Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 24.07.1985, Blaðsíða 12
Alltaf vex vöruúrvalið Vinsamlegast komið og skoðið I S 6 norðlensk fyrirtæki fenqu lán - úr byggðasjóð og Framkvæmda- stofnun vegna fiskeldis Af þeim 23 fiskeldisfyrirtækj- um sem fengu lán úr Byggða- sjóði og Framkvæmdastofnun fyrir skömmu og sagt var frá í Degi síðastliðinn föstudag, voru 6 norðlensk fyrirtæki. Megin skilyrði fyrir lánveitingu var að eigið fé fyrirtækis næmi að minnsta kosti 25% af stofnkostn- aði. Lán Byggðasjós og Fram- kvæmdastofnunar mátti nema allt að 50% stofnkostnaðar og eru þá eftir 25% sem fyritækin urðu að útvega eftir öðrum leiðum í gegn um lánastofnanir eða með auknu eigin fé. Pau fyrirtæki sem eru staðsett á Reykjavíkur- og Reykjanes- svæðinu fengu ekki lán úr Byggðasjóði, heldur eingöngu úr Framkvæmdasjóði en Byggða- sjóðslánin eru hagstæðari lántak- endum. -yk. Fyrirtækið Aðalgeir og Viðar hefur sagt upp 12 smiðum: „Man ekki svona ástand“ - segir Aðalgeir Finnsson Vinnu- spam- aður - Rafveita Akureyrar tekur nýjan kapalvagn í notkun Rafveita Akureyrar tók nýlega í notkun nýjan kapalvagn sem er til muna fullkomnari en þeir vagnar sem hingað til hafa ver- ið notaöir. Hinn nýi vagn er knúinn vökvaspili sem lyftir kapalkeflunum á sinn stað, en áður þurfti að nota handafl til þess og krafðist það ntargra manna. Það voru þeir Baldur Stein- grímsson starfsmaður Rafveit- unnar og Jóhannes Sigtryggsson starfsmaður Slippstöðvarinnar, sem smíðuðu þennan vagn í frí- stundum sínum í vetur og seldu Rafveitunni hann. Með tilkomu vagnsins sparast mikil vinna og hann var mun ódýrari en sam- bærilegur innfluttur vagn. - KGA. „Það er ekki alveg rétt sem sagði í Degi sl. mánudag að ég hafi sagt upp öllum trésmið- um hjá fyrirtækinu. Hið rétta er að ég sagði upp 12 smiðum 1. júní og uppsagnir þeirra Fyrir helgi kom rússneskt frystiskip inn til Siglufjarðar með 262 tonn af rækju sem samið hafði verið um að yrði pilluð hjá Sigló hf. Á mánu- dagskvöldið lagði skipið aftur frá bryggju án þess að hafa landað. Magnús Aspelund hjá Mar- bakka hf. í Kópavogi sagði að ástæðan fyrir því að skipið hefði farið aftur án þess að landa væri koma til framkvæmda 1. sept- ember, en þar fyrir utan eru 37 smiðir og nemar hjá fyrirtæk- inu og þeim hefur ekki verið sagt upp.“ - Þetta sagði Aðalgeir sú að stærðin á rækjunni hefði ekki verið í samræmi við gerða samninga og ekki hefði náðst samkomulag að nýju um verkun rækjunnar. Það eru bandarískir aðilar sem kaupa rækjuna af rúss- um og hefur Marbakki séð um að láta pilla rækjuna í verksmiðju Sigló og í Niðursuðuverksmiðj- unni á ísafirði, gegn ákveðnu gjaldi fyrir hvert kíló, fyrir þá bandarísku. -yk. Finnsson, en í frétt Dags sl. mánu- dag þar sem fjallað var um sam- drátt í byggingariðnaði var sagt að Híbýli hf. og Aðalgeir og Við- ar hf. hefðu sagt upp öllum sín- um smiðum. „Hitt er svo annað mál að ég sé ekkert framundan fyrir þessa menn að gera þegar kemur fram á haustið,“ sagði Aðalgeir. „Það er ekki verið að byrja á neinum íbúðarbyggingum á Akureyri nema þeim 15 verkamannaíbúð- um sem nýlega voru boðnar út þannig að útlitið er dökkt. Ég er búinn að starfa við byggingariðn- aðinn síðan 1962 og ég man ekki eftir svona ástandi. Þetta er eitt- hvað annað en hér á árum áður þegar byrjað var á 200 til 300 nýj- um íbúðarbyggingum á Akureyri á hverju ári. Við erum með dálítið af