Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. ágúst 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 30 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Efla verður
veiðieMHitib
Líkur eru taldar á að þorsk-
afli landsmanna verði 320
þúsund lestir á þessu ári,
verði ekki verulegur sam-
dráttur í þorskaflanum fram
til áramóta. Þetta er um 30
þúsund lestum meira en
reiknað var með eftir að
kvótinn var aukinn og
hvorki meira né minna en
70 þúsund tonnum meira
en upphaflega var áætlað.
Þá er talið að júlímánuður
hafi verið einhver besti
veiðimánuður í sögu þorsk-
veiða íslendinga og áætlar
Fiskifélag íslands að afhnn
hafi þá verið allt að 45 þús-
und lestum, eða rösklega
15 þúsund lestum meiri en
í júlí í fyrra.
Allt hljómar þetta vel og
virðist jákvætt við fyrstu
sýn. Þó er þess að geta að
þorskkvóti margra skipa og
báta er því sem næst búinn
og af þeim sökum má
reikna með samdrætti í
þorskveiðum síðari hluta
ársins. Þetta er þó ef til vill
ekki það versta. Það sem er
verra er að enn á ný berast
fréttir af því að stórum
hluta af afla togaranna hafi
verið fleygt fyrir borð í
þessari miklu aflahrotu sem
verið hefur. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem slíkt heyrist
og má raunar segja að
þessar sögur komist á kreik
í hvert sinn sem vel aflast.
Einkum hefur þetta verið
haft á orði um sumarveiðar
togaranna fyrir Norður- og
Vesturlandi.
Jón Ármann Héðinsson,
fiskverkandi og fyrrverandi
alþingismaður, mun þannig
hafa lýst yfir því á fundi
sjávarútvegsráðherra með
smábátaeigendum í Reykja-
vík að hann hefði heimildir
fyrir því að frystitogararnir
köstuðu stórum hluta af afl-
anum fyrir borð nú í afla-
hrotunni. „Ég hef fregnir
um það að þegar stór köst
koma þá er elsti fiskurinn
látinn- hverfa, eftir margra
tíma aðgerð, þegar næsta
hal kemur inn. Menn hafa
ekki undan að verka fiskinn
og þetta er þróun sem verð-
ur að koma í veg fyrir þegar
í stað. Þetta gerist ekkert
síður hjá hinum togurunum
í þessum aflahrotum," er
haft eftir Jóni Ármanni í
blaðaviðtali.
Þegar aflabrögð eru mikil
og menn eiga þess kost að
velja úr besta og verðmæt-
asta fiskinn, en henda þeim
lakari fyrir borð, hlýtur slíkt
ástand að skapa freistingar
í þessa veru. Þetta á ekki
síst við þar sem veiði-
skipum er úthlutað kvótum
og því mikið í húfi að koma
með sem verðmætastan
afla að landi. Þessar sögu-
sagnir hafa hins vegar
aldrei verið staðfestar svo
óyggjandi sé.
Það er óþolandi fyrir
sjómannastéttina að sitja
undir þessum sögum ef
ósannar reynast. Ef þetta
er á hinn bóginn rétt verður
að refsa mönnum harðlega
fyrir. Til að fá úr slíku skorið
verður að efla til muna allt
eftirlit.
Það rigndi mikið í Noregi þessa
daga í ágústbyrjun, og kann slíkt að
vera einhverjum huggun harmi
gegn. Varla kom sá dagur, að ekki
væri eitthvert úrfelli, og sögðu mér
staðkunnugir að þannig hefði þetta
gengið til í allt sumar. Þetta á að
vísu aðeins við Suður-Noreg.
Norður frá hefur þetta sumar víst
verið með eindæmum gott. Mun
það víst ávallt vera þannig að sam-
an fer leiðinlegt veður í sunnan-
verðum Noregi og á norðanverðu
íslandi og öfugt, og eins og hér var
þetta veður afbrigðilegt. Afleiðing
hins afbrigðilega veðurfars varð svo
sú meðal annars að útsöluverð á
sólarlandaferðum sem þar í landi er
alla jafna auglýst í blöðum hefur
verið nánast eins hátt og hið venju-
lega markaðsverð.
Frá Osló til Rómar
Sem kunnugt er þá er Noregur afar
langt og mjótt land. Svo langt er
það reyndar, að væri því snúið við,
þá næði það alla leiðina frá Osló til
Rómar, en breiddin er vart meiri en
þetta 500 kílómetrar þar sem hún
er mest. Og þetta mikla landflæmi
er afar strjálbýlt, íbúar ekki nema
rúmar fjórar milljónir og mikilvæg-
ar borgir eru ekki nema fimm til sex
talsins, allar sunnan við miðju
landsins. En í Noregi er rekin öflug
byggðastefna sem enginn ágrein-
ingur virðist vera um í grundvallar-
atriðum milli hinna ólíku stjórn-
málaflokka þó svo að einhver
áherslumunur sé ef til vill varðandi
einstök framkvæmdaatriði. Við ís-
lendingar þekkjum þessa byggða-
stefnu undir nafninu ríkisstyrkir til
sjávarútvegs sem vitaskuld er rangt
þar sem þessir ríkisstyrkir eru í
rauninni ekki nema lítið brot af
norskri byggðastefnu.
Það er ýmislegt sem skilur að það
sem kallað er byggðastefna í Nor-
egi og hér, og þá ef til vill fyrst og
fremst það grundvallaratriði, að
Norðmenn líta ekki á sína byggða-
stefnu sem eitthvert hreint flokks-
pólitískt bitlingapot. Allir eru sam-
mála um tiltekin grundvallaratriði
hvar í flokki sem þeir standa. Eitt
skýrt dæmi um þetta eru samgöngu-
málin sem eins og kunnugt er hafa
verið mikið á döfinni hér. Norð-
menn líta á samgöngur sem félags-
lega frumþörf sem alls ekki eigi að
reka í ábataskyni. í Noregi er við
völd ríkisstjórn hægri og mið-
flokka, og talið líklegt að hún muni
halda velli í komandi kosningum.
