Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. ágúst 1985
Borðarðu oft pylsur?
Signý Pálsdóttir.
Það kemur fyrir og er þá helst
hér í göngugötunni.
Karl Haraldsson.
Ætli það sé ekki svona 4-5
pylsur í mánuði og þá helst í
Miðbænum. Annars fylgist ég
ekki vel með því.
Úlfar Hauksson.
Já, þetta er þokkalegur matur.
Lára Vilhjálmsdóttir.
Sárasjaldan, en þær eru samt
ágætis skyndimatur.
- Hulda Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarforstjóri Kristnesspítala í Viðtali Dags-ins
„Það var árið 1984 sem nafn-
inu var breytt úr Kristneshæli
í Kristnesspítala, en starfsemin
breyttist ekkert í kjölfar nafn-
breytingarinnar. Hælisnafnið
þótti orðið fráhrindandi í okk-
ar nútímaþjóðfélagi. Þó á það
á vissan hátt rétt á sér, því
menn geta Ieitað sér hælis,“
sagði Hulda Gunnlaugsdóttir
hjúkrunarforstjóri á Kristnes-
spítala.
„Hér eru um 60 sjúklingar,
mest gamalmenni. t*ó er það ekki
algilt, því sjúklingar eru fæddir á
bilinu 1884 til 1962. Þetta eru
miklir hjúkrunarsjúklingar og
það þarf svo að segja að gera allt
fyrir þá. Þannig að þetta er nokk-
uð erfitt starf.
Það er óvenju mikið af sjúkl-
ingum hjá okkur núna sem kem-
ur til af því að við erum með
nokkra heimahjúkrunarsjúklinga
og einnig er B-deildin á FSA lok-
uð vegna breytinga og hér eru
nokkrir sjúklingar þaðan.“
Hulda sagði að á Kristnes-
spítala væri fólk hvaðanæva af
landinu, en flestir þó af norð-
austurhorninu. Töluvert er af
fólki sem fengið hefur pláss á
Kristneshæli meðan það var og
hét, en hefur svo aldrei útskrif-
ast.
„Það er alls staðar þéttsetið og
það vantar pláss. Oft er um
tveggja ára biðlista að ræða, þeg-
ar eldra fólk er að sækja um
pláss.“
Sagði Hulda að í júní síðast-
liðnum hefði verið stofnaður
starfshópur um málefni aldraðra
á Akureyri, en hópurinn vinnur
að úttekt á því hversu margir
þurfi á vistun að halda og ástandi
þeirra staða sem fyrir hendi eru.
Hópurinn athugar hvar best er að
vista hvern einstakling og í hve
langan tíma.
Hulda er hjúkrunarfræðingur
frá Hjúkrunarskóla íslands, en
þaðan útskrifaðist hún í septem-
ber 1981. „Jú, ég er yngsti hjúkr-
unarforstjóri á landinu,“ sagði
hún. „Ég byrjaði hér í janúar
1983 og því búin að starfa hér í
tvö og hálft ár.“
- Og hvernig líkar þér?
„Mjög vel. Það er oft mjög
mikið að gera og mér fellur það
ágætlega. Þegar ég byrjaði vann
ég mikið á deildunum því hjúkr-
unarfræðingar voru þá mjög fáir
við störfin hérna. Við höfum leyfi
fyrir átta stöðum hjúkrunarfræð-
inga, en þegar ég kom 1983 voru
ekki hjúkrunarfræðingar nema í
þremur og hálfri stöðu.“
Sagði Hulda að í haust fyllti
spítalinn ekki upp í kvótann átta
stöður, það yrðu einungis sex og
hálf staða sem mannaðar verða.
Við hvert sjúkrahús á landinu
er hjúkrunarforstjóri og er hann
að sögn Huldu ábyrgur gagnvart
stjórn spítalans. í Reykjavík sit-
ur yfirstjórn Ríkisspítalanna og
þar eru haldnir stjórnarfundir.
„Ég á þar seturétt, tillögurétt og
hef málfrelsi en ekki atkvæðis-
rétt,“ segir Hulda. „Fram-
kvæmdastjórinn hér við Kristnes-
spítala hefur farið á þessa fundi
þegar málefni hans hafa verið til
umræðu."
- Kom ekki einhvern tíma til
tals að á Kristnesi yrði afvötn-
unarstöð?
„Jú, en það datt upp fyrir.
