Dagur - 21.08.1985, Síða 4

Dagur - 21.08.1985, Síða 4
4 - DAGUR - 21. ágúst 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÚRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Brugðist við bjórlíkinu Dómsmálaráðherra hefur tekið um það ákvörðun að frá og með 15. september verði sala á svokölluðu bjórlíki bönnuð. Eins og öllum er kunnugt hafa risið upp bjórbúllur út um allt land, sem selja áfengi blandað öli. Blandað er fyrirfram og viðskiptavinum síðan selt af þrýstikútum. Með þessum hætti fæst bjór, eða eitthvað í líkingu við hann, mismun- andi að bragði og styrkleika. Dómsmálaráðherra hefur nú gefið út reglu- gerð sem bannar þessa framleiðslu, enda mikið vafamál að þessi bjórlíkissala hafi sam- rýmst lögum um bann við bruggi og sölu áfengs öls. Varla er neinum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni áfengt öl. Á hinn bóginn tekur þessi reglugerð ekki fyrir það að gestum öldurhúsa sé blandaður drykkur yfir barborðið. Þar er enginn munur á og blöndun kokteils. Vafalítið standast þessar lagaskýringar, en þær sýna okkur lítið annað en þann tvískinn- ung sem viðgengst í áfengismálum þjóðar- innar. Þetta skref dómsmálaráðherra í stöð- unni er hárrétt. Meðan áfengt öl er bannvara á íslandi á það ekki að líðast að framhjá því banni sé komist. Þetta á svo sem við um fleira en bjórlíkið og er mjög miður að ekki skyldu hafa fengist úrslit í því máli hvort innflutningur ferðamanna á áfengum bjór samrýmist lög- um. Lögreglu- og dómsyfirvöld brugðust því miður þegar starfsmaður tollgæslunnar í Keflavík vildi láta á þetta reyna. Tvískinnungurinn í bjórmálinu hverfur ekki með öllu fyrr en Alþingi íslendinga þorir að taka á því máli. Alþingi ákvað í vetur að vísa því til þjóðarinnar og efna til þjóðaratkvæða- greiðslu. Út af fyrir sig er það lýðræðislegur háttur, að efna til atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar um mikilsverð mál og umdeild. Alþingi hefur hins vegar ekki stundað þetta neitt tiltakanlega mikið á ferli sínum. Mörg miklu afdrifaríkari málefni hafa runnið þar í gegn án þess að þjóðinni væri boðið að segja sitt álit með beinum hætti. Því verður varla hjá því komist að álykta sem svo að Alþingi hafi einfaldlega verið að koma sér undan því að taka ákvörðun. Dómsmálaráðherra hefur nú tekið af skarið varðandi einn þátt þessa máls. Þar er með ótvíræðum hætti verið að fara að lögum og skylda dómsmálaráðherra er meðal annars að sjá til þess að gildandi lögum í landinu sé framfylgt. Rósa Þorgilsdóttir á Sökku áttræð Hjónunum á Sökku í Svarfaðar- dal fæddist dóttir 23. ágúst 1895, sem hlaut nafnið Rósa. Nk. föstud. verður hún 90 ára. Elín móðir hennar, var dóttir Árna Pálssonar hreppstjóra í Syðra- Holti, en Þorgils, faðir hennar, var sunnlenskrar ættar, sonur Þorgils Erlendssonar á Minni- borg í Grímsnesi. Verða ættir þeirra ekki raktar hér, en víst er að margir ættmenn þeirra voru merkisfólk og virðingarmenn. Þau Þorgils og Elín áttu yfir að ráða góðum hæfileikum. Bú þeirra var allvænt og myndarlegt og vitnaði um atorku og hirðu- semi. Þótti Sökkuheimilið vera í fremstu röð svarfdælskra bæja á sinni tíð. Rósa ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún átti þrjú alsystkini, sem upp komust og fjögur hálf- systkini. Foreldrar hennar höfðu báðir átt maka áður en hjóna- band þeirra kom til og hafði Elín eignast þrjú börn, en Þorgils eitt. Sjálfsagt hefur Rósa fengið ágætt uppeldi. Hún óx upp við