Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 09.08.1985, Blaðsíða 6
6'~- DAGUFT- 97ágúst 1985 Að fá flug-u í kollinn — TJm flugnám hjá Flugskóla Akureyrar A brautarendanum er bensíngjöfin sett í botn. Flugvélin fer ró- lega af stað en er fljót að ná hraða. Pegar hraðamœlirinn sýnir 70 hnúta er togað í stýrið og vélin er á lofti. Klifrað Í2500fet, dreg- ið úr bensíngjöf og stýrinu ýtt varlegafram þar til flughœðin er jöfn. Stefnan sett á Hrísey. Tíðindamaður Dags fór í kynningarflug hjá Flugskóla Ak- ureyrar á sólfögrum ágúst- morgni. Það væri ef til vill ráð að læra á flugvél. Þeir eru reyndar allmargir sem stunda það nám hjá Flugskólanum þessa dagana, 15 Akureyringar og 5 Dalvík- ingar, og auk þess fer kennari reglulega til Húsavíkur, þar sem 10 heimamenn eru að læra flug. Flugskólinn á eina kennsluflug- vél, TF-SKA, sem er af gerðinni Piper Tomahawk. Það er tvísæta, sérstaklega hönnuð til kennslu- flugs og hefur enda reynst mjög vel til þeirra nota. Hún er knúin 112 hestafla mótor, sem getur komið henni á allt að 160 km hraða. Og flugþolið er um fjórar og hálf klukkustund. Á næstunni mun önnur slík vél bætast í flotann, TF-JMF, sem hefur ver- ið í viðgerð eftir óhapp í janúar sl. Auk þess er einnig kennt á TF-PIA, Piper Cherokee, ef á þarf að halda. Flugkennarinn ítrekaði að flughæðin ætti að vera jöfn, og benti á mæli í borðinu til árétt- ingar, mæli sem sýnir hækkun eða lækkun. Það reyndist neman- um ekki allt of auðvelt að halda jafnri hæð - flugvélin vildi hækka sig. Þá var gripið til þess að „trimma“ nefið niður; hjóli, stað- . settu til hliðar við flugmannssæt- ið, er snúið fram þar til ekki þurfti að beita sjálfu stýrinu til að halda hæðinni. Þar með lék allt í lyndi og óhætt að fara að njóta útsýnis sem er með eindæmum, ekki skýhnoðri á himni og sólin í akkorði. Eflaust mætti nota lýs- ingarorð um fegurð, en þetta var ekki einungis fegurð, eitthvað meira. í talstöðinni heyrðum við að Chieftain Flugfélags Norður- lands var að fara í loftið inni á Akureyri. Hún hafði fljótlega dregið okkur uppi og æddi fram úr. Yfir Hrísev var beygt og stefnan sett á Ólafsfjarðarmúla. Þeir sem fá þá flugu í kollinn að læra á flugvél geta fengið að fara í kynningarflug hjá Flugskól- anum. Kennarinn fer með þá í hálftíma flug, útskýrir það helsta sem fólgið er í náminu, kynnir þeim flugvélina og svarar fyrir- spurnum. Og kynningarflugið er ókeypis. Þegar komið var fyrir Múlann var beygt inn Ólafsfjörð. Yfir bænum tekin sveigja út fjörðinn aftur. Og nú skein sólin beint í augun. Stefnan sett á Akureyri Fyrsti áfanginn í flugnáminu er sólópróf, sem gefur nemandan- um réttindi til að fljúga einn, en flugkennarinn þarf að veita sam- þykki sitt fyrir hverju einu flugi nemandans. Sólóprófið taka menn yfirleitt eftir 20 flugtíma með kennara. Næsta stig er einkaflugmannsprófið. Til að ná því þarf 40-50 flugtíma í viðbót, og auk þess er bóklegt nám, sem fer fram á kvöldnámskeiðum. Og eitt slíkt námskeið hefst væntan- lega á Húsavík um næstu mán- aðamót og á Akureyri um mán- aðamótin september-október. Þar er kennd flugeðlisfræði, sigl- ingafræði, veðurfræði, vélfræði og