Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. júlí 1985 Upphefst nú ein allshcrjar upprisuhátíð og allir sameinast um að taka til í heiminum. Ur atriði íslensku ungmenn- anna, sem fjallar um manneskjuna. Sýningir á ands - Byrjar á lífi, endar á dai úr leikklúbbnum Sögu. f með mikið af tónlist, sem er blanda af rokki og rólegri tónlist. Þá kom- um við með manneskjuna. Okkar tónlist er selló, trommur og lúðra- blástur, og sker sig svolítið úr. Við erum rólegri en hin. Á eftir okkur koma Svíar og Finnar saman með drauminn, sem er líka frekar rólegt. Þá koma Danir með raun- veruleikann og hjá þeim er mikið rokk. í lokin eru svo allir saman með dauðann." - Örlítið nánari lýsingu á ykkar hluta? „Við fengum bréf frá Jóakim, sem er danskur og stjórnar verkinu í heild. í bréfinu stóð að við ættum að sjá um þátt sem héti manneskj- an. Annars er best að Þráinn segi frá þessu.“ í því kom Þráinn Karls- son sem leikstýrði manneskjunni og hann lýsir nánar þessu verki. „Við gerðum okkur ákveðnar hugmynd- ir um hvernig hægt væri að sýna manneskjuna, og einangruðum út ákveðna þætti hennar. Við lögðum til grundvallar þá spurningu, af hverju ljótleikinn er til í heiminum og lögðu áherslu á hann í gegnum söguna. Upphafið er í Norrænu goðafræðinni. Synir Bors voru á gangi á sjávarströnd, fundu tvo rekaviðardrumba og fá þá hug- mynd að búa til manneskjur. Þeir blása lífi í drumbana og til urðu Askur og Embla. Þau koma inn í heiminn meðan veröldin er hrein og björt. En það tekur að síga á ógæfuhliðina. Fólk tapar frelsi sínu og fer að vinna fyrir aðra. Við sýnum krossfestingu, ekki endilega þessa vanalegu. Sá sem getur gefið fólkinu nýja von, og er ekki æskilegur fyrir valdhafa, er krossfestur. Við sýnum fólk sem er ofsótt vegna skoðana sinna og hegðunar. Gjörðir þess fara kannski ekki saman við kenningar kirkjunnar. Það var ys og þys og mikið um að vera í Sjallanum sl. mánudag er blaðamaður Dags leit þangað inn á æfingu hjá Fenris-hópnum. Fenris er samnorræn sýning ung- menna frá íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Það eru þeir Magnús Sigurólason, Geir Borgar Geirs- son og Sigurður Magnason, sem titlaður er sýningarstjóri, sem segja frá ferð hópsins um hin Norðurlöndin og Fenris. „Við fórum til Danmerkur 27. júní og þar hittust allir 30. júní. Verkið var frumsýnt þar 5. júlí, en þessir dagar á undan voru notaðir til að æfa saman og semja síðasta hlutann, sem allir eru með í. 9. júlí fórum við frá Danmörku til Sví- þjóðar, þaðan fórum við svo aftur til Danmerkur og tókum ferju til Færeyja og komum þangað 15. júlí. Þaðan var svo ferðinni heitið til ís- lands og komum við hingað laugar- daginn 20. júlí.“ - Hvað er þetta stór hópur? „Við erum alls 85, en það var 20 manna hópur frá íslandi í ferðinni. Þetta eru krakkar á aldrinum 14-20 ára.“ - Hvernig var í ferðinni? „Alveg æðislegt, meiriháttar gaman, eins og Maggi sagði í danska sjónvarpinu. Það var spurt hvernig hefði verið og það átti einn frá hverju landi að segja álit sitt og Maggi sagði „meiriháttar". Verkið tekur 1,45 klst. í flutn- ingi. Það er byggt upp á andstæð- um. Byrjar á lífi, endar á dauða. Hver hópur fékk sitt verkefni og réð útfærslunni. Færeyingarnir eru fyrstir með lff, en hjá þeim er mikil tónlist allan tímann og einnig dans. Þeir eru með hljómsveit með sér sem er heimsfræg í Færeyjum og