Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 9
23. ágúst 1985 - DAGUR - 9 - Rætt við Karl Jóhann Magnússon, sem hefur verið bundinn við hjólastól í 22 ár 0 Sögðu mér að hreyfa tœrnar - Hvaða möguleika áttu þegar þú ferð í aðgerðina? Veistu að þú munir lenda í hjólastól eða áttu von á bata? „Þeir sögðu mér læknarnir áður en ég fór í aðgerðina að það væru 50% líkur á því að ég gæti gengið eftir að- gerðina. En ég var óheppinn. Pað var þarna danskur læknir sem var að kynna sér aðgerðir á þessu sviði, var í sex mánaða „kúrs“, og hann gerir aðgerðina. Hún mislukkaðist þannig að ég lamaðist alveg upp í mitti. Þeir voru voðalega spenntir þegar þei. komu til mín morguninn eftir að- gerðina og sögðu mér að hreyfa tærnar! Það var náttúrlega ekki um neina hreyfingu þar að ræða, hvorki þann morgun eða annan.“ - Er það ekki agaleg lífsreynsla að standa frammi fyrir því einn daginn að eiga aldrei eftir að ganga framar? „Það má segja það og satt að segja ætti það að vera áfall fyrir hvern mann á þessum aldri, ég var 47 ára. En þeir sögðu mér læknarnir áður en ég fór í aðgerðina að ef ég yrði ekki skorinn, gæti ég gengið í 2-3 ár og þá myndi ég lamast algerlega. Æxlið var það ofarlega að ég hefði lamast alveg upp í háls. Að geta gengið í 2-3 ár og síðan að tapa öllu freistaði mín ekki, þannig að ég kaus aðgerðina þó svo ég væri ekki öruggur með bata. Ég er heppinn, er þannig gerð- ur að ég gerði mér alveg grein fyrir því hvað myndi gerast og tók þá ákvörðun að bjarga því sem bjargað yrði og taka því. Það var ekki um annað að ræða. Ég hef átt alveg dá- samleg ár síðan ég lamaðist.“ - Hvað tekur við þegar þú kemur heim eftir aðgerðina? „Ég fer á Reykjalund til endurhæf- ingar og var þar tæpt ár. Þá var ég orðinn það spastískur í fótunum, al- veg upp að mjöðmum að fæturnir á mér reistust beint út og hristust þar og skulfu. Þetta stafar af vöðvasam- drætti og ég hafði áhuga á að fá bætt úr þessu. Með dyggri aðstoð Odds Ólafssonar vfirlæknis á Reykjalundi tókst það. Ég var sendur aftur út til Danmerkur því þetta fékkst ekki bætt hér heima. Lagfæringin felst í því að það er framkvæmd nokkurs konar lenging- araðgerð á vöðvunum í lærinu. Vöðvafestingarnar eru losaðar að ofan og neðan, fóturinn látinn liggja beinn og þannig látinn gróa á ný. Eft- ir það er hægt að liggja beinn. Þetta mun vera ein allra fyrsta aðgerðin sem gerð var af þessu tagi. Síðar voru svo hásinarnar skornar hér heima og nú ligg ég alveg teinréttur. Áður var ég alltaf krepptur í þeirri stöðu sem ég er í í hjólastólnum. Ég er í raun hissa að þessari aðferð skuli ekki vera beitt í ríkara mæli. því það eru svo margir sem aldrei geta rétt almennilega úr sér.“ - Fyrir aðgerðina starfar þú í apótekinu í Hafnarfirði. Færðu starf við þitt hæfi eftir að þú lamast? „Eftir dvölina í Danmörku að þessu sinni sem stóð í níu mánuði fór ég aftur á Reykjalund og þar var ég til 1980 að ég flutti í Hátún 12. A Reykjalundi vann ég á símanum og eins í plastverksmiðjunni, hafði alltaf nóg að gera.“ 9 Flökkueðlið - Það kemur upp í þér flökkueðli á meðan þú ert á Reykjalundi, segðu okkur aðeins af því. „Jú, það er rétt, það kom upp í mér flökkueðli,“ segir Kalli hlæj- andi. „Ég fékk mér bíl þegar ég var búinn að vera lamaður í 10 ár. Þá var búið að skipta yfir í hægri umferð og ég var svona - ja, kannski ekki smeykur við að keyra, en velti því fyrir mér hvort ég myndi ráða við þetta.“ - Fórstu í ökutíma? „Nei, nei, það gerði ég ekki. Fyrst fékk ég mér hálfsjálfskiptan Saab, í honum var erfitt að eiga við kúpling- una, svo ég skipti og fékk mér sjálf- skiptan Saab og þá gekk þetta allt eins og í sögu. Ég hef öll stjórntækin í stýrinu. Ég er alveg sannfærður um það að ef maður sem er fullkomlega heilbrigð- ur vendi sig á að aka um á svoleiðis útbúnum bíl, þá væri hann miklu sneggri að bregðast rétt við ef eitt- hvað kemur upp á. Þetta er allt sam- an í einu handfangi, bensín og bremsa. Menn eru svo mismunandi fljótir að stíga á kúplingu og bremsu en þetta gerir maður bara ósjálfrátt með hendinni.“ - Hvernig var að koma út í um- ferðina eftir 10 ára hlé? „Mér fannst þetta ekki svo mjög frábrugðið. Fyrst æfði ég mig á göt- unum í kringum Reykjalund en fór síðan að færa mig upp á skaftið, eftir því sem á leið. Ég fór að fara út á vegina og því lengur sem ég ók því lengra þurfti ég að fara. Ég er af- skaplega mikill náttúruunnandi og hef unun af því að fara og skoða um- hverfið." - Viðbrögð fólks við þessu flakki þínu, hver voru þau? „Þau voru ákaflega neikvæð, það var ekki reiknað með að ég gæti ferð- ast einn. Það var jafnvel álitið að ég væri ekki með „fulde fem“ að vera að flækjast um, fatlaður maðurinn. Margir voru líka undrandi á að ég skyldi yfirleitt hafa mig af stað. Ferðalög eru mitt líf og ég á bágt með að skilja það fólk sem ekki hef- ur áhuga á að skoða fallega staði. Það þarf að ferðast víða til að sjá bæði það sem er fallegt og miður fallegt. Þannig fæst samanburður." 0 Allt hœgt - Lentir þú aldrei í neinum ævintýr- um, þegar þú varst einn að ferðast? „Nei, aldrei, ég var alveg einstak- lega heppinn. Það sprakk ekki einu sinni hjá mér dekk. Einu farartálm- arnir voru hliðin sem víða voru á vegum. Eitt sinn kom ég að lokuðu hliði. læsingin á því var járnspenna sem gekk inn á milli tveggja haka. Ég var með dráttartaug í bílnum og þeg- ar ég kom að hliðinu ók ég eins ná- lægt því og ég gat, kastaði kaðlinum yfir læsinguna þannig að ég lét miðj- una á honum mynda lykkju. Svo bakkaði ég eins langt út á vegarbrún- ina og ég gat og tók svo í bandið. Þar með opnaðist læsingin og ég gat ýtt hliðinu opnu með bílnum og síðan gat ég lokað því aftur með því að bakka á grindina og ýta henni til baka. Allt tókst þetta án þess að nokkuð skemmdist. Þetta leystist á farsælan hátt. Núna eru komin rimlahlið á flestum stöðum, þau eru mjög jákvæð þróun fyrir þá sem ekki komast út úr bílun- um sfnum.“ - Hvað hefurðu farið víða og hvað er versti vegur sem þú hefur farið? „Ég hef farið hringinn þrisvar Sjá næstu síðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.