Dagur - 07.08.1985, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR
VIÐHALDSFRÍIR
VEUIÐ RÉTT
í BfllNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
Hitaveituframkvæmdir í Mývatnssveit:
80% íbúanna fá hitaveitu
Nú standa yfír miklar hita-
veituframkvæmdir í Mývatns-
sveit. Verið er að leggja hita-
veitu frá Reykjahlíð og suður í
Álftagerði um 23 kflómetra
leið.
„Áætlaður kostnaður er rúm-
ar 18 milljónir króna,“ sagði
Arnaldur Bjarnason sveitar-
stjóri í Mývatnssveit.
„Fyrirhugað er að framkvæmd-
um ljúki um miðjan október og
eiga þá um 80% íbúanna að búa
Framleiðsluverð
á heyi 5,20 kr.
- markaösverð
að líkindum 3-4 kr.
Samkvæmt upplýsingum frá
Búreiknistofnun landbúnaðar-
ins, er áætlað framleiðsluverð
á heyi 5,50 kr. á kflóið, miðað
við fullþurrkað hey í hlöðu.
Verð á teignum er hins vegar
áætlað 10-15% lægra.
Við þessa útreikninga er miðað
við framleiðslukostnað undanfar-
in ár, að viðbættum hækkunum.
Þannig var verð á fullþurru heyi
í hlöðu kr! 4,20 í fyrra. En raun-
verulegt heyverð fer ekki alltaf
eftir þessum útreikningum; það
ræðst meira af framboði og eftir-
spurn. Heyfengur var með ein-
dæmum mikill og góður víðast
hvar norðanlands á s!. ári, þannig
að margir áttu fyrningar í vor.
Fyrir vikið var hægt að fá kjarn-
gott ársgamalt hey á 1 kr. kg í vor
og sumar. Heyfengur í ár virðist
ætla að verða í góðu meðallagi að
magni, en í tæpu meðallagi að
fóðurgildi. Þrátt fyrir það telja
fróðir menn engin líkindi til að
markaðsverð á heyi verði nærri
við hitaveitu. Með þessu stækkar
markaður hitaveitunnar um
43%,“ sagði Arnaldur.
Notuð eru hitaþolin plaströr
sem lítið hafa verið notuð við
hitaveitulagnir hérlendis að sögn
Arnaldar. Og er þetta í fyrsta
skipti sem þau eru notuð á svo
löngum kafla, sem eins og áður
sagði er tæpir 23 kílómetrar,
stofn og dreifilagnir.
Grafið er fyrir hitaveitulögn-
inni í vegarkantinum og síðan er
jarðvegurinn aftur settur yfir og
sáð í þannig að verksummerki
eru engin.
Sagði Arnaldur að efnið sem
notað er í hitaveitulögnina væri
mjög að ryðja 'sér til rúms og væri
það mun ódýrara og meðfæri-
legra en annað sem notað er í
sama tilgangi. Fyrir utan að það
er mun auðveldara í samsetn-
ingu. - mþþ
Banaslys í Skagafirði:
Fállaf
hestbaki
Banaslys varð í Skagafirði síð-
astliðið sunnudagskvöid. 36
ára gamall maður, Sigmar
Benediktsson, Víðigrund 14,
Sauðárkróki féll af hestbaki á
veginum milli Halldórsstaða
og Ytra-Skörðugils og var
hann látinn þegar sjúkrabfll
kom að slysstað.
Sigmar mun hafa fallið á
höfuðið og látist því sem næst
samstundis. Hann lét eftir sig eig-
inkonu og tvö börn. -yk.
Steinullawerksmiðjan:
Samið
um kjör
starfsmanna
Gengið var frá samningum
milli SteinuIIarverksmiðjunnar
á Sauðárkróki og Verka-
mannafélagsins Fram I síðustu
viku.
Að sögn Jóns Karlssonar, for-
manns Fram, eru samningarnir
að megininntaki svipaðir þeim
sem gilda í Kísiliðjunni, Áburð-
arverksmiðjunni, Járnblendi-
verksmiðjunni og fleiri sambæri-
legum verksmiðjum. Pessir
samningar innihalda nokkur at-
riði sem að sögn Jóns gera þá
eítirsóknarverðari en almenna
samninga, s.s. ýmsar auka-
greiðslur, uppbót í desember og
við orlof. -yk.
