Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. ágúst 1985 Frá Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 tb Fjórðungssjúkrahúsinu V \ i> \ ■ ■ ■ r m u • Viðskiptavinir gefið hjartasónaitæki Lítið inn og gerið hagstæð kaup á tilboðspöllum. ★ Afslátturinn er staðreynd. Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Útboð Tilboð óskast í 4000 rúmmetra fyllingu af og í grunn nýbyggingar Fiskiðju Raufarhafnar hf. Útboðs- og verklýsing er afhent á skrifstofu Kaupfé- lags Langnesinga, Þórshöfn gegn 2.000 kr. skila- tryggingun. Tilboðum skal skilað til Fiskiðju Raufarhafnar hf. c/o Kaupfélag Langnesinga, 680 Þórshöfn í lokuðu umslagi þannig merktu: Fiskiðja Raufarhafnar. Útboð í grúsarfyllingu. Tilboð. Tilboð skulu hafa borist á ofangreindan stað fyrir kl. 13.30 miðvikudaginn 14. ágúst 1985 og verða þau þá opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda er viðstadd- ir kunna að vera. 1. ágúst sl. var afhent á Fjórð- ungssjúkrahúsinu, Akureyri, nýtt og mjög fullkomið sónartæki. Tæki þetta notar hátíðnihljóð- bylgjur til skoðunar innri líffæra, varpar mynd þeirra á sjónvarps- skjá og kemur þannig að stór- miklu gagni við læknisskoðanir og sjúkdómsgreiningar. Tæki það sem hér um ræðir er sérstaklega útbúið til hjartaskoðana. Kaupverð tækisins er um 1,3 millj. kr. Lionsklúbbarnir þrír á Akureyri lögðu fram kr. 750 þús. og Hjarta- og æðaverndarfélag Akureyrar kr. 250 þús. Af- gangurinn kom frá tækjakaupafé sjúkrahússins. Hugmyndin að stuðningi Lionsklúbbanna við kaup þessi kom fyrst fram í Lionsklúbbnum Hugin, þegar rætt var hversu minnast skyldi þriggja félaga, Halldórs Ólafs- sonar, Mikaels Jónssonar og Pét- urs Pálmasonar, sem létust með skömmu millibili síðla sumars 1984. Lionsklúbbur Akureyrar og Lionsklúbburinn Hængur gengu svo til liðs við málefnið auk Hjartaverndar svo sem áður segir. Fulltrúi Hugins afhenti tækið að viðstöddum stjórnarformanni, framkvæmdastjóra og nokkrum læknum F.S.A. svo og formanni Hjarta- og æðaverndarfélags Ak- ureyrar, Eyþóri Tómassyni. Þorkeil Guðbrandsson, læknir, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, veitti tækinu móttöku og kynnti viðstöddum gestum notkun þess. Þorkell Guðbrandsson reynir nýja tækið á einum Lionsfélaga. / Utsalan stendur út þessa víku Uteala-Utsala Stendur út þessa viku Sumarefni, ullarefni, joggingefni, stroff, riffluð flauel, kaky, frotté, myndaflúnel o.m.fl. 10-15% afsláttur. Gardínuefni. Velúr, ullarefni og bómull. Sængurveraefni, rúmteppi og handklæði 3 stærðir. Snið 20 kr stykkið. Búsáhöld 50% afsláttur. Húsgögn 15% staðgreiðsluafsláttur eða jafnar afborganir. Prjónagarn 10% afsláttur. Hlaðin borð af bútum. Opið á Iaugardögum. Q/ödoW SKemman Glerárgötu 34 • Sími 96-23504

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.