Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 7
9. ágúst 1985 - DAGUR '- 7 - Ragnar „Sót“ Gunnarsson, er hann á hinum enda línunnar? - Jú, það er hann. - Til hamingju með sigur Skriðjöklanna í hljómsveita- keppninni í Atlavík. - Þakka þér fyrir. - Voruð þið bestir? - Já, tvímælalaust. Ég er að vísu frekar drjúgur maður að eðl- isfari en ég held að það hafi verið samdóma álit manna á svæðinu. - Hvað voru margar hljóm- sveitir í keppninni? - Ég held að þær hafi verið 17. Það má nú kannski segja að við höfum verið vel auglýstir fyrir keppnina, þetta var í þriðja skipti sem við tókurn þátt. - / þriðja sinn segirðu, var það eitthvert takmark hjá ykkur að sigra í þessari keppni? - Nei, þetta var kannski ekki takmark hjá ökkur, í þetta skiptið var þetta meira takmark hjá mér. Þeir trúðu aldrei á þetta drengirn- ir, en ég var dálítið hræddur um að þetta myndi takast. - Hvenær var þessi hljómsveit, Skriðjöklamir, stofnuð? - Það var fyrir Atlavíkurhátíð- ina fyrir þremur árum, þá vorum við aðallega í þessu til að hafa gaman af. Fyrir Atlavík í fyrra- sumar var þetta með sama sniði en í febrúar í vetur ákváðum við að reyna fyrir okkur á dansiballa- markaðnum. Við æfðum upp prógramm fyrir það og það gekk svona sæmilega, flest böllin voru í lagi, við höfum fengið 1-2 léleg með. Þeir sem hafa mætt á böll hjá okkur láta bara vel af. - Er þetta góð hljómsveit? - Ja, ef við tökum hljóðfæra- leikarana fyrir þá erum við með snilling á hljómborðinu, Jóhann Ingvarsson. Jón Haukur er á bassa og hann er afbragðs góður, hinir eru frambærilegir. - Hverjir eru hinir? - Það eru Jakob Jónsson á sólógítar, Kolbeinn Gíslason á rythmagítar, Eggert Benjamíns- son á trommur og ég sé um sönginn. í Atlavík hafði ég svo tvo aðstoðarmenn við sönginn, það eru Logi Einarsson og Bjami Bjarnason. Þeir dönsuðu líka og gerðu mikla lukku. Við vomm því 8 á sviðinu, það var nóg pláss og okkur leið öllum vel. - Hverniggekk í hin skiptin? - Það gekk nú ágætlega í fyrsta skiptið, þá urðum við í 3. sæti. Þá var önnur tilhögun á keppninni, atkvæðaseðlum var dreift og síðan tók dómnefnd til starfa þegar þrjár hljómsveitir voru komnar í úrslit. Þá var þetta meira spursmál um að vera vinsæll, frekar en góður, til að komast í úrslit. í fyrra vomm við heldur mikið við staup og höfnuðum í næstsíðasta sæti. Það var nokkuð góður árang- ur, ha? - Hvernig var dæmt núna? - Það var dómnefnd sem skipuð var Jakobi Magnússyni, Björgvini Halldórssyni og ein- hverjum píanósnillingi af Aust- fjörðum. Allt afbragðs tónlistar- menn. Það vom fjórar hljómsveit- ir sem komust í úrslit og eina hljómsveitin sem hræddi mig eitt- hvað var Sue Ellen, frá Reyðar- firði, held ég. Það er nokkuð þétt og góð hljómsveit. - Þið emð með frumsamið efni, er ekki svo? - Jú, við vomm með lag þama í keppninni sem sló í gegn. Það heitir Neftóbaks-Aðalsteinn og er að mínu mati mjög gott lag. Það er samið af Jóhanni og Jóni Hauki að mestu, við Logi vorum eitthvað með þeim, textinn er eftir mig. Lagið er samið til heiðurs gömlum nágranna úr Innbænum. Við spil- uðum tvö lög í keppninni og hitt lagið heitir: Þrjár vikur á Spáni. Það er léttur blues í D, með frekar dónalegum texta eftir Loga Ein- arsson. - Þið emð þá líklega hættir að keppa? - Ja, ekki nema við fæmm und- ir fölsku nafni. Þetta þýðir alla vega ekkert að maður sé hættur að fara austur. - Hvað tekur nú við hjá sigur- hljómsveitinni? Heimsreisa kannski? - Ég veit það ekki. Það er alveg eftir að ræða það, ég vona a.m.k. að við leggjum ekki