Dagur - 13.09.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 13. september 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 300 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF
Kvótamálin
umdeildu
Umræður um kvótamálin
hafa nú aukist dag frá degi
vegna þeirra erfiðleika sem
margir útgerðaraðilar og
fiskverkendur eru að kom-
ast í. Aflabrögð hafa verið
með eindæmum góð og
kvótarnir víða að klárast.
Þetta getur þýtt afkomu-
brest hjá fjölmörgum fyrir-
tækum og launþegum sem
vinna að þessum atvinnu-
vegi - rekstrarstöðvun og
uppsagnir starfsfólks.
Tæpast er hægt að segja
að góð aflabrögð teljist til
illra tíðinda, en þó er nú svo
komið, að þessi góðu afla-
brögð sem verið hafa
undanfarið valda erfið-
leikum síðar á árinu. Of
hratt hefur verið gengið á
kvótann, en á hinn bóginn
er skiljanlegt að fiskimenn
dragi þann fisk úr sjó sem
auðvelt og ódýrt er að ná í
og þá á sem stystum tíma.
Þetta er þó ekki svona ein-
falt, þar sem fréttir hafa
borist af því víða að allt of
mikill fiskur hafi borist á
land á stuttum tíma, miðað
við afkastagetu fiskverkun-
arhúsanna. í stuttu máli
sagt þá hefur nægilegri
fyrirhyggju ekki verið beitt
við veiðar og vinnslu. ís-
lendingar eru enn veiði-
mannaþjóðfélag í þessum
skilningi og skipuleg hrá-
efnisöflun og framleiðsla
ennþá nokkuð langt frá því
sem þekkiát og er nauðsyn
í iðnvæddu samfélagi.
Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, hef-
ur varpað fram þeirri
hugmynd, að hægt verði að
jafna kvóta milli ára. Þannig
mætti hugsanlega veiða
nokkru meira en kvóti
þessa árs segir til um, með
því að draga þær veiðar frá
veiðikvótum næstu ára.
Þetta hefur fallið í mjög
misjafnan jarðveg hjá þeim
sem málið snertir. Sumir
tala um að þetta sé hrein-
asta fásinna, en aðrir telja
þennan möguleika koma til
greina.
Mörgum gleymist það
meginatriði sem þessi
hugmynd, sem sjávarút-
vegsráðherra varpaði fram,
byggist á. Meginatriðið er
það að veiðarnar verði ekki
skipulagðar til skamms
tíma t.d. eins árs í senn,
heldur verði um jafnvel
þriggja ára áætlun að ræða.
Slíka áætlun þyrfti að sjálf-
sögðu að endurskoða með
vissu millibili, eins og allar
góðar áætlanir. Eftir sem
áður væri hægt að skapa
eitthvert takmarkað svig-
rúm til kvótatilfærslu án
þess að raska allt of miklu.
Áður en skýrsla Hafrann-
sóknastofnunar um leyfi-
legt aflamagn á næsta ári
og tillögur um veiðitilhögun
næstu ára liggur fyrir, er
hins vegar ekki hægt að út-
færa þessa hugmynd sjá-
varútvegsráðherra nánar.
Þessi möguleiki gæti hins
vegar reynst raunhæfur
gagnvart sumum, þótt ekki
ætti hann við í öllum tilvik-
um. Menn hafa verið of
fljótir á sér að fordæma
þessa hugmynd áður en
hægt er að ræða nánar við
hvað er átt.
Félagarnir Nökkvi og Starri „að störfum'
Blönduós:
,$árafáir
efár af
mímim
Það var norðankuldagjóstur er
við komum að þeim félögum
Nökkva Jóhannessyni og
Starra Heiðmarssyni þar sem
þeir borgruðu yfir steypu-
mótum sem þeir voru að ganga
frá. Kuldinn virtist ekki hafa
nein áhrif á þá félaga því ekki
drógu þeir af sér við vinnuna.
„Við erum að steypa bita í
fjósgólf fyrir bónda hér í sveit-
inni,“ sagði Nökkvi.
- Eruð þið vanir steypuvinnu?
„Já, nokkuð,“ segir Nökkvi,
„annars er ég sjómaður, og er
hérna um það bil þrjá mánuði á
ári. Ég lít á það sem sumarfrí að
koma heim og vinna eitthvað
annað en sjómannsstörf. Og þá
er alveg upplagt að vera í steyp-
unni.“
En hvað segir hinn þögli Starri,
hvaðan er hann?
„Ég er úr Skagafirði. Það er
frændi minn sem er með þessa
steypuvinnu hér og ég komst í
þetta gegnum hann. Annars er ég
í skóla svo þetta er bara sumar-
vinna, til að eiga eitthvað af aur-
um í vetur.“
Nökkvi sjómaður er tvítugur
og hefur stundað sjó í nokkur ár.
„Það er meiningin að fara í
stýrimannaskólann í haust eða
næsta haust. Það ræðst bara af
því hvað ég á mikið af peningum.
En sjórinn verður fyrir valinu,
það er enginn vafi. Mér líkar
mjög vel á sjó.“
Þeir Nökkvi og Starri voru
sammála um að Blönduós ætti
framtíð fyrir sér. „Það þarf að
byggja á fleiru en þjónustu við
sveitirnar, það þarf að koma upp
framleiðslu á einhvern hátt. Ég
mundi flytja heim ef útgerð kæmi
hér í stærri stíl en nú er. En til að
það geti orðið þarf höfn, það tel
ég stórt mál fyrir staðinn. Sjáðu
til dæmis ungt fólk af mínum ár-
gangi, það er sárafátt eftir af
þeim krökkum hér á Blönduósi,
það eru flestir fluttir burtu þangað
sem betur er borgað og meiri
möguleiki til náms og vinnu,“
sagði Nökkvi og lagði áherslu á
orð sín. Það er ekki vert að tefja
þessa rösku pilta öllu lengur svo
við þökkum fyrir spjallið og
ábendingar til betra lífs á
Blönduósi. - gej