Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 16
msm Akureyri, föstudagur 9. ágúst 1985 Erum ávaUt með nýja rétti (SMJQUfl [y&jnJ) á hetgarseðti Smiðjunnar Siglufjörður: Framkvæmdir hafnar við íþróttahús og grasvöll Opnuð hafa verið tilboð í upp- steypu á sökklum nýs íþrótta- húss á Siglufirði og var tilboði Bergs hf. tekið, en svo sem kunnugt er stendur til að reisa límtréshús yfir siglfirska íþróttaiðkendur. Einnig er verið að undirbúa gerð grasvallar við íþróttamið- stöðina að Hóli og á að ryðja burt þeim jarðvegi sem fyrir er á þeim stað þar sem knattspyrnuvöllur- inn verður. Ekki er ljóst hvenær grasvöllurinn kemst í gagnið og veltur það á fjárveitingum bæjar- yfirvalda en ef nægilegt fjármagn fæst væri hægt að ljúka fram- kvæmdum við hann á næsta sumri og þá gætu siglfirskir knatt- spyrnumenn farið að leika sína heimaleiki á grasi sumarið 1987. -yk. Er hráefni í 20 þús- und mokkakápur hent? Er hugsanlegt að íslendingar hendi gærum sem nægðu sem hráefni í 20 þúsund mokkakáp- ur? Ljótt er ef satt væri, en ef tU vill er þetta ekki svo fjarri lagi. Skýringin er sú að vegna galla sem koma fram í gæru- vinnslu hér á landi má ætla að mikið glatist af hráefninu. Þetta þurfa ekki að vera miklir gallar í hverri gæru fyrir sig, en safnast þegar saman kemur. III Amaro á Akureyrí færði hjónunum Jóhönnu Birgisdóttur og Halldóri Halldórssyni sérhannaðan þríburavagn í síð- ustu viku, en þau hjónin eignuðust þríbura í júní síðastliðnum. „Þetta er bara eins og að kevra strætisvagn," sagði Halldór, en á myndinni sjást foreldramir á gönguferð með þríburana. Mynd: KGA Ef gert er ráð fyrir að 900 þús- und gærur leggist til á hverjú hausti og að eitt ferfet tapist af hverri vegna galla, sem ekki mun vera óalgengt, þá samsvarar það 900 þúsund ferfetum eða 98 þús- und fermetrum, en hver gæra er að jafnaði 7 ferfet. Þetta er hrá- efni sem að flatarmáli jafngildir hátt í 13 knattspyrnuvöllum og myndi nægja til að sauma úr um 20 þúsund mokkakápur. Þessar upplýsingar koma með- al annars fram í kynningarmynd sem myndbandafyrirtækið Sam- ver á Akureyri hefur gert fyrir Iðnaðardeild Sambandsins um meðferð á gærum. Þar er lögð áhersla á það að hver sepi sem fer í úrkast vegna galla, t.d. rangrar fláningar, geti skipt verulegu máli þegar saman safnast. Fjallað er um þetta mál í leiðara blaðsins í dag. HS Stórsigur Vasks Vaskur hóf baráttuna í úrslita- keppni 4. deildar með góðum sigri á Sindra frá Hornafirði, á Akureyrarverlli í gærkvöld. Þegar flautað var til leiksloka hafði Vaskur skorað sex mörk, en Sindramenn einungis eitt. Mörk Vasks skoruðu Valdimar Júlíusson 3, Tómas Karlsson 2 og Jónas Baldursson 1. - KGA Þorskkvóti Ólafsfirðinga búinn - fiskvinnslufólk atvinnulaust: Fiskvinnsluhúsum lokað? Á Ólafsfirði hefur því sem næst öll fiskvinnsla lagst niður og er ekki fyrirsjáanleg vinna hjá fiskvinnslufólki nema við verkun á u.þ.b. tveim togara- förmum af skrapfiski það sem eftir er ársins. Að sögn Ágústs Sigurlaugsson- ar formanns Ólafsfjarðardeildar Einingar eru nú um 130 manns á atvinnuleysisskrá á Ólafsfirði og þeim kemur til með að fjölga eft- ir helgina. Flestöllu starfsfólki Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og Hraðfrystihúss Magnúsar Gamal- íelssonar hefur verið sagt upp störfum og um helgina bætist í hópinn starfsfólk Fiskverkunar Sigvalda Þorleifssonar. Togararnir Ólafur Bekkur og Sólbergið eiga eftir af kvóta sem samsvarar einum túr á skrapi hvor og bátar eru búnir með sína kvóta. Ágúst sagði að sér þætti það skrýtið að á sama tíma og at- vinna legst niður í heilu byggðar- lagi vegna hráefnisskorts sé verið að flytja út misgóðan fisk í gám- um til útlanda frá öðrum stöðum þar sem vinnuaflsskortur er ríkj- andi. „Það hlýtur að vera hægt að stjórna þessu betur,“ sagði hann. -yk. Ekki er spáin glæsileg fyr- ir Norðuriand um helgina. Það er reiknað með norð- austanátt með þokusúld og kulda við strendurnar, en eitthvað þurrara veðri inn tii landsins. Ekki er séð fyrir endann á þessu veðurfari að sögn veður- fræðingsins, það léttir í fyrsta lagi til á mánudag eða þriðjudag. Glæsilegt úrval af bamafatnaði á alla aldurshópa. Póstsendum. Opið á laugardögum kl. 10-12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.