upp laupana. Við eigum stúdíótíma sem við fengum í verðlaun, auk 70;000 kr. Á sunnudagskvöldið spiluðum við fyrir dansi í 1 Vi tíma og náðum upp alveg geysilegu fjöri, eins og okkur einum er lagið. - Hvernig var annars í Atlavík að öðru leyti? - Það var mjög gott. En ég er mjög óánægður með umfjöllun sunnanblaðanna um hátíðina. Ég er hér t.d. með NT fyrir framan mig og inni í blaðinu em myndir frá hátíðunum fyrir sunnan, en ekki stafur um Atlavík. Á forsíðu er síðan slegið upp að 5 nauðgun- arkæmr, líkamsárásir, fíkniefna- sala, fullorðnir karlmenn sem nýttu sér meðvitundarleysi ofur- ölvi kvenna, skipulagðir þjófnaðir úr tjöldum hafi verið hluti þess sem kom inn á borð lögreglunnar á Egilsstöðum. Þama er það allra svartasta dregið fram. Það segir sig sjálft að þar sem 7000 manns em saman komnir og menn mis- jafnlega dmkknir og mglaðir, þar gerist ýmislegt. En mér finnst óþarfi að slá þessu svona upp. - Þetta hefur ekkert veríð með verra móti? - Ég hef farið í Atlavík á hverju ári síðan þetta byrjaði og ég hef séð það svæsnara en nú. - Svo við snúum okkur aftur að tónlistinni, hefur þú veríð lengi í „poppbransanum“? - Poppbransanum, já. Ég, Jakob Jónsson og Ásmundur Magnússon vorum eitt sinn saman í tríói sem hét Straumarnir. Það var áður en Skriðjöklarnir komu til. Það var afskaplega góður mór- all í Straumunum og við vomm voða kaldir. Spiluðum m.a. á SATT tónleikum, ég var á trommum, þó það sé kannski ekki beint mitt fag. Það var gaman, en við vorum frekar lélegir. - Hefur þú lært eittbvað í söng? - Nei, það má segja að mín fyrstu kynni af söng hafi verið í kór hjá Birgi í Bamaskólanum. Var þar ævinlega fremstur í flokki og þótti að sjálfsögðu bestur. - Jæja, Ragnar. Ég þakka þér kærlega fyrír spjallið. Það má kannski bjóða þér að segja eitt- hvað að lokum? - Ég vildi gjarnan koma á framfæri þökkum til dyggra stuðn- ingsmanna okkar. Þeir hvöttu okkur óspart í hljómsveitakeppn- inni og eiga sannarlega hrós skilið. - Því verður hér með komið á framfæri. Vertu blessaður. - Blessuð og sæl. - HJS Við vorum tvímœldaust longbestir - Ragnar „Sót“ Gunnarsson, söngvari Skriðjöklanna á línunni Verðandi mæður, takið eftir! Tækifærisfatnaður í úrvali. Fallegir kjólar, mjög gott verð, buxur, s\t°ð mussur og samfestingar. Nýtt og spennandi Fyrsta sendingin af haustvörunum er komin Sportlegar blússur í nýjum litum. Þýskar blússur teknar upp í dag. Vel klædd er konan ánægð. jl5ku.ve1.5Lun Jytelnunnczt Hafnarstraeti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214 - Opið á laugardögum kl. 10-12.1 Erfíuttur Er fíuttur að Geislagötu 1 (beint á móti bæjarskrifstofunum) Klæðningar * Viðgerðir * Nýsmíði * Plussáklæði Ullaráklæði * Leðurlíki. Geri tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar Geislagötu 1, sími 25322. f J Vársnvrtistofai 7 BmÆB VkJBBJBB lll/lvllll er flutt að Skipagötu 12, 2. hæð, (áður Ráðhústorg 5). B Klippingar ★ Permanent ★ Litanir og lagningar Verið velkomin. Súlnaberg-Caféteria Góður og heimilislegur matur hádegi og kvöld alla daga. Heitir réttir úr grilli allan daginn. Kaffi og gott meðlæti allan daginn. Opið frá kl. 08.00-22.00. Verið velkomin. ★ ☆ ★ Hótel KEA Akureyringar-Bæjargest Nú verða ekki fleiri dansleikir á Hótel KEA að sinni. Eftir sem áður er veitingasalurinn opinn alla daga þar sem boðið er upp á Ijúffengan hádegis- og kvöldverð. Komið og njótið góðra veitinga í mat og drykk. Létt tonlist leikin fyrir matargesti öil kvöld. HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.