Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 01.10.1985, Blaðsíða 5
1. október 1985 - DAGUR - 5 Bragdlaukar ráða bladaskrifum - Valmundur Árnason í Sjallanum spurður um gagnrýni Það geríst æði oft að menn setja sig í dómarasæti, og segja, bæði í ræðu og riti, að þetta eða hitt sé ekki nógu gott, eða betra en annað. Al- þekkt eru skrif ritstjóra Dag- blaðsins-Vísis í Reykjavík er hann situr á veitingahúsum landsins og lætur bragðlauk- ana ráða því sem úr penna hans kemur. Nýlega var þessi ágæti rit- stjóri á ferð um veitingahús Akureyrar og bragðaði á þeim krásum sem þar voru á boð- stólum. Auðvitað varð margt bragðið í munni hans til þess að penninn varð vondur, og annað kætti sama skriffæri. Þeir sem mest fá fyrir ferðina ef bragðlaukar ritstjórans kætast ekki, eru væntanlega matreiðslu- meistarar viðkomandi húsa. Einn þessara matreiðslumeistara er Valmundur Árnason sem starfar í Sjallanum. Hann var spurður hvernig þessi skrif kæmu við þá sem störfuðu við veitingahúsin. „Það er ágætt að einhver mað- ur gefur sig út í það að fara milli staða og dæma veitingahúsin. Það er spurning hvort hann sé fær um að dæma fyrir fleiri en sjálfan sig.“ Valmundur sagði að rekstur eins og ritstjórinn væri að dæma gengi þunglega á Akureyri. „Hann talar um að þurfi að hafa meira af ferskum vörum á boð- stólum. En það verður að segjast eins og er að það er mál sem erf- itt er að halda í horfinu hér að fá ferskt hráefni, bæði grænmeti og annað. Hins vegar er þetta að lagast þannig að það á að vera hægt að taka sig á í þeim efnum,“ sagði Valmundur. “Ritstjórinn dæmir aðallega það sem við köll- um „lausamat" sem mjög erfitt er að halda úti hér á veitingahúsum, vegna þess hversu fáir viðskipta- vinir eru. Þetta gengur þokkalega um helgar, en í miðri viku er þetta mjög erfitt. Markaðurinn er hreinlega ekki nógu stór til að þetta geti verið á sama mæli- kvarða og í Reykjavík. Þess vegna höfum við í Sjallanum lok- að fyrir „lausamat" í Mánasal frá síðustu mánaðamótum. Hins vegar tökum við hópa eins og verið hefur. Þetta er að mínu áliti það sem gerir að verkum að erfitt er að reka veitingastaði með því formi sem ritstjórinn vill.“ - Getur verið að fólk fari ekki nógu mikið út að borða vegna þess að það telur þennan munað óf dýran? „Dýr og ekki dýr. Það verða allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Við erum að reyna að flytja inn gott hráefni, sem þar af leið- andi er í dýrari flokki. Það kemur fram í grein ritstjórans að hann telji að matur eigi að vera ódýrari hér fyrir norðan. Það er eins og þessir menn átti sig ekki á því að landsbyggðafólk þarf að borga flutningskostnað af vörum sem Reykvíkingar hafa í nágrenninu. Ég sé ekki að þetta eigi við rök að styðjast hjá honum.