag hjá Sögu, sem hjálpaði okkur mikið. Við söfnuðum líka peningum með skemmtun í Dyn- heimum og á 17. júní. Það þurfti hver þátttakandi að borga úr eigin vasa 500 kr. danskar í þátttöku- gjald auk gjaldeyris.“ - Hvað er framundan hjá Sögu? „Við eigum 10 ára leikafmæli á . næsta ári og við byrjum að æfa söngleik í nóvember. Við ætlum að reyna að fá Gulldrengina til sýning- ar. Það vilja allir í hópnum halda áfram og fullt af krökkum sem vilja vera með.“ Þar með kvaddi ég þessa hressu stráka. Það var margt sem þurfti að gera fyrir kvöldið og því ekki hægt að tefja þá lengur. - HJS Færeyingar hefja sýninguna á lífi. Það er mikil rukktónlist sem hljómsveitin Plumm sér um að töfra fram. Norðulandaþjóðirnar fimm samcinast í lokaatriðinu sem fjalar um dauðann. Það er ekki Jesús sjálfur á krossinum, heldur sá sein getur gefið fólkinu nýja von og er því ekki æskilegur fyrir vald- hafa. Ur atriði Islendinganna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.