Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 3
„Undanfarið hefur verið mikil úr sér um þessar mundir. spretta og gras sprettur mjög Menn eru því að meta það Eyjafjörður: Hey hrekst Heyskapur í Eyjafirði hefur gengið ákaflega brösuglega síðustu tvær vikur vegna óþurrka og liggur hey ýmist flatt og er farið að hrekjast, það sem lengst hefur legið eða þá að það er enn óslegið og farið að spretta úr sér. Heyskapur var víðast vel á veg kominn áður en tíð versnaði en bændur áttu þó mismikið í hlöðu þegar fór að rigna. Sumir hafa brugðið á það ráð að slá það sem óslegið var án þess að sjá fram á þurk þar sem þeir telja að heyið tapi síður næringargildi sínu með því en ef grasið fær að spretta úr sér. Bændur á þessum slóðum verka flestir lítið í vothey, enda eru þeir ekki vanir svona slæmri tíð í júlí. -yk. hvort þeir eigi að slá og láta heyið frekar liggja, heldur en að láta það spretta enn frekar,“ sagði Hlöðver Hlöð- versson, bóndi á Björgum í Ljósavatnshreppi í viðtali við Dag. „Það er svolítið mismunandi hvort menn eru komnir af stað með slátt. Nokkrir hafa borið því við að slá, þrátt fyrir óþurrk- inn. Ef til vill eru menn of íhalds- samir í þessum efnum. Meltunar- hæfni heysins minnkar mjög mik- ið þegar grasið hefur sprottið úr sér og trénað, áður en slegið er. Annars þurfum við víst ekki að kvarta, því varla er ástandið hér norðanlands neitt svipað því sem verið hefur á Suðurlandi undanfar- in sumur,“ sagði Hlöðver. - HS Félag sauðfjárbænda Mánudaginn 24. júní sl. var stofnað Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð. Tilgangur fé- lagsins er að: Efla samstöðu sauðfjárbænda og vinna að bættum hag þeirra. Vinna að vöruþróun og vöruvöndun sem taki mið af breyttum þjóðfé- lagsaðstæðum og komi til móts við óskir neytenda. Stuðla að almennara skýrslu- og bók- haldi til hagsbóta bæði fyrir bændur og neytendur. Fylgjast með og hafa áhrif á kynbóta- stefnuna í sauðfjárrækt. Koma á framfæri upplýsingum er varða framleiðslu sauðfjár- afurða bæði til framleiðenda og neytenda. Á fundinum var kosin fimm manna stjórn og kom hún nú ný- lega saman og skipti með sér verkum. Er stjórnin þannig skipuð: Formaður Guðmundur Skúla- son Staðarbakka, varaformaður Steinn Snorrason Syðri-Bægisá, gjaldkeri Friðrik Jónsson Möðru- völlum, ritari Sigurgeir Hreins- son Hríshóli og meðstjórnandi Ármann Rögnvaldsson Syðri- Haga. Milli 40 og 50 bændur hafa gerst stofnfélagar en það geta menn ennþá gerst til 1. ágúst með því að hafa samband við ein- hvern stjórnarmanna eða skrif- stofu ráðunauta að Óseyri 2 Ak- ureyri. Félagið mun síðan verða aðili að Landssamtökum sauð- fjárbænda en stofnfundur þeirra samtaka verður væntanlega hald- inn í ágúst. C LANDSVIRKJUN 20ÁRA ÖLLUM LANDSMÖNNUM BOÐIÐ f ORKUVERIN í tilefni 20 ára afmælis Landsvirkjunar er öllum landsmönnum boðiðað skoða orkuver fyrirtækisins alla daga frá kl. 13 til 19, til 13. ágúst og taka leiðsögumenn þar á móti gestum. Ljósafossstöð, 15 MW, hóf framleiðslu 1937, 75 km frá Reykjavík. írafossstöð, 48 MW, hóf framleiðslu 1953, 74 km frá Reykjavik. Steingrímsstöð, 26 MW, hóf framleiðslu 1960, 79 km frá Reykjavik. Búrfellsstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1969, 122 km frá Reykjavík. Sigöldustöð, 150 MW, hóf framleiðslu 1977, 161 km frá Reykjavík. Hrauneyjafossstöð, 210 MW, hóf framleiðslu 1981, 156 km frá Reykjavik. Laxárvirkjun, 23 MW, hóf framleiðslu 1939, 76 km frá Akureyri. STARFSMENN LANDSVIRKJUNAR VONAST TIL AÐ FÁ SEM FLESTA í HEIMSÓKN ÞESSAR SEX SUMARVIKUR. 24. júlí 1985 - DAGUR - 3 f'BIómabúðin Laufás auglýsir^ Höfum bætt við á blómamarkaðinn, keramikblómapottahlífum, vegg- og hengipottum með 20% afslætti Nýjar pottaplöntur teknar upp í dag. Nýjar tegundir. Komið og gerið góð kaup. Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96 • Sími 24250 Sunnuhlíð • Sími 26250 Dansleikur í Sólgarði Á vegum „Hátíðisdaga hestaíólks“ verður dansleikur í Sólgarði laugardaginn 27. júlí. Hljómsveitin Skriðjöklar leikur fyrir dansi og hefst dansleikurinn kl. 22.00. Sætaferðir frá strætisvagnaskýli í Miðbænum kl. 22.30. Mætum öll. Mótsnefnd Járnsmiðjan Mjölnir sf. er við Óseyri 4, Akureyri Sverrír Árnason Björn Garðarsson sími 23452 á kvöldin. sími 24734 á kvöldin. Innréttingar og kælitæki í matvöruverslun eru til sölu. Um er að ræðá: Kæliklefa og tvö kæliborð ásamt góðri pressu. Einnig er sér húsnæði með frystiklefa. Auk þessa hillur og fleira. Uppl. á Fasteignasölu Ásmundar S. Jóhannssonar. Brekkugötu 1, sími 21721, Akureyri. Ný sending frá Blússur frá kr. 650.- Einnig hinar marg- eftirspurðu frúarbuxur með teygju í streng

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.