Dagur - 31.07.1985, Qupperneq 9
31. júlí 1985 - DAGUR-9
Þórsararnir Sigurbjörn Viðarsson og Júlíus Tryggvason eiga hér í strangri baráttu við Örn Valdimarsson Framara.
Mynd: Júlíus.
Þórsarar sprungu
í framlengingunni
Fram vann Þór í bikarkeppninni 3:0
Sagt eftir leikinn:
„Svona
er þessi
fótbolti “
- sagði Jóhannes
Atlason, þjálfari Þórs
„Það er alltaf súrt og erfitt að
tapa, ekki síst þegar við vorum
komnir svona langt í bik-
arnum, og ekki var það til að
bæta tapið, að það var mitt
gamla félag, Fram sem sló
okkur út,“ sagði Jóhannes
Atlason, þjálfari Þórs, að
leiknum loknum.
„Við vorum betri aðilinn í fyrri
hálfleik, en þeir sóttu sig í þeim
síðari og voru þá betri aðilinn.
Síðan fór allt úr skorðum hjá
okkur þegar Framarar skoruðu
fyrsta markið. Þá fóru menn að
taka bjánalega áhættu orðnir
örþreyttir. En mínir menn gefa
alltaf allt sem þeir eiga, þeir eru
bardagamenn.
Það var erfitt fyrir okkur að
vera undir þegar átt er við lið eins
og Framara, sem eru margir
hverjir reyndir refir sem hefur
mikið að segja í svona leik. Þeir
gátu leyft sér að slaka á eftir að
þeir höfðu náð yfirhöndinni. En
það dugir ekki að súta þetta.
Þessi leikur verður ekki endur-
tekinn. Svona er þessi fótbolti.
Nú förum við í kærkomið frí og
mætum tvíefldir til leiks í íslands-
mótinu, þar sem við erum fram-
arlega í bardaganum,“ sagði Jó-
hannes Atlason.
Jóhannes Atlason
„Þetta var
ömurlegr
- sagði Nói Björnsson
„Þetta var alveg ömurlegt," sagði
Nói Björnsson, fyrirliði Þórs, að
leik loknum. „Fyrri hálfleikur var
ágætur. En síðan hættum við að
spila og allt snérist upp í kýlingar
þannig að það var ekkert vit í
því sem var verið að gera.
Vinnslan í liðinu var ágæt, en
þegar boltinn vannst var ekkert
gert til þess að spila eins og við
gerðum í fyrri hálfleik, sem mér
fannst mjög góður.“
Nói Bjömsson
Það var ágætis veður þegar
leikurinn fór fram, nánast logn
og úrkomulaust. VöIIurinn var
þungur því fyrr um daginn
hafði rignt töluvert. Eins og
einn áhorfandi sagði „þá er
þetta ekki hagstætt fyrir Þór
að völlurinn skuli vera svona
blautur“.
Ekki virtist það koma að sök
því eins og kemur fram í við-
tölum við fyrirliða Þórs, þjálfara
og áhorfendur voru það Þórsarar
sem höfðu undirtökin í leiknum
fyrir hlé. Það má segja að með
örlítilli heppni hefðu Þórsarar
getað verið yfir í hléi 2-0. En því
miður nýtti Hlynur ekki þau
ágætu færi sem hann fékk og því
var staðan 0-0 eftir 45 mínútur.
Framarar byrjuðu leikinn af
töluverðum krafti og gerðu harða
hríð að marki Þórs, en án telj-
andi hættu. Þórsarar komu svo
smátt og smátt meira inn í leikinn
og voru svo með hann í hendi sér
að mestu.
Eftir hlé voru það síðan Fram-
arar sem sóttu stíft og var eins og
markið Iægi í loftinu, því oft
gerðu þeir harða hríð að marki
Þórsara en Baldvin tók þá bolta
sem rötuðu rétta leið. Önnur
skot fóru framhjá.
Það var síðan fljótlega í fyrri
hluta framlengingar sem Fram
tókst að skora. Það var Guð-
mundur Torfason sem þar var að
verki. Við þetta mark var eins og
Þórsarar gæfust upp. Gengu
Framarar á lagið og bættu öðru
marki við. Var það Pétur Orm-
slev sem það gerði. Örn Valdi-
marsson skoraði síðasta markið
fyrir Fram. Hann kom inn á sem
varamaður fyrir Guðmund
Steinsson. Fram er því komið í
úrslit í Bikarkeppni KSÍ og mun
mæta 2. deildar liði KA eða 1.
deildar liði ÍBK, en KA og Kefla-
vík mætast í undanúrslitum 13.