góðan kost, myndarskap og rausn. Leikfélagar tiltækir, svo að oft hlýtur að hafa verið gaman á ferðum og gleðinnar heimur. Einhverrar heimakennslu hefur hún notið fyrir fermingu, en hún fór fram um haustið 1909. Þrjú önnur börn voru fermd samtímis og var undirritaður þeirra á meðal. Þykir honum ánægjulegt að vera fermingarbróðir Rósu. Hin tvö eru dáin fyrir mörgum árum. Veturinn 1910-1911 hélt Snorri Sigfússon unglingaskóla á Völlum. Þar var Rósa nemandi og mun skólavistin hafa orðið henni afar gagnleg, enda var hún áhugasöm og góðum gáfum gædd. Síðar fór hún til Reykja- víkur og nam einn vetur í kvennaskóla. Um nokkurn tíma dvaldi hún á heimili þeirra Aðal- bjargar Sigurðardóttur og Har- aldar Níelssonar. Hefur það ef- laust verið lærdómsríkt. En þó að skólaferill Rósu yrði ekki langur eða margbrotinn, þá hefur hann dugað henni prýði- lega. Hún hefur líka haft augun opin og stundað nám af kappi í skóla lífsins. Hún hefur lesið tals- vert af góðum bókum, einkum á efri árum. Allt þetta hefur gert hana býsna fróða, svo að hún kann skil á fjölmörgum þáttum mannlegs lífs og kennir þar víð- sýni og skilnings. Árið 1924 giftist Rósa Gunn- laugi Gíslasyni frá Hofi í Svarf- aðardal. Hófu þau búskap á Sökku sama ár og héldu honum áfram til 1973. Síðustu árin í tví- býli við Þorgils son sinn. Vel hafði verið búið á Sökku, en engu hrakaði í höndum þeirra Gunnlaugs og Rósu, miklu frekar var sótt fram. Umsvif urðu mikil, jarðrækt efldist og húsakostur batnaði. Farið var með gát, fyrir- hyggju og hagsýni beitt. Úti og inni var snyrtimennska og smekkvísi áberandi og hagurinn blómgvaðist. Engar getgátur þarf um það, að hlutur húsfreyjunnar hefur ráðið miklu um yfirbragð og vel- gengni búsins. Rósa skilaði sín- um verkum með ágætum. Hún^ var stjórnsöm húsmóðir, vann skipulega og hafði ákveðnar reglur, sem fara varð eftir. Hún var glaðsinna, notaleg og nærgæt- in við þá, sem hún átti yfir að ráða. Heimilisfólkið á Sökku var oft margt. Börn hjónanna urðu fjögur. Þau eru: Jóna Magnea, Rósa Þorgilsdóttir á Sökku. gift fyrrv. prófasti Stefáni Snævarr, Dagbjört, kona Þóris Stephensen dómkirkjuprests, Halldóra, skrifstofustúlka, og Þorgils, kvæntur Olgu Stein- grímsdóttur. Þá voru ávallt börn og unglingar þar í sumardvöl, sömu einstaklingarnir sumar eftir sumar. Og til var það, að annarra börn voru alin upp á Sökku að meira eða minna leyti. En það gefur hugmynd um hvernig þessu æskufólki hefur líkað veran á Sökku, að flestir hafa haldið tryggð við hjónin fram á þennan dag. Ekki má gleymast að fyrir kom að aldraðar manneskjur ættu athvarf á Sökku og dveldu þar um tíma. Og þaðan hafa nokkrir verið bornir til grafar í tíð Rósu. Þessu fólki liðsinnti hún með kærleiksríku þeli og líknarhönd- um. Mikill gestagangur var á Sökku þegar þau Rósa og Gunnlaugur réðu þar ríkjum. Hjónin voru mjög vinsæl. Ættingja- og vina- hópurinn var stór og lágu leiðir oft þangað. Svo voru Gunnlaugi falin margs konar opinber störf og áttu því margir erindi að Sökku. Öllum var tekið með alúð og háttvísi, glaðværð ríkti og rausnalega var veitt. Hlýjar mót- tökur löðuðu gesti að garði. Auð- vitað jók gestkoman verksvið húsmóðurinnar, en Rósa var því vaxin að leysa slíkt af hendi með sæmd. Ætla mætti að heimilisstörfin væru svo tímafrek að ekki gæfist tóm til að færast annað í fang. En Rósa var því ekki sammála. Hún gerðist snemma liðsmaður í kvenfélaginu Tilraun og reyndist starfsfús og nýtur