Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 9. ágúst 1985
9. ágúst 1985 - DAGUR - 9
- Hinn síhressi bóndi, Sigurður Þórisson á Grænavatni í helgarviðtali
Það var glampandi
sólskin og hiti í Mý-
vatnssveit og þar af
leiðandi brakandi
þurrkur. Það var
langþráður þurrkur
eftir samfellda
óþurrkatíð allan júlí-
mánuð. Bœndur eiga
allt sitt undir því að
geta heyjað handa
bústofninum og hefur
það áreiðanlega ekki
farið framhjá neinum
sem ferðaðist um sveit-
ir norðanlands á þess-
um tíma. Alls staðar
var veðrið til umræðu.
Menn vissu upp á dag
hvenœr vœtutíðin hófst
og svo var spáð í hvaða
dag stytti upp. Það veit
á gott ef styttir upp á
fimmtudegi, þá mun
nokkurn veginn hœgt
að treysta því að þurrk-
ur haldist eitthvað. En
sunnudagar þykja
ótryggir.
Förinni er heitið heim að Græna-
vatni. Þar býr Sigurður Þórisson,
bóndi með sínu fólki. En Sigurður er
ekki eini bóndinn á Grænavatni, því
þríbýlt er þar. Þar er því bæði mikið
af húsum og mönnum. Við rennum
heim á hlað og bönkum upp á þó
heldur sé ólíklegt að fólk haldi sig
innan dyra í blíðunni. „Hann Sigurð-
ur er þarna úti á kambnum að raka.
En þið vitið auðvitað ekkert hvar
hann er.“ Okkur var vísað rétta leið
og síðan var bara að ákveða hvort
rétt væri að trufla Sigurð við hey-
skap, loksins þegar þurrkurinn kom.
Jú, jú, við prófum. Hann hlýtur að
eiga 10 mínútur aflögu. Bara smá
spjall á hálfa síðu.
Við komum auga á ungan mann á
dráttarvél, var sá að snúa, og annan
eldri að raka með hrífu. Við hittum
fyrst manninn á dráttarvélinni og
reynist þar vera kominn Erlingur,
sonur Sigurðar, kennari við Mennta-
skólann á Akureyri. Við spyrjum
Erling hvort hann haldi að vert sé að
trufla föður hans. „Já, já, farið þið
endilega og spjallið við hann. Hanr
hefur gaman af því.“ Við örkum yfir
nýsnúið heyið, Sigurður sest með
okkur á grasið og við hefjum spjallið.
Sandurinn
til vandrœða
„Það er staðreynd að fok er hér
mikið. Aðalbeitilönd okkar eru við
Sellandafjall sem er um 15 km
héðan. Þau voru að fjúka upp og mitt
fyrsta verk þegar ég kom hingað ’47
var að sá í sandgræðslugirðinguna
sem hafði verið sett upp árið áður.
Það væri gaman ef maður gæti sýnt
mynd sem tekin var þarna fyrir 50
árum þegar við vorum að sá og svo
aðra sem tekin væri núna þegar allt
er orðið gróið. Nú beitum við þarna
fullum fetum.“
- Það væri þá hægt að rækta upp
sandana?
„Já, það er ekki nokkur vafi á því
að hér væri hægt að rækta mikið upp.
Menn eru farnir að beita minna en
var. Þó fé hafi fjölgað hefur verið
farið betur með landið hér, þar sem
ekki er sandur. Sandurinn í Kráká er
eitt af því sem er að eyðileggja Laxá
og vélarnar hjá þeim í Laxárvirkjun.
Þar sem Kráká kemur upp er mikið
sandsvæði og fyrir þremur árum var
gerður samningur milli Laxárvirkj-
unar, veiðifélaganna og landeigend-
anna hér um að gera tilraun með að
sá þarna úr 10 flugvélum á ári. Þetta
er svo langt inni í landi að það er dýrt
að girða. Ég hef trú á því að þetta
muni minnka sandburðinn í ánni. En
svo er annað, þegar farið er að
stjórna vatninu þá koma ekki þessi
náttúrlegu hlaup í Laxá eins og áður
og rennsli verður jafnara. Það gerir
það að verkum að hún rótar ekki eins
til og rífur upp sandinn eis og hún
gerði.“
Sáum ekki
til jarðar . . .