Því var ekki óeðlilegt að maður
spyrði hvort nokkur áform væru
uppi um að selja einhverjum heild-
salafjölskyldum í Osló norsku ríkis-
járnbrautirnar NSB, sem þar
gegna svipuðu hlutverki í innan-
landssamgöngum og Flugleiðir hér,
en menn bara hristu höfuðin, var
maðurinn klikkaður? Að ríkið fari
að selja NSB allt eða að hluta jafn-
ast þarna á við guðlast, og sá'fjár-
málaráðherra sem léti sér detta það
í hug að fara að afla ríkinu tekna
með slíku fengi sjálfsagt fljótlega
að taka pokann sinn. En þar í landi
eru menn víst ekki vanir að hafa
fyrrverandi fótboltakappa fyrir ráð-
herra, né að líta á stjórnmálin sem
trúðleik.
Neðan frá
Annað einkenni norskrar byggða-
stefnu en „þverpólitíkin" sem mér
þótti í fljótu bragði vera áberandi,
var sú tilhneiging sem mjög virtist
ráða, að hlutirnir gengju neðan frá
og upp í gengum kerfið, frá byggð-
arlögunum til miðstöðvar stjómsýsl-
unnar í Osló en ekki öfugt eins og
tíðkast hér. Oft á tíðum er meira að
segja búið að taka lokaákvarðanir
um tiltekna hluti heima í héruðun-
um, þannig að Osló getur í reynd
ekkert annað gert en áð samþykkja
orðinn hlut, enda hreinlega nenna
ráðherrarnir ekki að standa í af-
greiðslu smámála eins og til að
mynda þess hvort selja megi bjór í
Tromsö eftir klukkan sex á daginn
eður ei. Jafnvel ráðherrar Kristi-
lega flokksins sem mjög þykir bind-
indissinnaður nenna ekki að vera
að rekast í slíkum innanríkismálum
sveitarfélaga.
Þá þykir það ekkert sjálfgefið að
allir skapaðir hlutir séu endilega
sjálfvirkt staðsettir í Osló, síst af
öllu þær stofnanir sem um byggða-
mál fjalla. Tökum eitt nýlegt ís-
lenskt dæmi, nefnilega byggða-
stofnun. Hefðum við íslendingar
nú lagt stund á alvöru byggðastefnu
eins og Norðmenn virðast gera, þá
hefði það mál allt verið handfjatlað
öðruvísi. Ríkisstjórnin hefði ein-
faldlega látið nægja að gefa út þá
stefnuyfirlýsingu að hún hyggðist
koma þessari stofnun á fót, og gefið
síðan boltann út í byggðarlögin þar
sem umræður hefðu hafist meðal
almennings og sveitarstjórna, sem
væntanlega hefðu leitt til þess að
nokkur af stærri sveitarfélögum
landsins hefðu sótt um þessa stofn-
un með tilheyrandi greinargerðum.
Þetta stig hefði getað tekið eitt til
tvö ár og þá fyrst hefði komið til
kasta löggjafans sem tekið hefði
lokaákvörðun um staðsetningu
stofnunarinnar í ljósi umsóknanna.
Hér sakar ekki að geta þess að Ak-
ureyri hefði átt þarna afar sterka
möguleika svo ekki sé meira sagt,
að minnsta kosti ef rétt hefði verið
á málum haldið, en því miður er ég
einmitt hræddur um það að við get-
um að verulegu leyti kennt sjálfum
okkur um það að við glopruðum
frá okkur byggðastofnun og senni-
lega þróunarfélaginu líka, en um
einmitt þetta mun ég fjalla í næstu
grein og taka þar til samanburðar
norska bærinn Lillehammer sem er
á líkri stærð og Akureyri. Akureyr-
ingar geta að ýmsu leyti tekið sér
íbúa þessa vonandi vetrarolympíu-
bæjar til fyrirmyndar, ekki sfst
hvað varðar skipti sín við Reykja-
víkurvaldið.
Skoplegar hliðar
En þó að Norðmenn taki sína
byggðastefnu alveg óskaplega al-
varlega, og ef til vill einmitt þess
vegna getur hún á stundum birst í
svolítið skoplegum myndum. Gott
dæmi um þetta er einmitt Eurovis-
ionhamagangurinn, þegar næstum
hver sveitahreppur landsins vildi fá
að halda skrautsýninguna miklu
sem Noregi féll í skaut, eftir að
Bobbysocks höfðu slysast til að
vinna keppnina í maí síðastliðnum.
Nú er byggðamálaþætti Eurovision-
fársins lokið, þó að það sé samt sem
áður rétt að byrja. Og það varð sem
vænta mátti ekki Osló sem hreppti
hnossið heldur Bergen eða Björg-
vin, þessi einstaklega skemmtilega
og sjarmerandi fyrrverandi höfuð-
borg okkar íslendinga og eftir að
ákvörðunin um staðarvalið hafði
verið tilkynnt datt allur byggðaríg-
urinn niður og allir standa við bakið
á Björgvinjarbúum. Hitt er svo
annað mál að það verður líklega
óverandi fyrir útlending í Noregi
þar til maíkvöldið næsta vor þegar
úrslit verða kynnt og nýr sigurveg-
ari krýndur. Og stóra spurningin er
auðvitað: Verður það íslendingur
sem hnossinu mun hampa, og í
framhaldi af því, mun íslenska
þjóðin ganga af göflunum ef svo
slysalega vill til?