Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 9. ágúst 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hendim við 20 þús- und mokkakápum? Það hefur oft verið haft á orði að íslendingar hugsi meira um magn en gæði. Einkum hefur þetta borið á góma varðandi sjávarafla, en víðar má finna þessum fullyrðingum stað. Til dæm- is hefur mátt finna dæmi um þetta í landbúnaði. Því fleira fé af fjalli því betra og best sem feitast. Því meira magn í gegnum sláturhúsin hvern dag, því betra, hefur viðkvæðið gjarnan verið. Tökum dæmi úr gæru- vinnslunni. Þar er um að ræða hráefni sem unnt hef- ur verið að vinna úr sífellt verðmætari vöru, ekki síst fyrir erlenda markaði. Iðn- aðardeild Sambandsins hefur látið gera fræðslu- og kynningarmynd um gæru- meðferð, þar sem tekið er á þessum málum og þau skýrð. Þar kemur meðal annars fram, að talið er að hægt sé að auka verðmæti gæruafurða um hvorki meira né minna en 25—30% ef hægt væri að koma í veg fyrir alla galla á öllum verkstigum. Þetta á við um vinnuna í sláturhúsunum og hjá verksmiðjunum sem búa til fullunna vöru. Þetta er kostnaðarsöm vinnsla, sem tekur um einn og hálf- an mánuð, og stundum sést það ekki fyrr en á lokastig- um þessarar vinnslu hvort hráefnið er gallað. Gallar geta komið fram við flán- ingu og söltun í sláturhús- unum, auk þeirra sem geta orðið í verksmiðjuvinnsl- unni. Mörgum sem vinna í slát- urhúsum finnst það ekki geta skipt meginmáli hvort einum sepanum fleira eða færra fer í úrkast. Þetta skiptir hins vegar verulegu máli vegna þess að um gíf- urlegt magn gæra er að ræða. Því er mjög mikilvægt að lögun gærunnar sé rétt, svo nýtingin verði sem best. Tökum dæmi um sauð- fjárslátrun, þar sem leggj- ast til um 900 þúsund gær- ur á landinu öllu. Venjuleg gæra er um 7 ferfet að stærð og segjum sem svo að eitt ferfet tapist af hverri gæru vegna galla í vinnslu, og mun það ekki vera óal- gengt. Þá tapast samtals um 900 þúsund ferfet, sem jafngilda 98 þúsund fer- metrum eða um 128 þús- und gærum, hvorki meira né minna. Til að auðvelda enn frekar skilning á því hversu mikið magn þarna er um að ræða skal bera þetta saman við flatarmál knattspyrnuvalla, sem flestir vita hversu stórir eru í sjón, að minnsta kosti. Eitt ferfet sem tapast af hverri gæru vegna galla þýðir hvorki meira né minna en jafngildi 13 knattspyrnu- valla að flatarmáli. Hér er verið að tala um hráefni í 20 þúsund mokkakápur og menn geta svo leikið sér að því að reikna út um hversu mikil verðmæti er að ræða. Þetta er lítið dæmi um það hversu mikil verðmæti geta farið í súginn ef meira er hugsað um magn en gæði. Svipuð dæmi má finna alls staðar í þjóðfélag- inu. Starj' hjúkrwuirfrœðings Ragnheiður Árnadóttir hjúkurnarforstjóri. Það hefir ekki farið framhjá nein- um sem les blöð eða hlustar á út- varp og sjónvarp að á íslandi vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á sjúkrahúsum. Mig langar tii að leggja orð í belg um það, enda mál- ið skylt sem hjúkrunarfræðingi og yfirmanni hjúkrunarfólks á stærsta sjúkrahúsi utan Reykjavíkur. Sú óánægja sem kemur fram í umtali um stéttina, byggist aðallega á því hve fámenn hún er, það má líkja því við að fyrirlesari láti óánægju sína í ljós yfir lélegri aðsókn til hans á samkomu. Verðugra væri að þakka þessum allt of fáu starfs- mönnum fyrir þeirra verðmæta framlag í heilbrigðisþjónustunni. Það er ekki við hjúkrunarfræðinga að sakast þótt þeir séu ekki fleiri, heldur mun um að kenna stjórn eða óstjórn samfélagsins fyrr og nú. Starfið er unnið á vöktum og því fjórum sinnum mannfrekara en þau störf sem unnin eru aðeins í dag- vinnu, eða hina hefðbundnu 40 stunda vinnuviku. Þrír starfsmenn skipta með sér sólarhringnum en afleysarar fyrir þá eru