félagi. Þar var Hjá Byggingavörudeild Versl- unardeildar Sambandsins eru menn nú í óða önn að búa sig undir að hefja sölu og dreif- ingu á steinull. Þar er á ferð- inni framleiðsla Steinullar- verksmiðjunnar hf. á Sauðár- króki, en eins og kunnugt er þá eru Sambandið og Kf. Skagfirðinga á meðal hluthafa í henni. Til Byggingavörudeildar hef- ur verið ráðinn sérstakur starfs- maður, Einar H. Jónsson tækni- fræðingur, til að sjá um þessa sölu. Sambandið verður með söluumboð fyrir verksmiðjuna og selur steinullina bæði í bygginga- vöruversluninni að Suðurlands- braut 32 og út um allt land. Á boðstólum verða þrjár tegundir hún ritari um árabil. Enn er hún þar félagi og á 70 ára afmæli fé- lagsins sendi ' hún því veglega gjöf. Ekki hefur Rósa sloppið við kuldagjóstur tilverunnar. Fyrsta búskaparárið sitt varð hún fyrir því óláni að skera sig á ljá í ann- an fótinn. Skurðurinn var djúpur og ekki heppnaðist læknisaðgerð. Kom því til helti og mikill sárs- auki. Og þó að seinna tækist að bæta eitthvað um, þá hefur fót- urinn aldrei orðið verulega göngufær og því valdið miklum erfiðleikum. Árið 1956 þann 1. febrúar brunnu bæjarhúsin á Sökku til kaldra kola. Næstum engu var bjargað. Þarna varð feikna tjón og óbætanlegt, því að ýmsir gamlir munir, skjöl og bækur eyddust í eldinum. Hvorugt þetta áfall eða annað mótlæti raskaði jafnlyndi eða geðró Rósu. Ekki var kvartað eða æðrast og gleð- inni ekki vikið af vegi. Strax var hafinn undirbúningur að smíði myndarlegs steinhúss, sem nú rís hátt á Sökkuhólnum. Þau Rósa og Gunnlaugur dvelja nú á Sökku í skjóli sonar- ins og tengdadótturinnar og una hag sínum vel. Þó að Rósu sé talsvert farið aftur, einkum er heyrnin að bila, þá er hún and- lega hress og gamansöm, les og prjónar til að stytta dagana og sendir hlýjar hugsanir til sam- ferðamannanna. Þegar ég á unglingsárum kynntist Rósu, þótti mér hún myndarleg, sviphrein og skemmtileg og eiga heitt og gott hjarta. Þetta viðhorf mitt hefur ekki breyst. Enda hefur hjarta- hlýjan aldrei kólnað og verið krydd og hvati að gjörðum hennar. Þess vegna hefur hún ávallt fundið til með lítilmagnan- um og þeim er erfitt áttu og verið hjálpsöm og huggandi eins og kostur var. En svo mikið er lítil- lætið og hæverskan, að það er líkt og hún vilji ekki vita af því, sem hún hefur vel gert. Þannig fer líklega þeim, sem sannastir eru í góðverkunum sínum. Rósa mín. Þetta er lítilmótleg afmæliskveðja. En henni fylgja bestu hamingjuóskir og innilegt þakklæti til þín og bónda þíns fyrir samskipti okkar og vináttu ykkar, sem hefur verið mér svo mikilsverð. Megi góður guð gefa ykkur farsæla ólifaða daga. Helgi Símonarson. af steinull, og hún verður seld á sama verði um land allt, þ.e.a.s. á öllum höfnum sem Ríkisskip siglir á, en það annast flutning- ana út um land. Hjá Byggingavörudeild er kynningarstarfsemi varðandi steinullina nú að hefjast af fullum krafti. Útbúinn hefur verið sér- stakur upplýsingabæklingur sem er að fara í dreifingu, og annar stærri mun fylgja í kjölfarið um svipað Ieyti og salan hefst. Þá verður farin sérstök kynningar- ferð um allt land og heimsóttar allar þær verslanir sem selja munu steinullina. Loks er fyrir- hugað að halda sérstök námskeið næsta vetur, bæði fyrir verslunar- fólk sem sér um sölu ullarinnar og fyrir iðnaðarmenn sem koma til með að vinna við hana. Steinull á Króknum: Sambandið annast dreifinguna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.