- Hefur það einhver áhrif á fiskinn?
„Já, það hefur þau áhrif að sandur-
inn eyðileggur hrygningarstöðvar.
Sveitin landfrœðilega
einangruð
„Ég er að raka saman tuggur sem
verða eftir, mér finnst það skemmti-
legra en að láta þær liggja. Það má
gefa þetta með á vorin,“ upplýsti Sig-
urður okkur. Hefur líklega haldið að
við álitum hann eitthvað skrýtinn að
raka með hrífu á tækniöld. En vél-
arnar komast ekki alls staðar að og
þá er gripið til gömlu, góðu hrífunn-
ar. Sigurður er fyrst spurður hve
lengi hann hafi búið á Grænavatni og
um ætt og uppruna.
„Ég er búinn að vera bóndi hér á
Grænavatni frá 1947, en er frá Bald-
ursheimi, sem er hér næsti bær. Ég er
því Mývetningur og þó er það nú
kannski ekki alveg rétt því faðir
minn var Laxdælingur, en ættaður úr
Mývatnssveit að hálfu. En það er al-
veg sama, ég er og verð Mývetning-
ur.“
- Af Reykjahlíðarættinni
kannski?
„Já, já, það er ég. Mývetningar
eru mikið skyldir, enda hlaut það að
verða í svona sveit. Þetta er stórt
samfélag, en sveitin var landfræði-
lega einangruð. Á flestum jörðum
var og er fleirbýli, sem var afleiðing
af þessari einangrun. f þá tíð lifðu
menn mikið af vatninu.“
- Er það ekki mikið búið að vera?
„Jú, það hefur verið lítil veiði
undanfarin ár og fer minnkandi. í
sumar er það þó betra en verið hefur
undanfarin ár. Það er vegna þess að
síðastliðið sumar var einmuna gott
veður og í sumar hefur það líka verið
ágætt, þó það kæmi kuldakast um
hvítasunnuna. Hér í Grænavatni,
sem er afvatn Mývatns, var mý með
eðlilegum hætti í vor, þó svo væri
ekki í Mývatni. Hér áður fyrr komst
Grænavatn ekki í hálfkvisti við Mý-
vatn hvað mý snerti. Maður verður
að gæta sín á að rugla ekki saman
rykmýi, sem er fæða fugla og silungs,
og bitmýi sem kviknar við Laxá.“
Rykmý og bitmý
- Hver er helsti munurinn þar á?
„Bitmýið bítur, eins og allir vita.
Rykmýið er bæði stórt og smátt og
silungurinn fær ekki sitt rétta Mý-
vatnsbragð, nema hann fái rykmý.
Það er ekkert launungarmál að við
höfum ekki í minni búskapartíð veitt
eins mikið af Mývatnssilungi eins og
í vor og sumar. Við teljum að það sé
vegna þess að silungurinn hafi gengið
hér á æti sem ekki var til í Mývatni.
En þetta er auðvitað ekki vísindalega
rannsakað. Við erum búin að veiða
hér um 400 silunga og það er ekta
Mývatnssilungur, sem er eins góður
og hann var í gamla daga. Þetta er
mjög sérstakt hérna. Það var eigin-
lega tilviljun að við lögðum netin svo
snemma og við fengum strax góða
veiði, hvað sem veldur.“
Heyskapur
Það var ómögulegt annað en að
spyrja Sigurð út í heyskap, þar sem
við vorum að trufla hann við þá
vinnu.
„Heyskapur er núna fyrst í fullum
gangi hér í sveitinni, því hér hefur
verið einmuna ótíð. Ég man ekki eft-
ir óþurrki í svona langan tíma í júlí.