á viku 1,2. Það má ekki myndast eyða í störfin þar sem mannslífa er gætt, því að skortur á árvekni gæti orðið afdrifa- ríkur. Helstu orsakir þess að of fáir hjúkrunarfræðingar hafa verið menntaðir á íslandi eru líklega þær að Hjúkrunarskóla íslands var ekki sýndur sá sómi í fjárveitingum, sem nauðsyn var á, þegar heilbrigðis- stofnunum fjölgaði og hjúkrunar- þörfin jókst mjög hratt, bæði á sjúkrahúsum og við heilsugæslu. Langir biðlistar ungra stúlkna sem vildu læra hjúkrun voru við skólann ár eftir ár, en skortur á fé og kenn- urum hamlaði þeim inngöngu. Hjúkrunarstéttin er svo sem allir vita nær eingöngu kvennastétt, sem, eins og aðrar kvennastéttir, tekur síaukinn þátt í atvinnulífinu utan heimilis. Langflestar konur er stunda hjúkrun eru mæður og húsmæður, sem vilja ekki taka að sér fullt starf vegna heimilanna, svo hjúkrunin sem veitt er á sjúkrahús- um verður aðallega að byggjast á hlutastörfum, sem hefir bæði óhag- ræði og aukakostnað í för með sér. Fari hjúkrunarfræðingur að starfa á sjúkrahúsi veit hann að þar bíða hans andlega og líkamlega krefj- andi störf, sem hann með langri skólavist hefir gert sig færan til að stunda. Lág laun svara heldur ekki til þeirrar ábyrgðar sem á honum hvílir þar. Séð frá þessum sjónarhóli er starfið ekki eftirsóknarvert og fáir munu þeir vera, sem fara í hjúkrun- arnám af hugsjón einni saman. Yfir sumarmánuðina er vöntunin mest vegna hinna löngu sumar- leyfa, sem eru í vinnusamningum stéttarinnar. Hjúkrunarfræðingar eiga rétt á 5-6 vikna leyfi, sem þeir undantekningalítið nýta og hverjir eiga þá að hlaupa í skarðið? Sérmenntuð kvennastétt er illa sett með að halda uppi fullri starf- semi þessa þrjá mánuði ársins þeg- ar vinafólk þeirra, eiginmenn og fjölskyldur eru í fríi og þær þurfa auðvitað líka að vera með. Ef vel á að vera þarf einn sumarafleysara fyrir hverjar 2 sem skipta með sér sumrinu. Úrræði stjórnenda á þessum vanda eru bæði erfið og óvinsæl, en þó þau einu sem eru forsvaranleg bæði gagnvart sjúklingunum á sjúkrahúsunum og starfsfólkinu sem annast þá, en það er að minnka verkefnin, fækka innlögnum. Það er takmarkað hvað hjúkrun- arfræðingur og hans samstarfslið, sjúkraliðarnir, komast yfir að hjúkra mörgum, svo vel sé. Ofull- nægjandi hjúkrun er áhættusöm fyrir sjúkling og vel menntaðir, samviskusamir hjúkrunarfræðingar vilja ekki starfa við þau skilyrði að slys gæti hent vegna meintrar van- rækslu þeirra í starfi, enda réttur sjúklings sá að velferð hans sé tryggð svo sem verða má meðan á sjúkrahússdvöl stendur. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eru að höfðatölu til starfandi á þessu sumri og í fríum 90 hjúkr- unarfræðingar og 150 sjúkraliðar og hjúkrunarnemar. Samt vantar af- leysara. Þetta segir nokkuð um hversu þungt og mannfrekt hjúkr- unarstarfið er á sjúkrahúsinu. Fjöldi mikið veikra sjúklinga eykst þar með árunum og deildum fjölgar. Sú deyfð sem verið hefur yfir at- vinnulífi hér í bænum undanfarið með brottflutningi fjölskyldna til Reykjavíkur hefir greinilega mætt á sjúkrahúsinu. Hjúkrunarfræðing- ar hafa fyrir þessar sakir horfið frá starfi hér, en færri komið. Starf húsbóndans, sem einatt er betur launað en konunnar, þótt hún sé hjúkrunarfræðingur, er sótt þangað sem það býðst hagstæðast. Lausnin á þessum sameiginlega vanda okkar, eins og hann horfir við núna, er meiri atvinnuþátttaka stéttarinnar, fjölgun nemenda í hjúkrun og góð laun, svo góð að hjúkrunarfræðingurinn geti ráðið búsetu fjölskyldunnar og aflað mestra tekna fyrir heimilið. Þá tel ég að sjúkrahúsið á Akur- eyri fengi þann fjölda hjúkrunar- fræðinga sem uppfyllti allar óskir okkar og vonir um fullnægjandi starfsemi þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.