ágúst í Keflavík.
Allir eru
velkomnir
að Jaðri
- til að sjá bestu
kylfinga landsins
íslandsmótid í golfi hefst á
Jaðarsvelli á Akureyrí í dag.
Að sögn keppnisstjórnar
hefur undirbúningur staðið
undanfarnar vikur.
Starfsmenn verða um 50
talsins, en skráðir keppendur
eru 201. Mun þetta vera næst
fjölmennasta landsmót sem
haldið hefur verið, og það
langfjölmennasta utan
Reykjavíkur. Keppt verður í 7
tlokkum karla og kvenna.
Keppendur í meistaraflokki
karla eru 35. Keppendur eru
frá 16 golfklúbbum.
Formaður mótsstjórnar
sagði að allir sem áhuga hefðu
á golfíþróttinni væru velkomn-
ir að fylgjast með á Jaðarsvelli
hvenær sem væri, og vildi
koma því á framfæri að síðasti
keppnisdagur væri sunnudag-
ur 4. ágúst og þá hæfust úrslit
um kl. 13.00, og þá gæfist fólki
kostur á að sjá alla snjöllustu
kylfinga landsins samankomna
í einni keppni.
Björgvin varð
einherjameistari
Hið svokallaða Einherjamót, en það er mót þeirra kylfinga sem hafa
farið holu í höggi hófst á mánudag. Einherjamótið er óopinber byrjun
íslandsmótsins. Þar eru leiknar 18 holur. Úrslit urðu sem hér segir:
1. Björgvin Þorsteinsson, G.R.
2. Magnús Birgisson, G.A.
3. Kristín Pálsdóttir, G.K.
4. Guðmundur S. Guðmundsson,
5. Páll Ketilsson, G.S.
G.R.
með 37 punkta
með 37 punkta
með 35 punkta
með 35 punkta
með 33 punkta
Einherjamótið er punktamót þar sem keppt er eftir Stableford-kerfi,
en þar gildir 7/8 hluti forgjafar. Björgvin telst sigurvegari þar sem hann
fór seinni 9 holurnar á fleiri punktum en Magnús.
Hverju spáðu þeir um úrslitin í leik Þórs og Fram?
11
3» o
CJ
06 ■
•3 J
r á
£.=
=3 3
-2 <u
a-1
O> 0»
e3 !■
a>s
E ..
2 ©
O
ll
Friðrik Hjaltalín.
Guðmundur Guðmundsson.
Sigurður Hallgrímsson.,
Oskar Guðmundsson.
óí
Þetta fer 3-2 fyrir Þór, það
er alveg ljóst, Sigurmarkið
verður skorað úr víta-
spyrnu.
Ég spái 2-1 fyrir Þór.
3-0 fyrir Fram, því miður.
3-2 fyrir Þór, það er engin
spurning.
Mér er sagt að hann fari
1-0. fyrir Þór að sjálfsögðu.
Ég veit það ekki, þetta
virðist allt vera á réttri leið
því Þór hefur átt allan fyrri
hálfleikinn.
Það hallar heldur meira á
Þór, en ég vona að þeir taki
þetta samt, og held mig við
spána.
Ég ætla ekkert að segja í
hálfleik.
Ég stend við það sem á
spáði.
Mér líst mjög vel á mitt lið.
Framarar eru gjörsamlega
búnir, og Þór vinnur 1-0
eins og ég sagði fyrir leik-
inn.
•h
U
Það vantaði bara mörkin
hjá Þór, það munaði því.
En þeir voru langtum betri
í fyrri hálfleik og áttu þá að
gera út um leikinn, það er
Ijóst.
Þeir duttu alveg niður í
framlengingunni og þar
með var þetta búið. En það
var súrt að svona skyldi
fara eftir góðan fyrri hálf-
leik.
Á ég ekki að taka að mér
að spá unt veðrið fyrir
Dag?
Þetta voru ekki raunhæf
úrslit. Þór var betri aðilinn
í leiknum, en slökuðu á í
framlengingunni. höfðu
ekki úthald.
Þetta var mjög ósann-
gjarnt. Þórsarar áttu að
rúlla Fram upp í venjuleg-
um leiktíma, það er stað-
reynd.