flugreglur. Einnig er kennd lágmarksblindflugsþekking og einnig eru radaraðflugsæfingar. Yfirleitt geta nemendur lokið einkaflugmannsprófi á einu og hálfu til tveim árum. Það er þó breytilegt því nemendur ráða námshraða sínum. í sumar hafa 11 einstaklingar lokið sólóprófi og 5 hafa náð einkaflugmanns- réttindum. Þá hefur einn tekið kennarapróf, og einn atvinnu- flugmannspróf á vegum skólans. Þegar við komum inn yfir Ak- ureyri var Fokker Friendship að taka í loftið. Flugturni var til- kynnt að Kristján Alfreð (tveir síðustu stafirnir í einkennisstafa- röð vélarinnar standa fyrir þessi mannanöfn) æskti lendingar- heimildar, sem var auðsótt mál. Þá var dregið úr bensíngjöf, og gripið í handfang sem minnir helst á handbremsu í bíl. Það setti „flapsa“ á, nokkuð sem eyk- ur mjög lyftikraft vængjanna og gerir hægflug bærilegt. Síðan var reynt að halda stefnu á brautar- miðju, en tíðindamanni Dags virtist flest annað lagið. Kennar- inn kom til skjalanna og stefnan var leiðrétt. Ytt varlega á stýrið og brautin æddi á móti okkur. Toga stýrið að, nefið lyftist - heldur mikið, ýtt á stýrið - svo voru hjólin komin með grip á brautinni. Og við ókum flugvél- inni á stæði. Það sem mörgum dettur fyrst í hug þegar minnst er á flugnám, er verðið. Nú kostar hver flug- tími 2.400 krónur, hægt er að fá 11 tíma kort og þá er einungis borgað fyrir tíu tíma. En það er ýmislegt sem fólgið er í verðinu. Bensínkostnaður, trygging á flugvélinni einn mánuð kostar álíka og bifreiðariðgjald fyrir heilt ár (ríflega það), svo eitt- hvað sé nefnt. Nemendur hjá Flugskóla Akureyrar eru á öllum aldri, nýlega lauk fimmtugur maður einkaflugmannsprófi, yngsti nemandinn er 17 ára, sem er lágmarksaldur. Flugskólinn er í eigu Flugfélags Norðurlands, yfirkennari er Baldvin Birgisson en auk hans starfar Sigurbjörn Arngrímsson við flugkennsluna. Prófdómari er Torfi Gunnlaugs- son yfirflugstjóri hjá FN. Eftir kynnisflugið hefur tíð- indamaður Dags lagst í alvarlega þanka um að hefja flugnám, og skorar á þá sem eru „hálfvolgir“ að prófa. Það er gaman, þó ekki værí vegna annars. - KGA 1 2 3 4 5 í 7 19 10 11 12 13 14 Mynd af mælaborði Piper Tomahawk. Helstu mælar eru þcssir: I. Klukka. 2. Miðunarstöð. 3. Hraðamælir. 4. Halla- og beygjumælir. 5. Gervisjóndeildarhringur. 9. Hæðarmælir. 10. Stig- og fallmælir. II. og 12. Siglingatæki. 13. Talstöðvar. 16. Stýri. 23. Bensíngjöf. 28. Bensínmælar. 34. Flapsastýri. (Trimmið sést ekki á myndinni, en er rétt vinstra megin við flapsastýrið.) í kennsluflugi á TF-PIA, nemandinn, Valur Arnþórsson, situr í flugstjóra- sætinu vinstra megin, hægra megin situr Sigurbjörn kennari. Áður en lagt er í flug þarf að athuga hvort ekki sé allt eins og það á að vera. Hér athugar Ármann Benjamínsson flugnemi flapsa vélarinnar. Með honum er Sigurbjörn Arngrímsson flugkennari. Er ekki örugglega nóg bensín? Bensíntankarnir eru tveir, einn í hvorum væng. Þá er að athuga olíuna og bæta á ef þarf. Flugvélinni er mjög vel við haldið, sennilega betur en nokkurri annarri kennslu- vél á landinu. Um það sjá flugvirkjar Flugfélags Norður- lands. Myndir: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.