Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 1. október 1985 110. tölublað rwwnwwwwy Filman þín áskiliöþaö besta! FILMUHÚSIÐ Hafnarstræti 106- Sími 22771 - Pósthólf 198 gæðaframköllun Filman inn fyrir kl. 10.45. Myndirnar tilbúnar kl. 16.30. Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Her ma ta tint stotuskraut. Mynd: KGA. Þróunarfélag Islands: Veröur Akureyrar- bær ekki með? I gær var framlengdur frestur til að skila hlutafjárloforðum í hið nýja Þróunarfélag Islands. Ríkið leggur fram 100 milljónir króna og gert ráð fyrir að félög, fyrirtæki, stofnanir, ein- staklingar leggi fram aðrar 100 milljónir. Vitað er að mikið hefur gengið á meðal einka- fyrirtækja í höfuðborginni og ætlunin nánast að kaupa þessi 100 þúsund og fá undirtök í fé- laginu. Það kemur til með að hafa mikið fjármagn, því heim- ild er fyrir því að það taki að láni 500 milljónir króna er- lendis með ríkisábyrgð. Á fundi bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku var lagt fram stofnskjal og drög að samþykkt- um fyrir Þróunarfélagið. Bæjarr- áð ákvað að taka ekki afstöðu til þátttöku í félaginu að svo stöddu. Þetta þýðir að bærinn hefði ekki sent inn hlutafjárloforð fyrir frestinn, sem átti að renna út í gærkvöldi. Eins og áður sagði hefur fresturinn til að tilkynna þátttöku í félaginu nú verið lengdur. Leikfélag Akureyrar: Neyöarástand í leikhúsinu! Nú eru 45 dagar þar til sýning- ar eiga að hefjast hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Ljóst er að mikilla framkvæmda er þörf við Samkomuhúsið áður en starfsemin getur orðið þar með eðlilegum hætti. Enn er miklu verki ólokið varðandi neyðarútganga og undankomuleiðir frá Samkomu- húsinu ef eitthvað skyldi út af bera. Árið 1983 hófust fram- kvæmdir sem miðuðu að því að stöðva framrás brekkunnar bak- húss og auðvelda gönguleið í kringum húsið. Þeim fram- kvæmdum er enn ekki lokið og ekkert var unnið þar í sumar. í bókun leikhússnefndar frá 26. september sl. er lýst yfir neyðarástandi vegna skorts á geymslurými fyrir leiktjöld og leikmuni. í neyð sinni bendir nefndin á þá lausn að loka opnu rými undir búningsherbergjum vestan við Samkomuhúsið og nota sem leiktjaldageymslu. En við það lokast einn neyðarút- gangur hússins og þá er algert skilyrði að göngustígurinn í brekkunni ofan við Samkomu- húsið sé fullgerður og öllum fær. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hann varla fær öðrum en fuglinum fljúgandi. Þessi skortur á geymslurými fyrir leiktjöld er meginástæða þess að Leikfélag Akureyrar getur einungis haft eitt verkefni í gangi í einu. En það er ljóst að gera þarf ráðstafanir á næstunni til þess að leysa þennan brýna vanda Leikfé- lagsins og koma málum Sam- komuhússins í viðunandi horf. BB. „Þangað liggur beinn og breiður vegur...,“ sagði skáldið. Mikið vantar upp á að stígurinn bak við Samkomuhúsið sé fær gestum og ganeandi. 45 dagar til stefnu... Mynd: KGA. Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, var inntur álits á þessu máli: „Við vildum með þessari afgreiðslu okkar láta koma fram mótmæli við því að stjórnvöld skuli ekki treysta sér til þess að taka af skarið, en ákveða þess í stað að stofnunin skuli staðsett í Reykja- vík,“ sagði Sigurður. „Miðað við þær umræður sem hafa orðið um nauðsyn þess að flytja stofnanir út fyrir höfuð- borgina, og þá sérstaklega þessa stofnun sem er ný, þá þótti það mjög koma til greina að stofnun- inni yrði valinn staður utan Reykjavíkursvæðisins, t.d. á Ak- ureyri. Þau drög sem nú liggja fyrir gera hins vegar ráð fyrir að stofnunin verði í Reykjavík og við erum fyrst og fremst að mót- mæla því með þessari afstöðu okkar,.“ sagði Sigurður Jóhannes- son. Bæjarstjórn Akureyrar mun fjalla um málið á fundi sínum í dag. HS/gk. Siglfirðingar vilja slátra - héldu fund með þingmönnum kjördæmisins í morgun Sauðfjáreigendur á Sigluflrði hafa fullan hug á að slátra sínu fé í sláturhúsi Sameignarfélags fjáreigenda á Siglufirði þrátt fyrir að ráðherra hafi synjað þeim um undanþágu til slátr- unar, að fenginni umsögn yfir- dýralæknis. „Ég sé ekki að menn megi ekki slátra fé sínu í húsi sem þeir eiga, til þess að fá sinn mat,“ sagði Ólafur Jóhannsson, einn stjórn- armanna í Sameignarfélagi fjár- eigenda á Siglufirði. Vegna þessa máls var haldinn fundur með þingmönnum kjör- dæmisins klukkan 10.30 í morgun, en þeir eru á Siglufirði í dag, m.a. til þess að funda með bæjarstjórn. Á þingmannafund- inum skýrist væntanlega staðan í þessari deilu sem að sögn Ólafs er kominn í þannig hnút að hann verði ekki leystur heldur verði að höggva á hann. -yk. Ekið á Ijósastaur Ekið var á ljósastaur á Hörg- árbraut norðan Glerár í gærdag. Mun ökumaðurinn hafa misst vald á bifreiðinni með þeim af- leiðingum að hún hafnaði á Ijósa- staurnum. Skemmdist bifreiðin mikið og var óökufær eftir. Fjárdráttur og skjalafals? „Ein af þessum kjaftasögum“ - segir forsvarsmaður fyrirtækisins Samkvæmt heimildum sem Dagur telur áreiðanlegar hefur starfsmaður vel þekkts fyrir- tækis á Akureyri gerst sekur um að falsa skjöl og draga sér fé úr rekstri fyrirtækisins. Sömu heimildir segja að upp- hæð sú sem hér um ræðir skipti nokkrum hundruðum þúsunda króna. Þegar Dagur hafði sam- band við rannsóknarlögregluna á Akureyri vegna þessa máls fengust þær upplýsingar að málið hefði ekki verið kært þangað. Dagur hafði í gærkvöld sam- band við forsvarsmann fyrir- tækisins sem hér um ræðir, en hann sagði þetta tilhæfulaust með öllu. „Þetta er bara ein af þessum kjaftasögum sem ganga um bæ- inn öðru hverju," sagði hann og vildi ekki tjá sig frekar urn málið. BB. D Áskriftarverð að Degi verður kr. 360,00 frá 1. október og dálksm. í auglýsingum kr. 260,00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.