“ - Má ætla að skrif sem þessi hafi áhrif á aðsókn veitingahúsa? „Það kemur á engan hátt fram hjá okkur, því aðsókn er svipuð og verið hefur, og fólk er ekki að tala um þessi skrif við okkur. Það hefur frekar komið fram að fólk vill sýna samstöðu sína með okk- ur og vill jafnvel láta skoðun sína í ljósi í blöðum. Ég hef alveg lát- ið allt slíkt afskiptalaust. Einnig held ég að fólk sé hætt að taka verulegt mark á þessum skrifum." - Hvernig snúa þessi skrif að þér? „Ég tel að sumt af þessu skrif- um sé ágætt og ritstjórinn hafi margt til síns máls. En aftur á móti er margt af þessu rugl, sem ekki er hægt að taka alvarlega. Við sem eldum ofan í manninn sjáum best hvernig þessi skrif má oft rekja til vankunnáttu í matar- gerð,“ sagði Valmundur Árnason kokkur í Sjallanum, og sagði í lokin að mikið væri framundan í vetur hvað varðaði sælkerakvöld, villibráðarkvöld og fleira í þeim dúr. - gej Valmundur Árnason. Jesendahorniá Hvers vegna veiðir Snæfellið fyrir siglingu? Fyrir skömmu var rætt við Sig- mar Halldórsson frystihússtjóra í Hrísey um aflabrögð, horfur í atvinnumálum í vetur og fleira. Fram kom í máli hans að Hrísey- ingar hafi átt góða samvinnu við Dalvíkinga um sameiginleg hags- munamál, sem væru rekstur frystihúsanna á Dalvík og Hrís- ey. Því þessi hús væru rekin á sameig'inlegum grunni. Ennfrem- ur sagði Sigmar að hann hefði kosið að sjá meira af þeim fiski sem Dalvíkurtogararnir kæmu með að landi. Þá væntanlega í þeim tilgangi að halda uppi mik- illi og góðri atvinnu í Hrísey. Maður sem fylgst hefur vel með þessum málum vildi koma nokkrum spurningum á framfæri, fyrst svo mikil velferð er borin fyrir hagsmunum fólksins sem vinnur í fiskvinnslunni í Hrísey: Hvers vegna er togari þeirra Hríseyinga, Snæfell’ - látinn sigla og selja afla í Þýskalandi? Hvers vegna er hann látinn selja afla í Hafnarfirði? Hvers vegna er hann látin selja fisk í gáma á ísa- firði? Og hvers vegna er Snæfell- ið nú að veiða fyrir siglingu? Jrá Heimaey npmenn - Kaupfélög ' i _______1 Birgið ykkur upp af hinum frábæru Heimaeyjarkertum. Látið hinn hreina loga Heimaeyjarkertanna veita birtu og yl. HEIMAEY, kertaverksmiðja, Faxastíg 46, 900 Vestmannaeyjum. Sími 98-2905. Langar þig að syngja í kór? Passíukórinn vantar fleira fólk, einkum karlaraddir. Þetta er tilvalið tækifæri til að læra að syngja í kór (nótnalestur og raddbeitingu), auk þess að kynnast skemmtilegum og fallegum tónverkum. Æfingar eru í tónlistarskólanum á miðvikudögum kl. 20-22 og laugardögum kl. 15-17. Nánari uppiýsingar í síma 26216 á kvöldin. Samstarfshópur í lok kvennaáratugar S.Þ. Konur á Akureyri! Ákveðið er að halda sýningu á handavinnu kvenna, dag- ana 19.-20. október. Við leitum eftir munum allt frá aldamótum og fram á þennan dag. Þær konur sem eiga eitthvað í fórum sínum eða vita af hjá öðrum, vinsamlega hafið samband við: Júdithi Sveinsdóttur, sími 24488 eða Margréti Kröyer, sími 23527. Konur norðan Akureyrar hafi samband við Ragnhildi Sigvalda- dóttur, sími 96-61218. Skotveiðimenn! Haglaskot í urvali. Verð frá kr. 13,50 pr. stykki í heilum kössum (200 skot í kassa = 2.700). Opid alaugardögum 10-12. \Si Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 - simi 22275 herb. íbúð Viljum taka 2ja herb. íbúð á leigu fyrir starfsmann frá 1. okt. nk. Nánari upplýsingar hjá Jóni Arnþórssyni í síma 21900. iðnaðardeild Sambandsins, Akureyri. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haidinn fimmtudaginn 10. október að Hótel KEA og hefst kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.