við- gerðarverkefnum sem við erum að vinna við og það er auðvitað nauðsynlegt að sinna viðhaldi, en fólk verður þá að hafa efni á því að endurnýja hjá sér,“ sagði Aðalgeir Finnsson. gk-. Töluvert af fólki við vinnu í Blöndu- virkjun Það er nóg atvinna hér eins og er og töluverður mann- skapur í vinnu upp í Blöndu- virkjun. Tveir aðilar héðan eru undirverktakar við fram- kvæmdir við Blöndu, en það er verið að steypa botnrás,“ sagði Snorri Björn Sigurðs- son sveitarstjóri á Blönduósi í samtali við dag. Sagði Snorri að á milli 20 og 30 manns væru í vinnu hjá þess- um tveimur undirverktökum, auk þess sem þó nokkuð af fólki væri í vinnu hjá Landsvirkjun. „Vinnuvélaeigendur og bíl- stjórar hafa nokkuð mikið að gerá þessa dagana, en það er ómögulegt að spá fyrir um framhaldið," sagði Snorri. " mþþ Rússneskt frystiskip á Siglufirði: Fór án þess að landa - Rækjan stóðst ekki gerða samninga Það dregur úr norðan áttinni og úrkomunni, styttir upp, áður en sólarhringur er liðinn. Hægviðri næstu daga og þurkur. Á laugar- dag er jafnvel von á sunnan átt, að sögn Unnar Skúladóttur veðurfræðings. # Gáfaður silungur Það þótti ekki mikil veiðin í Hörgá þar til að bleikjan gekk i ána fyrir háifri annarri viku. Þá glæddist veiðin til muna en þó fengu ekki allir silung í soðið sem keyptu veiðileyfi í Hörgá í síðustu viku. Einn hafði búið sig út með stöng, hjót og maðkadollu og hugði gott til glóðarinnar þar sem hann stóð við hyl einn í ánni þar sem nokkrir silungar höfðu veiðst daginn áður. Hann beitti og kastaði í hyl- inn og beið svo eftir að biti á. Ekki leið á löngu áður en sá fyrsti nartar í en festist þó ekki á. Skömmu síðar er aftur nartað í en enn sieppur fisk- urinn. Veiðimaðurinn dregur nú inn til að athuga hvers kyns sé en þá kemur í Ijós að maðkurinn er horfinn, sil- ungurinn hefur étið hann af króknum. Þá beitti veiðimað- urinn bara nýjum maðki og hugsaði sér að nú skyldi hann þó krækja í fisk. En það fór á sömu leið, silungurinn át agnið af króknum og synti burtu. Þannig gekk það nokkra hríð þar til silungur- inn hafði étið nægju sína en veiðimaðurinn fékk ekki bita. Já, ekki eru allar ferðir til f jár. # Karnivalið verður Já, nú hefur verið ákveðið að jrr dJi Ifclö) JUJ HH J3 halda karnivalið, sem margir hafa beðið eftir, um helgina. Menn hafa beðið eftir þessu af ýmsum ástæðum. Þeir sem hafa undirbúið sig, einkum unga fólkið í bænum, bíður eftir því að nota alla búning- ana og skemmtilegheitin sem tengjast hátíðinni. Úrtölu- menn af ýmsu tagi bíða þess að stytti upp og veðrið fari að lagast, enda halda því ýmsir fram að veðrið hér norðan- lands í sumar megi rekja beint til tilrauna bjartsýnis- manna til að lífga upp á mannlífíð á Akureyri og efna til hátíða. # Hugarfarið sem gildir Sé þetta nú skýringin á af- leitu sumarveðri þá hlýtur það að leiða til þeirrar niður- stöðu, að Akureyringar eigi það hreint ekki skilið að fá að skemmta sér með öðrum og virkari hætti en tíðkast hefur til þessa. Sá sem þetta skrifar er illa svikinn ef Akureyringar sætta sig við þennan dóm veðurguðanna. Því er eigin- lega ekki um neitt annað að velja en að bjóða þeim birg- inn og brosa. Því það er hug- arfarið sem gildir, gáski og innri birta. Dumbungur yfir þarf ekki að breyta neinu þar um. Nú verða Akureyringar því bara að sýna umheimin- um hvað innra með þeim býr og taka virkan þátt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.