heitir Plumm. Norðmenn eru næst- ir með náttúruna og þeir eru líka „Ferðin gekk ótrúlega vel“ - að sögn Einars Jóhannssonar sem var fararstjóri ásamt konu sinni „Ferðin gekk alveg ótrúlega vel, ég held að mér sé óhætt að segja að það hafi ekki komið upp eitt einasta vandamál,“ sagði Einar Jóhannsson, en hann og kona hans voru farar- stjórar unglinganna frá Akur- eyri, sem þátt tóku í Fenris. Einar var spurður hvernig hann hefði komið inn í starf- semina hjá Sögu. „Ég sá um erlend samskipti fyrir hópinn, bréfaskriftir, símhring- ingar og slíkt. Bára, dóttir okkar, var lengi í Sögu og það var fyrir hennar tilstilli að við hjónin fór- um að hjálpa til.“ - Var ferðin ekki erfið? „Jú, þetta var mjög strangt og erfitt. Um leið og við komum til Danmerkur voru miklar æfingar. Það átti eftir að æfa allt verkið saman og semja síðasta þáttinn. Síðan voru löng og ströng ferða- lög. Við vorum t.d. 14 tíma á ferðalagi frá Svíþjóð að ferjunni sem flutti okkur til Færeyja. Við vorum með 2 tonn af farangri og þetta þurftu krakkarnir að bera fram og til baka, í rútur, járn- brautarlestir og ferjur. En þetta gekk mjög vel, krakkarnir eru dugleg og það voru allir samtaka í að láta þetta ganga vel. Eins og ég sagði þá átti ég von á að þetta yrði allt öðru vísi og að ails kyns vandamál kæmu upp sem leysa þyrfti. En það var ekki. í Svíþjóð bjuggum við öll í íþróttahúsi, það var hægt að skipta salnum þannig að við gát- um sofið á 4 stöðum. Þar vorum við í 3 sólarhringa og við fundum að það var alveg nóg þegar svona margir eru saman. Við kynnt- umst vel, þetta voru 5 þjóðir saman og það voru vissir tungu- mála erfiðleikar sem gerðu það að þau voru lengur að kynnast en ella, en meðan við vorum þarna í íþróttahúsinu blandaðist hópur- Einar Jóhannsson. inn svo vel saman að eftir það var eiginlega ógerningur að sjá hver væri hvaðan.“ - Er búin að vera mikil vinna í kringum Fenris? „Já, mjög mikil. Ragnarokk kom hingað í fyrra og þá kvikn- aði sú hugmynd að gaman væri að koma upp samnorrænu verki. í ár er alþjóðaár æskunnar og því var lögð enn meiri áhersla á þetta. Þessari hugmynd var kast- að fram í algjöru ábyrgðarleysi, en menn urðu spenntir að sjá hvort hægt væri að framkvæma hana og útkoman varð þessi. Þetta er búið að kosta óhemju mikla vinnu, mikil bréfaskrif milli landanna, vídeóupptökur og allskyns sendingar. Það var fyrst haft samband við Norrænu ráðherranefndina og þeir settu það skilyrði að öll Norðurlöndin yrðu með, ef þeir ættu að styrkja þetta. Norðmenn treystu sér ekki til að taka á móti þessu og í Sví- þjóð var þetta líka mjög erfitt. En við hefðum aldrei fengið að sleppa tveimur löndum, svo við fórum til Svíþjóðar þó það væri fyrirfram vitað að það yrði lélegt. Við fengum ekki nema 25 áhorf- endur, en sýningin var þrátt fyrir það ágæt. Aðsókn hefur verið góð annars staðar, t.d. fengum við um 2000 manns í Færeyjum." - Hefurðu starfað með ungl- ingum áður? „Ekki á þennan hátt. En það hefur alltaf verið mikið af ungl- ingum heima hjá okkur í kring- um Báru og þannig hefur maður kynnst þeim. Ég þekki þessa krakka líka vel, því ég hef verið mikið inni í Dynheimum í sam- bandi við endurbætur á húsinu. Það er gaman að vinna með ungl- ingum og ég held að mér sé óhætt að segja að allir séu ánægðir með hvernig til tókst nú.“ - HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.