Það gerði kuldakast um hvítasunn-
una og spretta stöðvaðist svo til
alveg. Þess vegna höfðum við fé
lengur á túnum, það var ekki hægt að
sleppa vegna kuldans. Þar af leiðandi
voru tún ekki sprottin hér í Mývatns-
sveit, nema í Vogum sem hafa sér-
stöðu vegna jarðhita. Vogabændur
voru þeir einu sem voru búnir að slá
eitthvað að ráði þegar óþurrkarnir
komu. Það var 8. júlí. Síðan rigndi
flestalla daga til 25. júlí. Ég var ekki
búinn að slá neitt, nema bakkana
hérna með orfi og ljá. En það slógu
einhverjir síðasta þurrkdaginn og
það hey hraktist. Gras er hins vegar
ekki úr sér sprottið, spretta er góð og
ekkert kal í túnum. Við vonum bara
að þessi tíð haldist því þá verður hey-
skapur góður. Þetta leit illa út, það
var oft búið að snjóa í fjöll og ef það
nær ekki að birta upp á eftir er fjand-
inn laus.“
Aldrei verri afkoma
sauðfjárbœnda
Sigurður býr félagsbúi með Hjörleifi
syni sínum og búa þeir á fjórðungi
jarðarinnar. Á Grænavatni er
þríbýlt, eins og áður sagði og tjáði
Sigurður okkur að félagsbú væri á
öllum býlunum.
„Við höfðum 360 fjár á fóðrum í
vetur, en ég fer að hætta, er að kom-
ast á ellilaun. Ég hélt alltaf að ég
myndi tóra það að komast á ellilaun,
en eins og aðbúnaðurinn er að bænd-
um núna er hæpið að maður lifi þetta
Þegar menn búa félagsbúi geta þeir
líka stundað vinnu utan búsins. Ég
hef getað unnið á Skattstofunni á
Húsavík í 3-4 mánuði á vetuma þeg-
ar minnst er að gera, því Hjörleifur
sonur minn sér um búið á meðan. Á
vorin þarf svo meiri mannskap við
sauðburðinn og þá kemur maður
heim.“
- Ferðu þá á milli Mývatnssveitar
og Húsavíkur á hverjum degi?
„Nei, ég geri það ekki. Fyrst var
það þannig að sonur minn og tengda-
dóttir bjuggu þar og þá var ég hjá
þeim. Síðan hef ég verið hjá kunn-
ingjum. Ég er nokkurs konar uppeld-
issonur skattstjórans og hans konu,
Jóhanns og Guðrúnar. Það er ekki
dónalegt að vera hjá þeim, það sést
vel á mér að ég er vel alinn.“
Sagan um Kráku
- Samkvæmt Helgarpóstinum er
þetta ein af þremur stærstu jörðum
landsins.
„Já, það er víst. En ég er ekki svo
vel að mér að ég geti fullyrt slíka
hluti. Þetta er mjög stór jörð en það
er lítið af henni gróið. Við búum hér
á eldgosa- og uppfokssvæði og svæð-
ið hér upp að Bláfjalli er mikið til
hraun og gróður lítill. Það er þó
ótrúlega mikill gróður inni á milli
hraundranganna, þegar maður fer að
skoða það nánar. Jú, jú, þetta er stór
jörð og það voru hér góðar engjar
við Kráká sem kemur hér sunnan af-
rétti. Hún flutti með sér mikinn sand
og hefur eyðilagt engin.
Til er saga um Kráku, gamla tröll-
skessu sem bjó í Bláhvammi og glett-
ist við bændur. Hún tók slóða sinn og
dró hann eftir afréttinni og mælti svo
fyrir og lagði á að hún skyldi eyði-
leggja allt þetta engi. Þetta er auðvit-
að þjóðsaga, en íslendingar hafa allt-
af verið hrifnir af þeim. Hana dagaði
svo hér uppi, hér í miðju enginu er
allstórt holt og þegar ég var bam
heima í Baldursheimi var talið að
þetta væri slóði Kráku.“
Annars hefur verið afburða góð veiði
í Laxá á svæðinu frá Brúum og upp
að Mývatni. Það er vegna þess að í
fyrra var svo mikill mývargur. Ég hef
aldrei upplifað annan eins bitvarg og
í fyrra. Það var svo slæmt að skepnur
þrifust bara alls ekki hérna. Það var
ómögulegt að hafa kýr úti í lengri
tíma. Þetta var vegna þess hvað tíðin
var góð, það var svo kyrrt, aldrei
hvasst eða rigning. Ég flúði tvisvar
sinnum af vél við heyskapinn, gafst
bara alveg upp. Það er lítil lygi, eins
og hreppstjórinn sagði, að það var
svo svart að við sáum ekki til jarðar.
