Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. október 1985
ÚTGEFANDl: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 35 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRIMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiöa rí____________________________
Slagsmál um
Þróunarfélagið?
Ákveðið hefur verið að lengja frest þann sem
búið var að gefa til að leggja fram hlutafjárloforð
í Þróunarfélag íslands, sem stofnað er til af ríkis-
stjórninni, og á m.a. að gegna mjög miklu hlut-
verki í sambandi við nýsköpun í atvinnulífi
landsmanna. Miklar vonir hafa verið bundnar
við þessa stofnun, enda verður það fjármagn
lagt í þetta mál og mikilvægt að vel til takist með
framkvæmdina.
Gefinn hefur verið mánaðarlangur frestur og
mun skýringin vera sú að þrátt fyrir mikinn
áhuga ýmissa á að leggja fram hlut í félagið, þá
eru menn ekki alveg tilbúnir á þessu stigi máls-
ins til að taka ákvarðanir.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku var
ákveðið að taka ekki afstöðu til þess að svo
komnu máli hvort bærinn yrði þátttakandi í Þró-
unarfélaginu. Þessi ákvörðun var tekin áður en
fresturinn var lengdur og hefði þýtt það að bær-
inn hefði misst af lestinni, ef strangt hefði verið
fylgt eftir því, að áður uppgefinn frestur gilti.
Með þessu var bæjarráð að mótmæla því, að
þrátt fyrir eindregin og ítrekuð tilmæli um að
setja þessa stofnun niður utan Reykjavíkur, sé
þegar búið að ákveða henni heimilisfesti og
varnarþing í höfuðborginni.
í bæjarstjórn Akureyrar voru samþykktar
ályktanir um að stofnuninni yrði valinn staður á
Akureyri og þessi hugmynd fékk hljómgrunn
meðal fleiri sveitarstjórna og samtaka þeirra.
Stjórnvöld hafa svarað því til að ekki sé eðlilegt
að binda hendur væntanlegrar stjórnar félagsins
með ákvörðun um það að staðsetja hana á Akur-
eyri. Þrátt fyrir þetta hefur í drögum að sam-
þykktum Þróunarfélagsins verið ákveðið að hún
verði í Reykjavík. Varla er hægt að búast við
öðru en því, að þetta geti verið bindandi gagn-
vart þeim sem ákveða að gerast hluthafar í nýja
félaginu.
Hér er komin skýringin á því að bæjarráð Ak-
ureyrar kaus að taka ekki afstöðu til málsins að
svo stöddu, sem hefði getað leitt til þess að bær-
inn hefði misst af lestinni. Miðað við það sem að
ofan greinir var þetta rétt ákvörðun hjá bæjar-
ráði.
Það er svo á hinn bóginn áhyggjuefni, að erfitt
kann að reynast að ná samstöðu um þetta nýja
félag, burtséð frá því hvar það hefur aðsetur.
Þróunarfélagið mun verða mjög öflugt, ef að lík-
um lætur, með mikið fjármagn til ráðstöfunar.
Heyrst hefur að einkafjármagnsaðilar í Reykja-
vík ætli sér svo stóran hlut í þessu félagi, að þeir
nái þar oddaaðstöðu. Segja má að verr sé af stað
farið en heima setið ef Þróunarfélag íslands á
eftir að verða bitbein pólitískra afla, þegar þörf
er mikillar samstöðu um nýsköpun í atvinnulíf-
inu.
_viðtal dagsins.
Julios Ocares.
Margar og erfiðar
beygingar í íslenskunni
- segir Julios Ocares frá Chile,
en hann stundar verslunarrekstur á Akureyri
„Ég kom fyrst til Akureyrar í
júlí árið 1979 og þá dvaldi ég
hér í nokkra mánuði, líklega
átta eða níu,“ sagði Julios Oc-
ares sem rekur verslunina
Eclipse á Akureyri. Eclipse er
verslun með metravöru, jakka
og kápur. Hún var opnuð í
mars síðastliðnum.
„Ég hafði áður unnið verslun-
arstörf heima í Chile, þannig að
ég var ekki alveg ókunnugur
þessu þegar ég fór út í þennan
rekstur," sagði Julios.
Julios er frá San Antonio í
Chile. Hann flutti þaðan og til
Kanada árið 1975, þar sem hann
dvaldi í þrjú ár.
„Ég var í Edmonton og vann
við allt mögulegt."
Til íslands kom Julios árið
1979 og var fyrst í Reykjavík.
„Ég þekkti strák frá Reykja-
vík, sem hafði verið í Chile þess
vegna byrjaði ég á að fara
þangað.“
Hingað til Akureyrar kom Ju-
lios fyrst um sumarið ’79 og var í
nokkra mánuði. Pá flutti hann sig
yfir til Reykjavíkur og þaðan til
Danmerkur.
„Síðan kom ég aftur til íslands.
Petta var dálítill þvælingur á mér.
Þegar ég kom fyrst til íslands
kunni ég ekki stakt orð í ís-
lensku. En það kom smám
saman. Það var erfitt að læra
málið. Málfræðin finnst mér
mjög erfið og hún vafðist mikið
fyrir mér. I Chile er töluð
spænska og íslenskan er mjög frá-
brugðin henni. í íslenskunni eru
svo margar og erfiðar beygingar.
Ég var lengi að átta mig á þeim.“
- Hvað tók það þig langan
tíma þangað til þú fórst að skilja
eitthvað að gagni í íslenskunni?
„Það tók nokkra mánuði, jafn-
vel upp undir ár þangað til ég fór
að skilja eitthvað. Það var ákaf-
lega erfitt og stundum þreytandi
að skilja ekkert það sem talað var
í kringum mig. Og það var ekki
bara erfitt fyrir mig heldur líka
fyrir íslendingana sem ég vann
með og umgekkst. Það var erfitt
að geta ekki haft neitt samband
við félagana.“
- Þetta eru gjörólík lönd, ís-
land og Chile?
„Já, þau eru það. Veðrið er allt
annað. Þar sem ég bjó í San Ant-
onio var alltaf mjög milt og gott
veður. En í Suður-Chile er veðr-
ið ekki svo ólíkt því íslenska, þar
er mikill snjór á veturna."
Julios segist ekki hafa hitt fjöl-
skyldu sína frá því hann yfirgaf
landið árið 1975. Hann hefur
ekki farið til Chile síðan, en seg-
ist líklega ætla að fara þangað
bráðlega. Þegar ég spurði Julios
hvers hann saknaði mest frá
heimalandi sínu, var svarið fjöl-
skyldan og vinirnir. Og líka
margt úr menningunni.
„Fólkið í Chile er einhvern
veginn meira lifandi, það brosir
meira. íslendingar eru stundum
dálítið kaldir og þeir brosa ekki
mikið. Það er opnara fólk þarna
syðra.“
Julios stendur í verslunar-
rekstri á Akureyri. Hann ætlar að
hætta því.
„Það er erfitt að standa í versl-
unarrekstri í dag. Hér á Akureyri
voru líka margar verslanir sem
versluðu með metravöru, þannig
að þörfin var ekki það mikil að
það borgi sig að standa í þessu,“
segir Julios að lokum. - mþþ