Hins vegar er ákveðið að neðri
hæð spítalans verði tekin undir
endurhæfingardeild og við von-
umst til að innan tveggja ára
verði hún risin. Það þarf margoft
að gera þar til deildin getur risið
og verið er að vinna í þeim mál-
um núna.“
Við spurðum Huldu um
starfssvið hjúkrunarforstjóra
Kristnesspítala.
„Ég hef yfirumsjón með og ber
faglega ábyrgð á starfsemi
sjúkrahússins. Mannaráðningar
eru einnig í mínum verkahring,
ég ræð hjúkrunarfræðinga,
sjúkraliða og annað starfsfólk til
spítalans. Við erum með ófaglært
fólk við hjúkrunina því stöðu-
heimildir sjúkraliða eru ekki
nógu margar til að við getum ein-
ungis ráðið til okkar sjúkraliða.“
- Er enginn skortur á starfs-
fólki hér við spítalann?
„Það er upp og ofan, fer dálítið
eftir hvernig er mannað við FSA.
Fólki þykir þetta óskaplega langt
í burtu, en við ökum öllu okkar
starfsfólki því að kostnaðarlausu
til og frá vinnu og það tekur ekki
nema tíu mínútur. Ég bjó í
Kópavogi og maðurinn minn
vann í Reykjavík. Hann vinnur
núna í bænum og okkur þykir
ekki meira mál að keyra í bæinn
en úr Kópavogi til Reykjavíkur.
Hér er mjög gott starfsfólk, ég
held ég geti fullyrt að leitun sé að
öðru eins. Það er svo gott við
gamla fólkið, sýnir svo mikla
natni. Það er andlega og líkam-
lega slítandi að hjúkra gömlu
fólki og hér eru aðstæður dálítið
aðrar en annars staðar, því að
hér eru sömu sjúklingarnir ár eft-
ir ár. Það þarf alveg sérstakt
starfsfólk til að vera á slíkum
stöðum og við getum verið ánægð
með okkar starfsfólk. Það er ein-
staklega gott.“ - mþþ
Hulda Gunnlaugsdóttir hjúkrunarforstjóri á Kristnesspítala, yngsti hjúkrun-
arforstjóri á íslandi. „Mörgum finnst heilmikið mál að keyra hingað fram
eftir í vinnu, en það tekur ekki nema tíu mínútur. Minna mál en að keyra frá
Kópavogi til Reykjavíkur.“
Vörubílstjórar gangið
betur um þvottaplanið
við Strandgötuna
Lélegt vömval
á Akureyri
Strandharður skrifar:
Ábending til vörubílstjóra, sem
þvo bíla sína á þvottaplaninu við
Strandgötu. Þangað koma fjöl-
margir bílar á hverjum degi og
nota kraftmikla slöngu til að
smúla bíla sína, sem eru vægast
sagt haugdrullugir oft á tíðum,
eftir akstur á þjóðvegum
landsins. Síðan aka þeir flestir *
burtu án þess að hreinsa plan'
eftir sig, þannig að drulluha
arnir verða þar eftir. Síðan berast
þeir um alla götu og næsta um-
hverfi. Þetta er ákaflega bagalegt
fyrir okkur, sem búum eða störf-
um í húsum í næsta nágrenni við
þvottaplanið, því að ryk og drulla
berast inn til okkar. Þess vegna
skorum við á þá vörubílstjóra,
sem nota þvottaplanið við
Strandgötu, að smúla planið eftir
sig.
Sumardvalargestur á Akureyri
skrifar varðandi vöruúrval í
verslunum á Akureyri:
Ég er búsett í Reykjavík, en
hef undanfarin ár eytt sumar-
fríum mínum í nágrenni Akur-
eyrar, mér til mikillar ánægju.
Það skyggir þó á ánægjuna
þegar fjölskyldan fer í inn-
kaupaleiðangra til Akureyrar,
en þar erum við vön að gera öll
okkar innkaup. Mér finnst
nefnilega vöruúrvalið vera
ótrúlega lélegt og í hæsta máta
einhæft. Iðulega þurfum við að
fara búð úr búð til að leita að
ýmsum algengum vörutegund-
um og förum, þrátt fyrir mikla
leit, oft tómhent heim. Nefni
ég sem lítið dæmi úr síðasta
leiðangri:
Kotasæla, ísl. eplasafi, Lotus
bleiur og Kambgam.
Mér finnst þetta lélega vöru-
úrval vera mjög mikill löstur á
Akureyri, og minna fremur á
lítið þorp en upprennandi og
skemmtilegan bæ.