Það eru svolitlar ýkjur en þær eru
litlar.
Það fé sem var hérna við vatnið og
á engjunum í fyrra var mjög lélegt
því það lá bara í hellum og reyndi að
finna sér skjól en hélt sig ekki við
beit. Þeir sem hafa kýr hér voru í
hreinustu vandræðum með að hafa
þær úti nema stund og stund. Þær
mjólkuðu alls ekki hjá þeim eins og
þær hefðu annars gert. Bræður mínir
búa hér í Baldursheimi og þeir hafa
haft eitthvert arðsamasta kúabú
landsins. Þeir sögðu mér að það
munaði þó nokkru sem kýrnar hefðu
mjólkað minna út af varginum. Hann
datt ekki niður frá því snemma í
júní og fram í septemberlok."
Tvœr aldir
og þrjár kynslóðir
Kona Sigurðar, Þorgerður Bene-
diktsdóttir, er frá Grænavatni. Eiga
þau þrjá syni. Það eru Erlingur, sem
áður er getið, Benedikt, búsettur á
Akureyri og Hjörleifur. Á Græna-
vatni býr einnig Helgi Jónasson sem
býr á helmingi jarðarinnar og mág-
konur Sigurðar búa síðan á þeim
fjórðungi sem eftir er. Þar er einnig
móðir Þorgerðar sem orðin er 98 ára
gömul og er elsti íbúi Mývatnssveit-
ar. Við spyrjum Sigurð nánar út í
þetta.
„Tengdamóðir mín er dóttir Jóns
Hinrikssonar, skálds á Helluvaði.
Hann var orðinn gamall þegar hann
átti hana, en faðir Jóns mun vera
fæddur nokkru fyrir aldamótin 1800.
Þetta eru því þrjár kynslóðir sem eru
uppi á tveimur öldum. Svo halda
menn að þegar ekki var sjónvarp og
videó hafi ekki getað geymst sagnir í
tvær aldir eða vel það. Það var nú
heldur öðruvísi þá. En þetta er auð-
vitað sjaldgæft. Þetta fólk er búið að
búa hér á Grænavatni í tæpa öld,
kemur hingað 1890.“
Við tökum eftir því er við keyrum
heim að Grænavatni að þar stendur
ákaflega reisulegur gamall bær. Við
fáum Sigurð til að segja okkur örlítið
af honum.
„Þessi bær var byggður 1913. Þetta
er framhúsið sem enn stendur. Það
voru haldnar veislur í þessum bæ,
mikið af giftingarveislum. í húsinu
eru fjórar samliggjandi stofur. Þá var
hér tvíbýlt og fjölskyldurnar bjuggu
báðar í þessum bæ. Hægt var að taka
skilrúmið á milli stofanna og urðu
þá þessar fjórar samliggjandi stofur
að einum sal og hægt að halda fjöl-
mennar veislur. Nú notum við þetta
sem geymslur. Undir þessu er kjall-
ari, hlaðinn úr hraungrýti og er hann
snilldarvel gerður. Þar geymum við
súrmat, kartöflur og þvíumlíkt. Við
höfum málað bæinn og reynt að
halda honum svolítið við og það
verður sjónarsviptir að honum ef
hann verður látinn fara. Við bjugg-
um þarna til 1968 er ég byggði nýtt
íbúðarhús.“
Það var komið hádegi og við
höfðum tafið Sigurð nógu lengi frá
rakstrinum og líklega var komið nóg
efni á hálfa síðu. Við höfðum átt
saman skemmtilega og fróðlega
stund sitjandi úti á túni. Við þökkuð-
um Sigurði fyrir spjallið, settumst inn
í bíl en hann hélt áfram að raka sam-
an tuggunum. - HJS
Mynd: HJS
Óþolandi óréttlæti
- Þið hafið stofnað hér félag sauð-
fjárbænda?