Verslunarmannahelgin er liðin með öllum sínum ferðalögum, útihátíðum og hver veit
hvað. Veðurguðirnir blésu köldu til Norðlendinga, þannig að þeir sem sóttu þar útimót
treystu á skjólgóðan klæðnað og ullarteppi. Á sunnudag birti loks til og nú er útlit fyrir
betri tíð um sinn. Myndin er frá hestamannamóti Skagfirðinga á Vindheimamélum, en
nánar er greint frá því á bls. 9 í blaðinu í dag.
Áfallalítil umferðarhelgi
áætluðu framleiðsluverð-i. Um 4
krónur y fyrir kílóið á teig er
talið i nærri lagi.
Að sögn lögreglu gekk umferð
i Skagafirði, Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslum áfallalítið um versl-
unarmannahelgina. Nokkur
minniháttar umferðaróhöpp
urðu þó en sáralítil meiðsli á
fólki.
Frá föstudegi til mánudags var
aðeins einn maður tekinn grun-
aður um ölvun við akstur í um-
dæmi Akureyrarlögreglunnar en
12 voru stöðvaðir fyrir of hraðan
akstur. Að sögn lögréglu er þetta
síst meira en um venjulega helgi
og hlýtur að teljast vel sloppið
þessa mestu umferðarhelgi
ársins. Svipaða sögu höfðu lög-
reglumenn á Húsavík og Sauðár-
króki að segja um helgarumferð-
ina.
Lögreglan þurfti lítil sem engin
afskipti að hafa af dansleikjagest-
um og fólki á útisamkomum á
þessu svæði. -yk.
í dag er búist við austan-
átt og kalda, jafnvel
stinningskalda á stöku
stað. Það verður sæmi-
lega bjart og hiti verður
á bilinu 10-14 stig. Á
morgun snýst vindur
meira til norðaustanáttar
og verður þá meira
skýjað. Heldur fer kóln-
andi.
# Mörgæsir
með
myndavélar
Svo var það Reykvíkingurinn
sem var á ferð í Hafnarfirði á
verklegum sportbil. Sem
hann er stopp á rauðu Ijósi,
rennir mótorhjólalögga upp
að hlið hans. Lögregluþjónin-
um verður litið inn í bílinn
hjá þeim reykvíska og sér að
í aftursætinu eru þrjár mör-
gæsir og allar með mynda-
vélar um hálsinn. Lögginn
verður hinn versti, spyr hvað
þetta eiginlega eigi að þýða
og segir Reykvíkingnum að
fara hið snarasta með
mörgæsirnar í Sædýrasafnið.
Og sá reykvíski verður hálf-
hræddur við hinn röggsama
lögregluþjón og brennir með
það sama fyrir næsta horn og
í átt að Sædýrasafninu.
# í fótboltann
Daginn eftlr er sami lögreglu-
þjónn á ferðinni á sama mót-
orhjólinu og á sömu gatna-
mótum á sama rauða Ijósinu
sér hann sama bílinn og í
honum sama Reykvfkinginn
og aftur í eru sömu mörgæs-
irnar - en nú eru þær allar
með derhúfur með Valsmerki
og Valstrefla. Lögginn setur
upp valdsmannssvip og seg-
ir með þeim myndugleika
sem lögregluþjónum einum
er lagið: Ókei, ég skil, en var
ég ekki búinn að segja þér að
fara með þessar mörgæsir í
Sædýrasafnið. Jú, jú, sagði
Reykvfkingurinn, og ég gerði
það í gær, og þess vegna er
ég að fara með þær á fót-
boltaleik f dag!
# 300kertapera
Um þessar mundlr eru rétt 40
ár síðan Bandaríkjamenn
sprengdu kjarnorkusprengju
í Hiroshima og Nagasaki í
Japan. Afleiðingar sprengj-
unnar voru hörmulegar og
ennþá eru þær að koma f Ijós.
Þessa atburðar hefur nú verið
minnst um allan heim og tóku
íslendingar þátt í því. DV seg-
ir frá því að 300 logandi kert-
um hafi verið fleytt á Tjörninni
f Reykjavfk, voru það kerti
sem fórnarlömb sprengjunn-
ar höfðu búið til. Loki var allt-
af samur við sig og sagði að
300 kerta pera hefði nú gert
sama gagn. Og þá vitum við
það.