Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 9
7. ágúst 1985 - DAGUR - 9 Vel heppnað hestamannamót á Vindheimamelum: Meistarasýningin glæsile „Mikið asskoti væri nú gaman að eiga þó ekki væri nema einn af þessum hestiun! Ég hefði ekki trúað því að óreyndu, að ég ætti eftir að sjá þá svona marga háreista og spengilega saman í einum hópi,“ sagði einn ónefndur hestamaður á hestamótinu á Vindheimamel- um í Skagafirði um helgina. Hestamir sem hann átti við ero íslandsmeistararnir í tölti allt frá árinu 1981, sem stóðu að eftirminnilegri sýningu á mót- inu. Má raunar segja, að glæsi- Ieiki þeirra hafi verið há- punktur mótsins. íslandsmeistararnir sem sýndir voru á mótinu voru Hrímnir Bjöms Sveinssonar, sem varð ís- landsmeistari í tölti 1981; Fleygur Olil Amble, sem varð meistari 1982; Snjall Þórðar Þorgeirsson- ar, sem varð meistari 1983; Tinna Einars Ö. Magnússonar, sem varð meistari 1984; og Kórall Orra Snorrasonar, sem varð ís- landsmeistari í tölti 1985. Þessir hestar eru allir í toppformi og var sýning þeirra einstaklega glæsi- leg. Blær Sörlason frá Sauðárkróki varð hlutskarpastur í keppni al- hliða gæðinga þeirra Skagfirð- inga. Hann er í eigu Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki, en Guðmundur sonur hans sýndi hestinn. Blær hlaut 8,33 í aðal- einkunn, en í öðru sæti varð Þyr- ill Skafta Steinbjömssonar á Haf- steinsstöðum, flugvakur 5 vetra gæðingur, sem fékk 8,11 í aðal- einkunn. Blesi Jósafats Jónsson- ar á Sauðárkróki varð í 3. sæti með 8,06 í aðaleinkunn. Ekki langt í Sörla 250 m skeið: 1. Leistur, 8 v. skagfirskur 22,4 sek. Eig: Hörður G. Albertsson, Hafnarfirði. Knapi: Sigurbjörn Bárðarson. 2. Börkur, 11 v. frá Ólafsfirði 22,8 sek. Eig: Tómas Ragnarsson, Reykja- vík. Knapi: Eigandi. 3. Vani, 9 v. þingeyskur 22,8 sek. Eig: Erling Sigurðsson, Mosfells- sveit. Knapi: Eigandi. Börkur fékk 2. sætið, þar sem hann náði þessum tíma í fyrri sprettinum, en þá hljóp Vani upp. 250 m folahlaup: 1. Lótus, 6 v. úr Rángárv.s. 18,2 sek. Eig: Kristinn Guðnason, Skarði. Knapi: Róbert Jónsson. 2. Gustur, 6 v. skagf. 18,3 sek. Eig: Helgi Einarsson, Reykjavík. Knapi: Þurí Bára Birgisdóttir. 3. Frá, 6 v. skaftfelisk'. Eig: Helgi Eiríkson, Garðabæ. Knapi: Eigandi. 350 m stökk: 1. Neisti, 7 v. rangæskur 24,3 sek. Eig: Hörður G., Albertsson, Hafnarfirði. Knapi: Erlingur Erlingsson. 2. Tvistur, 13 v. rangæskur 24,3 sek. Eig: Hörður G. Albertsson, Hafnarfirði. Knapi: Anna Dóra Markúsdótt- ir. 3. Nasi, 8 v. borgfiskur 24,6 sek. Eig: Elías Kristjánsson, Skr. Knapi:. Jósafat Þröstur Jónsson. 800 m stökk: 1. Örn 8 v. rangæskur 58,7 sek. Eig: Guðmundur og Inga Harð- arbörn. Knapi: Erlingur Erlingsson. 2. Lýsingur, 9 v. rangæskur 59,0 sek. Eig: Fjóla Runólfsdóttir. Knapi: Róbert Jónsson. 3. Tvistur, 13 v. rangæskur 59,6 sek. Eig: Hörður G. Albertsson, Hafnarfirði. Knapi: Anna Dóra Markúsdótt- ir. 800 m brokk: 1. Neisti, 9 v. skaftfellskur 1:29,1 mín. Eig: Guðmundur Jónsson. Knapi: Eigandi. 2. Alur, skagfirskur 1:32,6 mín. Eig: Finnbogi Guðmundsson. Knapi: Eigandi. 3. Brimur, 10 v. skagfirskur 1:44,9 mín. Eig: Ólafur Örn Þórðarson, Ak- ureyri. Knapi: Erna Jóhannesdóttir. Mótið á Vindheimamelum tókst í flesta staði mjög vel, þrátt fyrir kalsa báða mótsdagana. Um 8-900 manns voru á mótssvæðinu þegar flest var. - GS ___________________________ mundl syni sínum og Blæ sigurlaunin fyrir gæðingakeppnina. Það var ekki langt í Sörla, þegar keppt var í B-flokki gæðinga. Þar varð sigurvegari Krapi Sveins Jóhannssonar á Varmalæk, sem Björn sonur hans sýndi. Krapi minnir um margt á Hrímni Björns, en Krapi er sonarsonur Sörla frá Sauðárkróki, undan Júpiter og meri frá Markúsi á Reykjarhóli. Krapi fékk 8,35 í aðaleinkunn, en í 2. sæti varð Bylgja Jóns Friðrikssonar á Vatnsleysu, sem Anna Þóra dótt- ir Jóns sýndi. Hún fékk 8,17 í aðaleinkunn. í 3. sæti varð Geys- ir Jóns Olgeirs á Gígjarhóli, sem Jóhann Magnússon sýndi. Hann fékk 8,13 í aðaleinkunn. í keppni 12 ára unglinga og yngri sigraði Helgi Ingimarsson á Blakk með 8,59 í aðaleinkunn. í 2. sæti varð Stefán Friðrik Jóns- son á Gusti með 8,25 í aðaleink- unn og Elvar Einarsson á Tvisti varð í 3. sæti með 7,99. í keppni 13-15 ára unglinga sigraði Björn Jónsson á Sissý með 8,27 í aðaleinkunn. í 2. sæti varð Ingólfur Helgason á Létti með 8,03 og Halldór Gunnlaugs- son varð 3. á Gusti með 8,00. Úrslit kappreiða urðu sem hér segir: 150 m skeið: 1. Glaumur, 7 v. skagfirskur 15.2 sek. Eig: Árni Jóhannsson, Reykja- vík. Knapi: Jón Pétur Ólafsson. 2. Seifur, 6 v. skagfirskur 15,7 sek. Eig: Leifur Þórarinsson, Keldu- dal. 3. Menja, 7 v. Árnesingur 16,4 sek. Eig: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Hæli. Knapi: Styrmir Snorrason. Sigurvegaramir í yngri Íslandsmeistaramir í tölti; Bjöm Sveinsson á Hrímni; OIil Amble á Fleyg; Þórður Þorgeirsson á Snjalli; Einar Ö. Magnússon á Tinnu og Orrí á Kóral.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.