„Já, hér og víðar um landið. Það
er í undirbúningi að stofna lands-
samtök. Ég er ekkert hissa á því,
óréttlætið er óþolandi. Fjármagns-
kostnaður er svo mikill hjá okkur, en
kúabændur fá mjólkina að fullu
greidda að kvóta og hér í Þingeyjar-
sýslu fara ekki margir fram yfir
kvóta. Það stafar af því að það komu
svo mörg harðærisár í kringum 1980.
1979—’81 voru það erfið ár, að hefðu
þau komið fyrir öld hefði orðið hér
fjárfellir og uppflosnun. Það hefði
Grænavatn.
Texti: HJS
Mynd: mþþ
ár,“ segir Sigurður, sposkur á svip.
„Það hefur aldrei, í öllum mínum
búskap, verið verri afkoma sauðfjár-
bænda en á síðastliðnu ári. Við
höfum bara sauðfé og það munar
miklu á afkomu sauðfjár- og kúabú-
anna vegna fjármagnskostnaðar við
sauðfjárbúin. Við fáum afurðirnar
seint og illa borgaðar, sérstaklega
seint.
Þegar harðnar í ári, eins og í
hittifyrra, þá hefur það áhrif í meira
en eitt ár. Það kemur jafnvel ennþá
meira í ljós árið eftir og það getur
ekkert sauðfjárbú staðið undir þessu
vaxtaokri sem nú tíðkast. í verðlags-
grundvellinum er ekki tekið neitt til-
lit til rekstrarlánanna, sem verða
margföld hjá sauðfjárbændum miðað
við kúabændur. Kúabændur fá
mjólkina greidda mánaðarlega og
það munar öllu. Við fáum kjötið
ekki greitt fyrr en ári eftir að það er
lagt inn.“
orðið eins og þegar fólkið fluttist til
Ameríku á seinni hluta 19. aldar.
1979 er eitthvert alversta ár sem ég
man eftir. Við stóðum vorið ágætlega
af okkur, við áttum góð hey frá ’78
þannig að vorið bjargaðist. En svo
gerði hér jarðlaust 1. september eftir
að sumarið kom ekki fyrr en um sól-
stöður. Þá var erfitt hjá bændum.
Við réttuðum 2. september og það
hefði ekki þurft nema 1-2 góða daga
til að menn hefðu getað lokið við
heyskapinn. Það var ekki hægt að
hirða fýrr en í október og það var
auðvitað hálfónýtt hey.
Hér í sveitinni hefur það verið
siður að láta ekki höfðatöluregluna
ráða, heldur að láta hverja einingu
gefa af sér eins og hægt er og ég vona
að sá siður haldist. Ég hef unnið við
skattframtöl í 10-15 ár og það er
ótrúlegt hvað mörg lítil bú koma vel
út. Það er oft horft yfir það að bú
sem kannski hafa ekki nema 20 kýr,
hafa besta útkomuna. Á móti kemur
auðvitað að þar eru afskriftir litlar,
byggingar eru gamlar og ekki eins
miklar og á stóru búunum. Það er
mitt álit að það sé rannsóknarefni
hvað þessi litlu bú koma flest vel út.
Þar er hver skepna látin gefa eins
mikið af sér og hægt er og það er
hugsað mikið um það, það fer ekkert
í súginn, eins og oft vill verða á stóru
búunum."
Félagsbúin farsœlust
- Hvað kallar þú stór bú?
„Hér í sveitinni eru bú ekki stór ef
miðað er við bestu landbúnaðarhér-
uðin. Ég kalla það nokkuð stór bú
sem eru með um og yfir 40 kýr og
það eru nokkur svo stór bú hérna, en
flest eru þau félagsbú sem eru farsæl-
ustu búin. Það er vegna þess að þá
eru menn ekki eins bundnir og drepa
sig síður á vinnu. Meðan menn eru
ungir er hægt að anna miklu, en það
er allt of snemmt að vera kominn
með kransæðastíflu um fertugt. En
þetta er víst menningarsjúkdómur.