Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 5
7. ágúst 1985 - DAGUR - 5 Laugahátíð 1985: Léleg aðsókn á dansleik Laugahátíð ’85 stóð bara í einn dag um nýliðna verslunar- mannahelgi, að sögn Steinþórs Þráinssonar framkvæmda- stjóra hátíðarinnar. Steinþór sagði að vegna íbú- anna á svæðinu og áskorana frá skólanefnd hefði verið horfið frá því að halda þriggja daga hátíð líkt og undanfarin ár enda hefði hátíðin í fyrra misheppnast vegna dræmrar aðsóknar þar sem allir fóru í Atlavík. Það sama gerðist nú með dansleikinn á sunnudags- Bahá’iar með sumar- skóla á Akureyri Frá 2. til 11. ágúst munu Baha’íar halda árlegan sumar- skóla sinn í Húsmæðraskólan- um, Akureyri. Þar er gert ráð fyrir að um það bd 70 gestir skólans muni eyða deginum fram á kvöld við leik og störf. Þessi sumarskóli er tileinkaður því að 50 ár eru liðin síðan Baha’í trúin var fyrst kynnt opin- berlega á íslandi. Það var í júlí- mánuði 1935 þegar bandaríska blaðakonan Martha Root dvald- ist hér á landi í mánaðartíma. Heiðursgestur sumarskólans verður dr. Hermann Grossmann, en hann býr í Finnlandi. Hann mun meðal annars flytja fyrir- lestra um framlag ungmenna til alþjóðaárs æskunnar. Á meðan á skólanum stendur er ætlunin að halda til grafreitar fyrsta Baha’íans á íslandi, Hólm- fríðar Árnadóttur, en hún hvílir í kirkjugarðinum í sinni gömlu heimabyggð, Hólum í Hjaltadal. Fimmtudagskvöldið 8. ágúst verður fræðslu- og skemmtidag- skrá fyrir almenning, þar sem fjallað verður um nauðsyn þess að friðarviðleitni hefjist á ein- staklingsgrundvelli og leiði þaðan til stærri þjóðfélagseininga. Að- gangur er ókeypis og opinn öllum almenningi. Dagskráin hefst klukkan 20.30 í Húsmæðraskól- anum. kvöldið þar sem Dúkkulísurnpr léku fyrir dansi í íþróttahúsinu að Laugum. Aðeins 130 manns sóttu dansleikinn en hins vegar var ágæt aðsókn að Sumargleðinni sem var á fjölskylduskemmtun fyrr um daginn. Steinþór sagði að nánast engir hefðu verið á tjaldstæðum sem hótelið sá um og aðsókn að kvik- myndasýningum á sunnudaginn var heldur dræm. Steinþór sagðist reikna með að eftir reynsluna frá því í fyrra og aftur í ár myndi HSÞ hætta að halda Laugahátíð með því sniði sem verið hefur undanfarin ár en hugsanlega yrði á næsta ári tekin upp skemmtun í tengslum við héraðsmót og reynt að vekja upp gömlu héraðsmótastemmning- una. Það yrði þá einhverja aðra helgi en verslunarmannahelgi. -yk. Lækningastofa Hefi opnað lækningastofu að Hafnarstræti 95,4. hæð. Viðtalstími aðeins eftir samkomulagi. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 22100, innan- hússnúmer 249, alla virka daga milli kl. 11 og 13. Magnús Stefánsson læknir. Sérgrein: Barnasjúkdómar. Hjól- barðar $ nýirog i miklu úrvali. Gúmmíviðgerð sími 21400. Óseyri 2 Véladeild símar 22997 og 21400. TTLSÖLU BARNAFATAVERSLUN Til sölu barnafataverslun í Miðbænum. Öruggur leigusamningur. Lágmarkslager. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar (ekki í síma). REKSTRARRÁÐGJÖF FELL hf. Kaupvangsstræti 4 - Akureyri - simi 25455 Y ip Leikja námskeið Nýtt námskeíð hefst mánud. 12. ágúst og stendur til 30. ágúst. Innritun 8.-9. ágúst frá kl. 13-17 á íþróttasvæði Þórs og einnig námskeiðsdagana. Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs. Salatbar í hádeginu og á kvöldin. Fjöldi smárra sem stórra rétta á matseðlinum. Opid alla virka daga frá 12-13.30 og 18-01 Um helgar til 03 hefst fimmtudagínn 8. ágúst Bamafatnaður, unglingafatnaður, dömufatnaður, herrafatnaður, vefnaðarvara og bútar, skór, hljómplötur o.fl. o.fl. 0. 0 SÍMI (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.